Morgunblaðið - 24.06.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.06.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015 Ýmislegt TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ 50% AFSLÁTTUR og jafnvel meira Til dæmis þessir: Teg. 226-19 Fisléttir sumarskór úr leðri. Stærðir: 36 - 40. Verð áður: 10.885. Tilboðsverð: 2.500.- Teg. 202-05 Þægilegir dömuskór úr leðri. Litir: svart /hvítt og brúnt/hvítt Stærðir: 36 - 40. Verð áður: 16.500.- Verð nú: 8.250.- Teg. 327-08 Mjúkir og þægilegir dömuskór úr leðri. Stærðir: 37 - 40. Verð áður: 15.885. Verð nú: 7.940.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook.                  !!"#$           Smáauglýsingar - Meðmorgunkaffinu ✝ Magnús Hall-dórsson fædd- ist í Dufansdal í Arnarfirði 1.4. 1955. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 11. júní 2015. Foreldrar hans voru Halldór Guðbjartur Jóns- son, f. 1920, d. 2002 og Rósa Magn- úsdóttir, f. 1925, d. 2005. Systkini Magnúsar eru Stein- dór Tómas, f. 1948, Guðrún Ingibjörg, f. 1949, Jóhann, f. 1951, Brynhildur, f. 1952, Jón, f. 1954, Þórólfur f. 1957, Gestur, f. 1959, Sigurbjörn, f. 1960, fóst- ursystir Hrönn Arnfjörð, f. 1966. Magnús kynntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Dag- björtu Jónu Bjarna- dóttur, 1974. Þau hófu búskap á Bíldudal 1975. Þau gengu í hjónaband 1998. Börn þeirra eru: Reynir Þór Magnússon, f. 1975, Hörður Magnússon, f. 1981. Barnabörn: Magnús Karl Reynisson, f. 2000, Dagbjört Freyja Reynisdóttir, f. 2002, Dagný Rós Harðardóttir, f. 2005 og Reynir Már Harðarson, f. 2007. Magnús Halldórsson hóf störf hjá Verkfræðistofu Jó- hanns Indriðasonar snemma árs 2007. Hann hafði árin þar á undan unnið við vélaviðhald á golfvelli en hafði fundið út að skrokkurinn átti orðið erfitt með það starf og fór því að horfa í kringum sig hvað hann langaði að gera. Það voru tölv- urnar sem áttu hug hans allan og fékk hann fljótlega brenn- andi áhuga á að teikna og hanna í tölvum. Hann fór í iðn- skólann og tók hluta af tækni- teiknaranámi. Á þessu ári var mjög erfitt að fá hæft starfsfólk til starfa og því var ýmislegt prófað í mannaráðningum. Við ákváðum því að ráða Magnús þó að hann hefði ekki lokið námi í tækniteiknun né hefði mikla reynslu af að teikna raflagnateikningar. Það tók Magnús ekki langan tíma að sýna okkur fram á að við höfð- um verið mjög heppin að fá að njóta starfskrafta hans. Magn- ús var því hreinn hvalreki fyrir stofuna. Á þessum tíma var verið að byrja á að innleiða BIM, upp- lýsingalíkön mannvirkja, hér á landi. Magnús fékk strax mjög mikinn áhuga á þessu málefni. Segja má að hann hafi kastað sér út í djúpu laugina. Hann var óstöðvandi við að kynna sér hvernig ætti að nota BIM-for- ritið Revit. Þessi áhugi náði langt út fyrir vinnustaðinn. Hann tók iðulega verkefni með sér heim til að skoða betur, hvernig ætti að útfæra eitt- hvað, svo mætti hann daginn eftir með lausnina. Með þessum mikla dugnaði, áræði og ósér- hlífni náði hann að verða einn helsti kunnáttumaður í Revit hér á landi. Magnús hafði á ævi sinni komið víða við og prófað mörg störf. Hann hafði t.d. verið á sjó og verið á vinnuvélum bæði við vegagerð og lagningu há- spennulína. Öll þessi störf höfðu gefið honum víðtæka reynslu og þekkingu á hinum ýmsu málum. Það kom því fljótlega í ljós að hann gat tekið að sér ýmis störf hér innanhúss sem þurfti að sinna. Þetta var t.d. ýmiss konar viðhald bæði á tækjum og húsnæði. Fljótlega var hann orðinn ómissandi hlekkur í að halda starfseminni hér hjá okk- ur gangandi. Maggi, eins og hann var allt- af kallaður, hafði góða nær- veru. Hann var ákaflega skap- góður og skemmtilegur þó að maður vissi að hann gat alveg verið stífur fyrir ef honum var misboðið. Maggi var einnig mjög góður sögumaður. Sög- urnar sem hann sagði voru svo skemmtilegar og lýsandi að manni finnst eiginlega að mað- ur hafi verið á staðnum, t.d. við vegagerð á Ströndum, línu- byggingu á Dynjandisheiði, vistflutninga á aðfangadegi á Arnarfirði eða gangandi til vinnu yfir Hálfdán að vetrar- lagi. Já, hann hafði prófað margt og oft komist í hann krappann. Í svona litlu fyrirtæki mynd- ast góð og mikil tengsl, ekki bara milli starfsmanna, heldur einnig fjölskyldna þeirra. Dagga kom oft í heimsókn og tók þátt í ýmsum skemmtunum með okkur. Hún varð því fljótt hluti af VJI-fjölskyldunni. Við sendum henni, sonum þeirra og öðrum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við er- um ákaflega þakklát fyrir þau ár sem við fengum að njóta samverunnar við Magnús Hall- dórsson. F.h. starfsmanna VJI, Magnús Kristbergsson framkvæmdastjóri. Magnús Halldórsson Þegar undirrit- aður kom í fyrsta sinn í Villingaholts- hrepp var vor í lofti og sólin skein glatt. Grös voru orðin græn og vorverkin farin af stað. Á dráttarvél á túninu á Vatnsenda var ungur piltur að vinna og við spurðum bóndann hver það væri. Þetta er hann Stjáni í Vatns- holti, hann er að hjálpa mér, sagði hann og bætti því við að pilturinn slægi ekki slöku við, hefði haft með sér nesti og tæki sér ekki matarhlé, nema rétt til að gleypa í sig; vildi að tafir frá verkinu yrðu sem minnstar. Það fylgdi síðan sögunni að hann væri ekki nema á tólfta árinu og að dugnaðurinn og eljan við verkið væri alveg með ólíkind- um. Þannig var hann Kristján Einarsson, jafnan kallaður Kristján Linnet Einarsson ✝ Kristján LinnetEinarsson fæddist 25. apríl 1953. Hann lést 4. júní 2015. Útför Kristjáns fór fram 15. júní 2015. Stjáni og kenndur við Vatnsholt, son- ur Einars og Ingu þar á bæ. Þessum eiginleikum hans átti ég eftir að kynnast betur síð- ar. Mál skipuðust þannig að við átt- um eftir að vera nágrannar í aldar- helming og fljótt kom í ljós hve góða granna við höfðum eignast. Ein fyrstu kynni mín af fólk- inu á Vatnsholtsbæjunum voru þegar við vorum að hirða hey af túnum. Vélakostur var lítill og höfðu kaup á vélum og tækjum ráðist af reynslu sem fengist hafði í öðrum landshlutum og miðaðist engan veginn við þá miklu gras- sprettu sem orðið getur í sunn- lenskum sveitum. Því gekk bæði hægt og seint að koma heyi í hlöðu og hefði ef- laust ekki hafst í tæka tíð, ef ekki hefði borist óvænt hjálp frá nágrönnum okkar í Vatnsholti, sem óbeðin komu bæði með mannskap og þann vélakost sem til þurfti til að ljúka verkinu. Greiðasemi sem gleymist seint. Kristján var ungur þegar þetta var, eins og fyrr er getið, en seinna meir myndaðist milli okkar vinátta og við fengum að reyna hve góðan og hjálpsaman granna við áttum í honum. Ekki verður það allt talið upp í þess- um stutta pistli, en seint þakk- að sem vert er. Það mun hafa verið síðast- liðið haust sem Kristján fór að finna fyrir veikindum sem að endingu urðu þess valdandi að hann dvelur ekki lengur á með- al okkar. Haustið hafði verið honum sem öðrum kartöflubændum erfitt og við ræddum þau mál en hann bar sig vel og taldi að allt væri þetta að hafast og eng- in ástæða væri að hafa áhyggj- ur af öðru. Þannig var hann, maður sem gekk til verka með því hugar- fari að um verkefni væri að ræða sem takast þyrfti á við og ljúka. Eftir að hann var síðan far- inn að takast á við veikindin tók hann ætíð þannig til orða er ég ræddi við hann: Ingimundur, þetta er bara verkefni sem ég þarf að takast á við. Við fjölskyldan öll eigum svo sannarlega góðar minningar um Kristján Einarsson og mun- um minnast hans af hlýjum hug og þakklæti fyrir samskiptin sem við áttum við hann og fólk- ið hans allt. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Margréti, börnun- um, eftirlifandi systkinum og öðrum aðstandendum. Ingimundur og Þórunn. Stjáni í Vatnsholti! Ég og Magga mín ásamt börnum fluttum í Vatnsholt 2 árið 2005. Við rifum okkur úr borgarlíf- inu og fluttum í sveitasæluna. Það voru ekki liðnir margir dagar áður en við fengum að kynnast Stjána í Vatnsholti. Öðrum eins snilling, dugnaðar- fork og karakter hef ég ekki áður kynnst. Það eru hrein for- réttindi að hafa fengið að kynnast honum og eiga hann að sem vin. Stjáni er legend og það eru endalaust margar sög- ur af uppátækjum, snilli, dugn- aði, elju, hjálpsemi, húmor, þrautseigju og væntumþykju hans til þeirra sem hann kunni að meta. Stjáni hugsaði alltaf út fyrir boxið og var einstak- lega duglegur að rækta garð- inn sinn. Þar á ég bæði við kartöflu- garðana og garðinn hans sem sneri að ástvinum. Ég veit að Stjáni hefði skorað í topp sem besti pabbi í heimi. Ég þakka allar stundir með þér, Stjáni minn, og veit að þú ert búinn að skipta um boddí en vélin gengur áfram eins og þú varst vanur að segja. Hittumst síðar, kæri vinur, og hafðu það æv- inlega sem best. Þinn vinur, Jóhann Helgi Hlöðversson. Mig langar til að minnast með nokkr- um orðum mágkonu minnar hennar Sillu eins og hún var oft- ast kölluð. Þau hjón Jón og Silla komu oft til okkar í Garðabæinn og áttum við margar góðar stundir saman. Oftar en ekki komu þau fær- Helga Dagmar Jónsdóttir ✝ Helga DagmarJónsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1944. Hún lést 13. júní 2015. Útför Helgu fór fram 19. júní 2015. andi hendi með pottablóm eða ann- að til að gleðja og það sást á öllu hvað Silla var smekkleg kona. Þau komu líka oft í sumarbústað- inn til okkar,og í minningunni var alltaf gott veður. Því oft var mikið hlegið. Ég á líka fal- legar minningar um okkur tvær í eldhúsinu að vaska upp, því oftar en ekki fóru þau ekki fyrr en búið var að vaska upp og ganga frá. Þá var mikið skrafað og málin krufin til mergjar. Eina upplifun eigum við hjón- in með þeim Jóni og Sillu, sem maður upplifir ekki oft, og það var suðurlandsskjálftinn 17. júní 2000. þar sem við sátum í sum- arbústaðnum við Þingvallavatn þegar jörðin skalf sem aldrei fyrr! Svo að þegar minnst er á þennan skjálfta, koma þau Jón og Silla upp í hugann! Hin síðari ár reyndust Sillu erfið, því hún bjó við heilsuleysi Og þessari glöðu konu reyndist það þungbært. Og oft reyndi á hjá henni. En Jón og börnin þeirra reyndust henni vel. En nú er komið að lokum vegferðarinn- ar hennar Sillu, og við felum hana góðum Guði. Við hjónin vottum Jóni og börnum þeirra okkar dýpstu samúðar og biðjum Guð að styrkja þau í sorginni. Halldóra Lára Ásgeirsdóttir. Systrakveðja Blása blíðir vindar en tíminn stendur kyrr, þín vagga tendruð ljóma björt sem áður fyrr. Bljúgt mitt hjarta grætur í Drottins helgidóm, þar sem klukkur kveðja þig með hlýjum óm. Það blása blíðir vindar golan strýkst við kinn, kerti þitt er slokkanð þig kveð í hinsta sinn. Hljóma strengir þýðir skyggja fer í sveit, því sest er sól í sæinn við þinn fagra reit. (Karl Emil) Með kærri þökk fyrir allar samverustundir elsku Silla. Þín systir, Kristín Sveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.