Morgunblaðið - 24.06.2015, Page 27
síður þekktur fyrir stórkostleg verk
sín erlendis:
„Ég hef verið lánsamur í gegnum
árin og verið falið að vinna mörg stór
verkefni bæði hér á landi og erlendis.
Meðal annars minningarglugga um
Robert Burns í St. Giles Cathedral í
Edinborg og listaverk sem myndar
nýtt anddyri dómkirkjunnar. Einnig
vann ég steindan glugga í Southwark
Cathedral í London.
Hér á landi eru mörg listaverk eftir
mig í kirkjum og má nefna Hall-
grímskirkju og Grafarvogskirkju. Þá
er listaverk eftir mig m.a. í Flugstöð-
inni í Keflavík, Grand Hótel og í
Hæstarétti Íslands.“
Leifur hlaut riddarakross hinnar
íslensku fálkaorðu fyrir listsköpun
sína árið 1995 og Bjartsýnisverðlaun
Bröste.
„Við Sigríður ferðumst mikið sam-
an í tengslum við sýningar erlendis,
ráðstefnur og vinnu mína við stór
verkefni á verkstæðum erlendis.
Sameiginlegt áhugamál okkar í þess-
um ferðum er að skoða myndlist,
listasöfn og fara á tónleika. Það
endurnærir sál og líkama.“
Fjölskylda
Eiginkona Leifs er Sigríður Jó-
hannsdóttir, f. 27.9. 1948, vef-
listakona. Hún er dóttir Jóhanns Pét-
urssonar, f. 4.8. 1918, d. 26.9. 1990,
vélfræðings, og Ísafoldar Kristjáns-
dóttur, f. 22.5. 1907, d. 27.7. 1996, hús-
freyju.
Synir Leifs og Sigríðar eru Jóhann
Guðmundur Breiðfjörð, f. 26.6. 1974,
kennir börnum að vinna með tækni-
lego og er nýsköpunarleiðbeinandi, í
sambúð með Katrínu Björk Krist-
insdóttur, uppeldis- og félagsfræð-
ingi, og eru börn þeirra Iðunn Ísa-
fold, f. 2005, og Vilhjálmur Jarl, f.
2009, en stjúpdóttir Jóhanns er Salka
Tara Katrínardóttir, f. 2000, og Ólaf-
ur Agnar Breiðfjörð, f. 28.7. 1977, bú-
settur í Glasgow, myndlistar- og tón-
listarmaður og yfirhönnuður hjá
Bright Signals, markaðs- og auglýs-
ingastofu í Glasgow.
Bræður Leifs eru Eiður Breið-
fjörð, f. 1933, blikksmíðameistari;
Guðmundur Bogi Breiðfjörð, f. 1938,
blikksmíðameistari, og Gunnar
Breiðfjörð f. 1947, byggingatækni-
fræðingur.
Foreldrar Leifs voru Agnar Breið-
fjörð, f. 14.8. 1910, d. 19.6. 1983, blikk-
smíðameistari og forstjóri en auk
þess uppfinningamaður sem fann
m.a. upp flotvörpuna og tengimótin,
og Ólafía Bogadóttir Breiðfjörð, f.
9.11. 1914, d. 9.10. 1998, húsfreyja.
Úr frændgarði Leifs Breiðfjörð
Leifur
Breiðfjörð
Gunnhildur Árnadóttir
húsfr. í Firði
Sigurður Jónsson
b. í Firði í Seyðisfirði
Elín Guðrún Sigurðardóttir
húsfr. á Seyðisfirði og í Rvík
Bogi Benediktsson
kennari á Seyðisf. og skrifst.stj. í Rvík
Ólafía Bogadóttir Breiðfjörð
húsfr. í Rvík
Kristín A. Gísladóttir
húsfr. í Garði
Benedikt Olgeirsson
b. í Garði í Fnjóskadal
Helga Pálsdóttir
húsfr. í Hörgsdal
Bjarni Bjarnason
b. í Hörgsdal á Síðu
Guðrún Bjarnadóttir
Breiðfjörð
húsfr. í Rvík
Guðmundur Jóhannesson Breiðfjörð
blikksmiður og forstj. í Rvík
Agnar G. Breiðfjörð
blikksmíðam. og forstj. í Rvík
Jóhanna K. Guðmundsdóttir
húsfr. á Búlandshöfða
Jóhannes
Sigurðsson
b. og sjóm. á
Búlandshöfða
í Eyrarsveit
Magnús Guðmundsson
tónleikahaldari
Þorsteinn Guðmundsson
leikari
Dóróthea
Breiðfjörð
Stephensen
húsfr. í Rvík
Elías Bjarnason yfirkennari
og kennslubókahöfundur
Helgi Elíasson
fræðslustjóri
Þorkell
Helgason
stærðfræðingur
Þorvaldur Karl
Helgason prestur
á Selfossi
Helga Guðný Bjarnadóttir
húsfr. í Múlakoti á Síðu
Helgi Þorláksson organisti
og skólastjóri í Rvík.
Bryndís
Bogadóttir
húsfr. í Rvík
Kjartan
Sigurjónsson
organisti og
kennari
Bolli
Sigurjónsson
trésmiður
Bryndís
Sigurjónsd.
skólameistari
Borgarh.skóla
Þorgeir Guðmundss.
kvikmyndagerðarm.
Bryndís Bolladóttir
hönnuður
Sigurjón Kjartansson
tónlistarm. og leikari
Indriði Bogason fiðluleikari
í Sinfóníuhljómsveit Íslands
Jóhann Sigurðsson
verslunarm. á Seyðisf.
Laufey
Jóhannsdóttir
húsfr. á Ak.
Margrét
Indriðadóttir
fyrrv. fréttastj.
RÚV
Örnólfur
Thorsson
forsetaritari
Guðmundur
Andri
Thorsson
rith. í Rvík
Þorbjörg
Olgeirsd.
húsfr. á
Þverá í
Fnjóskadal
Garðar
Gíslason
stórkaupm.
í Rvík
Kristján G.
Gíslason
forstj. í
Rvík.
Garðar
Gíslason
hæstar.-
dómari
Þóra
Kristjánsd.
listfr.
Guðrún Stephensen leikkona
Helga
Stephensen
leikkona
Stefán Stephensen hornl.í
Sinf.hlj.sveit Íslands
Kristján Stephensen óból. í
Sinf.hlj.sveit Íslands
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015
Björn fæddist í Núpsdalstunguí Miðfirði 24.6. 1888, sonurJóns Jónssonar bónda og
k.h., Ólafar Jónsdóttur. Eiginkona
Björns var Jónína Guðríður Þórhalls-
dóttir kennari, fædd í Reykjavík, og
eignuðust þau fjögur börn.
Björn lauk gagnfræðaprófi frá
Flensborgarskólanum í Hafnarfirði.
1907, stundaði framhaldsnám við
framhaldsdeild lýðháskólans í Frið-
riksborg og við lýðháskólann í Askov
1912-15. Þar kynntist hann dönskum
skólamönnum og drakk í sig skóla-
hugsjón lýðháskólamanna um þjóð-
frelsi, félagshyggju og samvinnu-
stefnu.
Björn var skólastjóri Barnaskól-
ans í Vestmannaeyjum frá 1914-20
og vann þá öðrum fremur að stækk-
un skólans. Hann stofnaði auk þess
unglingafræðslu í Eyjum haustið
1918 og stýrimannadeild.
Björn sótti fundi íslenskra sam-
vinnumanna og vann að stofnun
kennarasamtaka um fræðslumál,
uppeldismál og launamál. Þessi fé-
lagsmálastarfsemi hans olli úlfúð hjá
sumum útgerðarmönnum í Eyjum og
átti þátt í því að þau hjónin hurfu
þaðan og tóku við stjórn lýðháskól-
ans í Hjarðarholti í Dölum sem starf-
ræktur hafði verið frá 1901. Björn
varð bóndi í Hjarðarholti og skóla-
stjóri lýðháskólans þar en skólinn
hélt upp öflugri ungmennafélags-
starfsemi og varð brátt menningar-
miðstöð sveitarinnar, með leiksýn-
ingum, héraðssamkomum og
söngæfingum. Skólinn átti hins veg-
ar við fjárhagsþrengingar að etja og
1925 fluttu þau bjónin til Ísafjarðar.
Þar urðu þau kennarar við barna-
skólann og Björn varð skólastjóri
iðnskólans við miklar vinsældir.
Árið 1930 varð Björn skólastjóri
Barnaskóla Ísafjarðar og gegndi því
starfi við góðan orðstír í 27 ár.
Björn var yfirskattanefndarmað-
ur á Ísafirði, sáttasemjari í vinnu-
deilum, sat í barnaverndarnefnd um
aldarfjórðungsskeið og var forustu-
maður í félagssamtökum vestfirskra
kennara. Við starfslok fluttu þau
hjónin til Reykjavíkur þar sem hann
sinnti ættfræði og öðrum þjóðlegum
fróðleik síðustu æviárin.
Björn lést 4.6. 1962.
Merkir íslendingar
Björn H.
Jónsson
90 ára
Elínborg Benediktsdóttir
Jóna Jóhanna Mortensen
Magnús Ásgeir Lárusson
85 ára
Björgvin Magnússon
Hólmfríður Pálsdóttir
80 ára
Erling Garðar Jónasson
Hrefna Magnúsdóttir
Kristófer Magnússon
Lórens Rafn Kristvinsson
Ósk Óskarsdóttir
75 ára
Eymundur Þór Runólfsson
Geir Hauksson
Guðjón Þórir Þorvaldsson
Guðrún Árnadóttir
Kristján F. Tryggvason
Sigþór J. Sigurðsson
Örn I.S. Isebarn
70 ára
Ásgeir Ingimundarson
Baldur Valgeirsson
Elín Magnúsdóttir
Jónína Kristjánsdóttir
Rafn F. Kjartansson
Sigurður F. Kjartansson
Stefán Björgvinsson
Svanhildur Jóhannsdóttir
60 ára
Anthony John Brumpton
Bára Þórarinsdóttir
Elín K. Guðbergsdóttir
Ferdinand Hansen
Guðmundur A. Matthíasson
Gyða S. Richter
Sigrún Olgeirsdóttir
Úlfhildur Guðmundsdóttir
Þorgeir Pálsson
Þráinn Guðjónsson
50 ára
Ásta María H. Jensen
Berglind Tryggvadóttir
Birna A. Aðalsteinsdóttir
Dóra Ingólfsdóttir
Erlendur Guðbjörnsson
Gunnar Ingvar Leifsson
Hulda Jóhannesdóttir
Jón Vilmundarson
Lakkhana Yongkhamcha
Pétur Snæbjörn Johnson
Ragnhildur J. Barðadóttir
Sigurður Víðisson
Sóldís Björk Traustadóttir
Valdimar Björnsson
40 ára
Birna J. Ragnarsdóttir
Bryndís Guðmundsdóttir
Friðrik Elís Ásmundsson
Gabriel Gísli Birgisson
Gregory N. Barrett
Guðbjörg Stella Árnadóttir
Guðrún S. Sigþórsdóttir
Gunnar Torfi Benediktsson
Gunnhildur Þ. Sigþórsdóttir
Hugrún Ósk Ólafsdóttir
Ingibjörg Þórarinsdóttir
Jón Þorsteinn Oddleifsson
Karl Magnús Karlsson
Remigiusz Mitryniuk
Vigdís Heiða Ólafsdóttir
30 ára
Birgitta Anný Baldursdóttir
Björn Aron Magnússon
Elvar Örn Kristinsson
Guðlaugur P. Frímannsson
Inga Sigurbjörg Árnadóttir
Iris Thiele
Ívar Kristleifsson
Jóhanna V. Höskuldsdóttir
Kamila K. Celej-Ziólkowska
Margrét I. Guðmundsdóttir
Steingrímur Jón Ólafsson
Trausti Geir Torfason
Til hamingju með daginn
30 ára Sonja ólst upp í
Hafnarfirði, býr í Reykja-
nesbæ og starfar á Hrafn-
istu á Nesvöllum í Reykja-
nesbæ.
Maki: Sveinn Ómar Krist-
insson, f. 1982, kerfis-
stjóri hjá Valitor.
Dóttir: Ragnhildur Lauf-
ey, f. 2005.
Foreldrar: Svala Mark-
úsdóttir, f. 1955, læknarit-
ari, og Leifur Jónsson, f.
1954, d. 2012, var sölu-
stjóri hjá Svartækni.
Sonja
Leifsdóttir
30 ára Signý ólst upp í
Liverpool og í Reykjavík,
er nú búsett í Reykjavík,
lauk læknisprófi frá HÍ og
er læknir við slysadeild
Landspítalans.
Maki: Kristján Ari Úlf-
arsson, f. 1987, bygg-
ingaverkfræðingur hjá
Verkís.
Foreldrar: Auður Möller,
f. 1959, bóndi á Strand-
arhöfða, og Guðmundur
Már Stefánsson, f. 1959,
læknir í Reykjavík.
Signý Ásta
Guðmundsdóttir
30 ára Ólafur býr á Akra-
nesi, lauk lögfræðiprófi
frá HÍ og er lögfræðingur
hjá Norðuráli.
Maki: Tarín Hera Árna-
dóttir, f. 1990, starfs-
maður við sambýli.
Börn: Samúel Örn og
Auður Líf, f. 2009.
Foreldrar: Þórir Guðna-
son, f. 1956, starfsm. hjá
Klafa á Grundartanga, og
Barbara Guðrún Davis, f.
1964, starfar við Grund-
arskóla.
Ólafur Þór
Þórisson
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP)
eru margverðlaunuð fyrir hönnun,
myndgæði, notagildi, umhverfisvernd
og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga,
rekstrarleigusamninga og alhliða
prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur
sem eiga það sameiginlegt að gera
kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
• BLI A3 MFP Line of the Year 2013
• BLI A3 MFP Line of the Year 2012
• BLI A3 MFP Line of the Year 2011
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki