Morgunblaðið - 24.06.2015, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015
Æ síðan dró Erlend hana að tepp-
inu góða með kis-kis.
Við munum sakna þín mikið.
Blessuð sé minning þín amma.
Eyjólfur Guðni Hafstein
Vatne, Laila Vatne, Helena
Vatne Slotterøy, Erlend
Vatne – Noregi.
Yndislega amma mín er fallin
frá tæplega níræð að aldri. Minn-
ingarnar streyma í gegnum mig,
sem einkennast fyrst og fremst af
þakklæti. Amma var svo góður
leiðbeinandi, umhyggjusöm, þol-
inmóð og góður vinur. Ég minnist
allra prjónastundanna, spjalls um
hannyrðir sem voru sameiginlegt
áhugamál okkar, um lífið og til-
veruna og frásagna hennar frá
gamla tímanum. Þakklæti fyrir
leiðbeiningarnar í lærdómi,
prjónaskap og fatasaumi sem hún
miðlaði til mín, meira að segja
prjónaráð sem hún fékk frá
mömmu sinni, henni Guðnýju. Ég
mun hugsa til hennar ömmu þegar
ég prjóna ömmuvettlinga. Með
þakklæti og virðingu kveð ég mína
góðu ömmu.
Anna Sigríður
Aðalbjörnsdóttir.
Það er erfitt að kveðja mann-
eskju sem alltaf hefur verið hluti
af lífi manns, einstakling sem
hægt er að treysta á að sé ávallt til
staðar.
Það er tómlegt að hugsa til þess
að nú verði enginn til staðar í
Sundstræti 31A til að taka hlýlega
á móti manni, a.m.k. enginn sem
kemur í ömmu stað. Þessu fylgir
tómarúm sem ég þó kýs að trúa að
minningarnar nái að fylla upp í
þegar fram í sækir.
Á Ísafirði eru margir staðir
sem eiga hjarta mitt en Sund-
stræti 31A er merkastur þeirra
allra og að því hafa þau amma og
afi stuðlað með mikilli ást og
hlýju. Þar bjuggu amma og afi alla
sína búskapartíð og mikið elskaði
hún amma heimilið sitt. Þegar ég
heimsótti hana síðast sagði hún
mér að þar væri hún búin að búa í
um 70 ár, alveg frá því að hún var
tvítug stúlka og fór að búa með
afa, ástinni í lífi sínu og sálufélaga.
Mér eru ofarlega í huga orð
sem nágranni ömmu talaði svo fal-
lega til yngsta barnabarns hennar
morguninn eftir að amma féll frá.
Þegar hann hafði fengið fréttirnar
hafði hann á orði að nú væri bæj-
arblessunin farin. Það er rétt,
amma var mikil blessun. Ást,
væntumþykja, virðing, lífsgleði,
dugnaður, skapandi kraftur, gjaf-
mildi; allt eru þetta hugtök sem
lýsa henni ömmu og lengi gæti ég
bætt við fögrum orðum. Já, það er
mikil blessun að geta gefið af sér
eins og amma gerði og ómetanlegt
fyrir okkur sem áttum hana að.
Guð blessi þig, elsku amma
mín.
Steinunn Matthíasdóttir.
Elsku amma mín, það er mjög
skrítið að setjast niður til þess að
skrifa orð til þín og vita að þú get-
ur ekki lesið þau. Í brjósti berast
margar tilfinningar, vissulega
mikill söknuður en einnig finn ég
fyrir stolti að hafa verið samferða
þér, já miklu stolti.
Þú varst svo góð og svo falleg
manneskja, kæra amma mín, og
reyndist mér afskaplega vel, þá
sérstaklega á einstigi lífs míns, og
þá var alltaf hönd þín, mjúk og
hlý, tilbúin að leiða og leiðbeina.
Og þá, eins og alltaf, var gott að
leita í viskubrunninn þinn, kæra
amma mín, já viskubrunninn þinn.
Hann byggðir þú að mestu leyti
upp sjálf með eilífum lærdómi og
kennslu, en samt varstu ekki lang-
skólagengin og ekki starfandi
kennari. Alltaf varstu að læra og
fræðast, endalaust, og að huga að
hugarleikfimi með allskonar
þrautum og gátum og voru talna-
þrautir lagðar nú seinni árin. Og
alltaf gafstu af þér, leiðbeinandi
öðrum og kennandi. Listin hefur
alla tíð fylgt þér og liggja eftir þig
ótal listaverk, skrifuð, teiknuð,
máluð og saumuð. Og ég man það
á árum áður þá var vertíð hjá þér í
að dreifa verkum þínum á vorin,
öll fermingarbörn í bænum fengu
verk eftir þig í áraraðir. Og svo
voru það dýrin, besta amma. Það
var unun að horfa á þig tala við
dýrin, þú náðir svo djúpri og ná-
inni tengingu við þau, voru eins og
manneskjur í samskiptum við þig.
Já, svona eins og þú náðir við okk-
ur, djúp, náin og kærleiksrík. Og
ykkur afa heitnum, nafna mínum,
var ekki aðeins annt um fólkið í
núinu ykkar, því að þau sem hurfu
á braut fengu líka að vera í efnum
frá ykkur. Kisturnar smíðaði afi af
mikilli natni og þú, amma mín,
settir hlýjuna þína í mjúka efnið
sem þau voru vafin í, og þetta var
gert af sönnum kærleik. Já, amma
mín, kærleikur var ekki eitthvert
orð hjá þér, hann var, já var. Og
það er það sárasta við það að þú
ert farin að geta ekki notið hans
frá þér aftur, nema kannski að þú
og afi sendið hann yfir frá sum-
arlandinu góða og baðið okkur öll í
honum, silfrandi björtum, hlýjum
og mjúkum, þið sameinuð að nýju,
já sameinuð.
Kristinn Leví Aðalbjörnsson.
Hún amma var alveg einstak-
lega hlý kona sem alltaf tók á móti
fólkinu sínu með ást og alúð og
henni má lýsa sem traustri og ást-
ríkri manneskju. Meiri dýravin er
varla hægt að finna. Hún elskaði
öll dýr og talaði við þau eins og
menn og þau svöruðu á sinn hátt
svo að amma skildi. Við höfum
heyrt sögur af því að svartfugl
hafi verið hjá ömmu í hjúkrun,
sem fékk að synda í baðkarinu og
hjúfraði sig síðan í hálsakot eða í
handarkrikann þar sem amma
reri með hann svo hann korraði af
ánægju. Kisurnar hennar ömmu
voru sérstaklega klárar og sú síð-
asta, hún Dúlla, fékk ömmu til að
koma að leggja sig uppi í herbergi.
Hún fór eina tröppu í einu og
beið eftir að amma gerði slíkt hið
sama og svo koll af kolli og fékk
auðvitað kisunammi að launum.
Amma hafði mikla frásagnar-
hæfileika, hún var bæði afar fróð
kona og minnug. Og minnið entist
alveg fram á seinasta dag. Það var
gaman að hlusta á það sem hún
hafði að segja, ekki síst minningar
frá æskuárum.
Við eigum öll minningar úr
Sundstrætinu þar sem teikni-
blokkum, blýanti og litum var
haldið að okkur og oft gaf amma
sér góðan tíma með okkur að
teikna.
Amma elskaði að teikna. Allir
sem hana þekkja vita hversu klár
hún var í höndunum og mikil
hannyrðakona. Hún gat gert full-
komnar útsaumsmyndir með því
að sauma fram og til baka í eld-
gamalli saumavél sem bauð ekki
upp á nein „teiknimynstur“. Hún
teiknaði sjálf með saumavélinni.
Hún gaf okkur trú á hæfileika
okkar og lagði áherslu á að við
framkvæmdum það sem okkur
langaði til því við gætum svo
margt.
Amma, þú ert besta amma í heimi
og yndislegt að hafa þig sér nær.
Ég allar mínar bestu gælur geymi
og gef þér þær, því þú ert mér svo
kær.
Það er svo gott að falla að faðmi þínum
og finna hjá þér kærleik, ást og yl,
og halda um háls þinn báðum höndum
sínum
og hjúfra sig og vera bara til.
Mér líður best að liggja í kjöltu þinni
og lygna aftur augum undurblítt
og heyra í þér hjartað slá þar inni,
hjartað sem er alltaf blítt og hlýtt.
Þín gæði eru gulli öllu betri
og góðvildin úr augum þínum skín.
Þú ert mér amma sumarsól á vetri,
ég sæki besta ylinn beint til þín.
Amma, þú ert besta amma í heimi,
ég á svo gott að hafa þig mér nær.
Ég allar mínar bestu gælur geymi
og gef þér þær, því þú ert mér svo
kær.
(Matthías Kristinsson)
Amma og afi voru mjög vin-
mörg og margir kíktu við. Það var
oft mikið fjör, hlegið, spjallað og
rifjuð upp atvik liðinna tíma sem
veittu okkur innsýn í fortíð okkar.
Ilmur af lambasteik eða pönnu-
kökum á sunnudögum þar sem
amma var að stússa í eldhúsinu og
tónar af fjörugum harmonikku-
lögum sem afi töfraði fram uppi í
herbergi eru minningar sem lifa.
Það kom stundum fyrir að ung
hnáta skaust inn með þeim orðum
að hún væri komin til að slaka á.
Já, það var gott að koma í Sund-
strætið til ömmu og afa.
Þín er sárt saknað en minning-
in þín lifir með okkur um ókomna
tíð.
Með kveðju frá ömmu og lang-
ömmubörnum,
Steinunn Matthíasdóttir.
Anna móðursystir mín er ná-
tengd bernskuminningum frá Ísa-
firði.
Fyrstu árin sem ég gekk þar í
barnaskóla kom ég oft í hús Guð-
nýjar ömmu minnar, Silfurgötu
9c, og þar var Anna. Ég var þá
hálffeiminn við hana vegna yfir-
burða hennar í aldri og menntun,
hún var langt komin í gagnfræða-
skóla, farin að læra þýsku og
henni var létt um að læra. Eins og
allir Ísfirðingar á þeim árum fór
hún strax að vinna að skóla lokn-
um, afgreiddi í Bókhlöðunni og
var í vist hjá Matthíasi Sveinssyni
og Tryggva Jóakimssyni.
Hún giftist ung og fékk traust-
an mann, það var Kristinn Jóns-
son smiður, uppalinn í Grunnavík.
Þau stofnuðu heimili í Sund-
stræti 31a og eignuðust mann-
vænleg börn.
Anna bjó yfir margs konar
hæfileikum, það var listræn æð í
henni. Hún teiknaði og málaði,
smíðaði og skar út og saumaði og
svo orti hún.
Hún var líka listaskrifari og
skrautritari. Hún gaf mér bækur
á jólum og einnig í fermingargjöf
og ég held að hún hafi verið sígef-
andi. Ég kom oft til hennar í Sund-
stræti, nær daglega um skeið, og
eftir að ég fluttist frá Ísafirði leit
ég þar inn þegar ég átti leið um.
Hún fór að vinna utan heimilis
þegar börnin komust upp, lengst á
Skattstofu Vestfjarða og líklega
var hún þar nær ómissandi, glað-
lynd og samstarfsfús. Mér eru nú
þakkir efst í huga fyrir kynnin af
heimili hennar í Sundstræti 31a.
Þar fundum við systkinin alltaf
hlýtt athvarf sem var okkur dýr-
mætt á skólaárunum. Það gleym-
ist ekki.
Börnum hennar sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Ásgeir Svanbergsson.
Nú er fallinn frá síðasti orginal
„Bakkapúkinn“ en það kölluðum
við alltaf hvor aðra. Anna Sigga
var ein af þessum mæðrum sem
ólu okkur krakkana upp á Bökk-
unum á Ísafirði, þessar mæður
eða ömmur voru alltaf til staðar
fyrir okkur frá húsi 25-35 og vor-
um við endalaust í brennó, kýló,
sto, dönskum eða hvað sem er og
þótt aldursmunur væri stundum
tíu ár skipti það ekki máli.
Þá var gott að setjast á tröpp-
urnar hjá Önnu Siggu og fá ein-
hverja hressingu, þessar elskur
eru nú allar búnar að kveðja okk-
ur og er hún síðust, við sem eftir
lifum lifum í minningunni um góð-
ar konur.
Anna Sigga var einstök, listræn
með afbrigðum, skrifaði mjög fal-
lega skrautskrift og margir komu
til hennar í þeim erindagjörðum
og flottir vettlingar voru gerðir
eins og mamma hennar gerði. Og
ekki má gleyma líkklæðunum sem
hún saumaði innan í kistur sem
Kristinn smíðaði, þar var flott
handbragð á ferð. Margan kaffi-
sopann hef ég drukkið við eldhús-
borðið, þar sem hún sagði mér frá
æsku- og unglingsárum sínum,
stríðsárunum þar sem hún var
vinnukona hjá merkishjónum sem
lentu í stríðsátökum o.fl.
Hún og amma áttu kisur sem
heimsóttu hvor aðra (kisurnar) og
þá þurftu þær Anna og amma að
ræða málin, sem var gaman að
hlusta á.
Nú er komið að leiðarlokum
með þér, Anna mín, þakka þér
samfylgdina í yfir 65 ár.
Gonný, Matti, Sigga, Badda og
Mummi, því miður get ég ekki
fylgt henni síðasta spölinn en
minning hennar lifir. Mínar inni-
legustu samúðarkveðjur til ykkar
og fjölskyldunnar. Blessuð sé
minning Önnu Siggu.
Kristjana Sigurðar
„Bakkapúki“.
Góður granni er
gulli betri! Svo seg-
ir máltækið og það
átti svo sannarlega
við um Hörð Ósk-
arsson. Það var fyrir 25 árum að
við fjölskyldan (ég, Halldór,
Kristín og Sigrún) fluttum inn
að Hrauntúni 10 og fengum þar
af leiðandi Hörð, Mæju og
Pálma sem nágranna. Aldrei
hefur borið skugga á okkar sam-
band.
Hörður minn, það er slæmt til
þess að hugsa að þú eigir aldrei
eftir að koma til okkar í kaffi.
Þú komst alltaf inn þvottahús-
megin og inn í stofu þar sem ég
sat. Við föðmuðumst og kysst-
Hörður Óskarsson
✝ Hörður Ósk-arsson fæddist
18. ágúst 1957.
Hann lést 16. maí
2015. Útför Harðar
var gerð 30. maí
2015.
umst, svo gat kaffið
og spjallið hafist.
Það var alltaf kær-
leiksríkt á milli
okkar. Það kom
best í ljós í 50 ára
afmælinu mínu
þegar slideshowið
sýndi tvær myndir
af okkur að kyssast
og við höfðum ekki
gert okkur grein
fyrir að samband
okkar væri svona náið. Önnur
myndin var 10 ára gömul og var
tekin þegar ég hélt kvennapartí
og þú komst yfir í pels og þar af
leiðandi fékkstu inngöngu og
mikil hlátrasköll. Elsku Hörður,
„far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt“.
Elsku Mæja, Pálmi, Elín Ósk
og Ásta María, megi Guð vera
með ykkur og styrkja er við
kveðjum góðan mann.
Guðrún Kristmannsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
KÁRI STEINGRÍMSSON
húsasmiður,
Breiðuvík 5,
andaðist á heimili sínu 16. júní.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju
þriðjudaginn 30. júní kl. 15.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á
Krabbameinsfélag Íslands.
.
Sigríður Guðjónsdóttir,
Steingrímur P. Kárason, Þórhildur Einarsdóttir,
Guðjón G. Kárason, Sóley Ómarsdóttir
og barnabörn.
Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi,
STEFÁN ÞÓR TRYGGVASON
frá Vestmannaeyjum,
Espigerði 16, Reykjavík,
lést á Landspítalanum föstudaginn 19. júní
2015. Útförin fer fram frá Seljakirkju
mánudaginn 29. júní kl. 13.
.
Ólafur Tryggvason, Júlía Tryggvadóttir
og aðrir aðstandendur.
Útför systur minnar og frænku okkar,
BJARKAR JÓNSDÓTTUR
HALLGRÍMSSON,
Lindargötu 26,
Siglufirði,
fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn
27. júní kl. 14.
.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hrönn Jónsdóttir.
Innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
PÉTURS EGGERTSSONAR,
fyrrverandi póstfulltrúa,
Fornhaga 15,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Skjóls fyrir
góða umönnun og alúð.
.
Halldór G. Pétursson, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir,
Eggert Pétursson, Hulda Hjartardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
STEFANÍA INGÓLFSDÓTTIR
frá Melbrún, Fáskrúðsfirði,
sem lést 21. júní á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Uppsölum, verður
jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju
laugardaginn 27. júní kl. 14.
.
Sveinn Sigurjónsson, Erla Skaftadóttir,
Kristín Friðriksdóttir, Flosi Ingólfsson,
Árni Friðriksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bróðir minn,
JÓNAS SÍMONARSON,
Reykjavíkurvegi 34,
Hafnarfirði,
varð bráðkvaddur á heimili sínu 13. júní.
Útförin fór fram í kyrrþey þann 22.
júní. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem komu að henni.
.
Ásdís Símonardóttir og fjölskylda.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓN BONDÓ PÁLSSON
frá Vestmannaeyjum,
lést mánudaginn 22. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Fjölskyldan.