Morgunblaðið - 24.06.2015, Qupperneq 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015
VANDAÐIR ÞÝSKIR
PÓSTKASSAR,
HENGILÁSAR OG
HJÓLALÁSAR.
MIKIÐ ÚRVAL
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is
Opið virka
daga frá 9-18
og lau frá
10-16
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú er rétti tíminn til að eiga sam-
skipti við fólk. Farðu gætilega, hugur þinn
starfar hraðar en talfærin ráða við þessa dag-
ana.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er hætt við að þú ætlist til of mikils
í dag. Oft og tíðum er líf þitt skemmtilegt og
spennandi. Hættu að stressa þig yfir smá-
munum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Búðu þig undir annríki í dag. Farðu
vel yfir allar peningafærslur og gættu þess að
týna hvorki veskinu né sjálfum/sjálfri þér. Ef
þú þarft að undirrita pappíra skaltu fá að yfir-
fara þá áður.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Rómantískar hugsanir sækja á þig í
dag. Leitaðu til þeirra sem þú treystir. Lygar
hafa kannski áhrif tímabundið, en sannleik-
urinn ofurmátt þegar til lengri tíma er litið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Farðu þér hægt í skuldbindingum í bili.
Reyndar ættir þú að fresta öllu sem ekki þarf
nauðsynlega að afgreiða á stundinni. Kíktu út
í göngutúr, það er svo frískandi og endurnær-
andi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú kemst ekkert áleiðis ein/n og
óstudd/ur. Það er allt í lagi að biðja stundum
um hjálp. Þú hefur fjörugt ímyndunarafl og
persónutöfrar þínir munu koma þér langt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Sköpunargleðin er við völd í dag. Þig
langar ætíð til að upplifa eitthvað nýtt og
lenda í ævintýrum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að sýna sveigjanleika til
þess að allt fari ekki í bál og brand á vinnu-
stað þínum. Njóttu dagsins því hann er þinn.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nýir kunningjar koma með fersk-
an blæ inn í líf þitt. Vertu óhrædd/ur. Stattu
fast á þínu og treystu eigin dómgreind.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Endilega notfærðu þér þau tæki-
færi sem bjóðast í dag. Gefðu þér samt tíma
til þess að hvílast inn á milli. Samræður eru
alvarlegar og praktískar og líklegar til árang-
urs.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér á eftir að ganga vel í dag ef þú
skipuleggur þig nógu vel. Um leið og þú hætt-
ir að reyna að sanna mál þitt mun fólk átta
sig á að þú hafðir rétt fyrir þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Tímamörk þrýsta á þig og þú þarft að
leggja nokkuð á þig til þess að standast þau
en þú getur það alveg. Einblíndu á minnihátt-
ar viðgerðir.
Mér varð á í messunni og bið af-sökunar á því. Gunnar Kr.
Sigurjónsson skrifaði mér stutt
bréf en gott og sagði mér að nafn
sitt hefði misritast í Vísnahorni –
Kr. stæði ekki fyrir Kári:
Ei var nafn mitt alveg rétt,
inni í dagsins Morgunblaði.
Það er: Gunnar Kristinn „ganske nett“,
en gerðist svosem enginn skaði.
Páll Imsland heilsar Leirliði á há-
sumardegi:
Úr því ég er að þessu rímlausna-
vandamálatali er best að halda bara
áfram.
Ein leið í lausn rímþrauta er að
sækja í vestfirskan hákall – afsakið
þetta átti víst að vera vestfirskan
framburð.
Þó mér sé hann ekki tamur geri
ég tilraun:
Hún Lólíta Léttló í Ankara
ók læri sem var miklu slankara
fram fyrir hitt
ferlíkið sitt
í tilraun að tæla einn bankara.
Að þessum hugleiðingum fellur
þessi limra Kristjáns Karlssonar
vel:
Ef eyra þitt er þér byrði,
slít það af og fleyg vestur á firði.
Þar eð mannseyrum fækkar,
jafnt og músík vor hækkar,
mun það úrelt, þótt aftur kyrrði.
Bjarki Karlsson yrkir á Boðn-
armiði.
Til athugunar og eftirbreytni í
mollunni:
Svo mælti hann Max gamli Weber:
„Ég meina það, hvílíkur feber!
Samt klæðist ég jakka
úr kasmír og frakka
en geng hvorki nakinn um né ber.“
Ingólfur Ómar Ármannsson yrk-
ir og fellur vel að Skagfirðingalagi:
Hýrgar glóð að heyra óð
hljómar bagan slynga,
Dávæn fljóð og glæta góð
gleður Skagfirðinga.
Við þessa stemmu hefur séra
Bjarni gamlan húsgang:
Ljót mig naga leiðindin,
ljóða bagar gjörðin,
hryggur stagar hugurinn
heim í Skagafjörðinn.
Hér er önnur vísa, svipuð þessari:
Lifnar hagur, hýrnar brá
hindrast bragar gjörðin;
ó, hve fagurt er að sjá
ofan í Skagafjörðinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Frá Weber, vestfirsku
og Skagfirðingum
Í klípu
STJÁNI NENNTI EKKI AÐ STANDA UPP
EN SAMT HATAÐI HANN ÞEGAR EINHVER
TALAÐI NIÐUR TIL HANS.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
,,SEGJUM SEM SVO AÐ VIÐ ÁKVEÐUM AÐ
HORFA EKKI EITT KVÖLDIÐ. MANSTU ÞÁ
HVERNIG MAÐUR SLEKKUR Á ÞVÍ?”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... betri seint, en aldrei.
HRESSTU
ÞIG VIÐ,
GRETTIR.
ÞETTA ER
BETRA!
HVAÐ NÚ?
ÞETTA ER
MOTTÓIÐ
HANS HRÓLFS,
,,ÞETTA ER
MITT”
OG SKATTAYFIRVÖLD VILJA FÁ
AÐ VITA HVAR HANN FELUR ÞAÐ!
BLA BLA BLA.
ÞETTA ER MITT
Kunningi Víkverja hélt því framvið hann á dögunum að kyn-
slóðabil væri að myndast í tungu-
málinu. Eldri kynslóðir töluðu mál
sem þær yngri skildu ekki og öfugt.
Nefndi hann sérstaklega til sög-
unnar gömul orðatiltæki sem eitt
sinn hefðu verið gagnsæ, en væru
það ekki lengur eins og að vera kom-
inn á fremsta hlunn með að gera
eitthvað eða sitja við sinn keip. Ein-
hvern tímann kallaði Flosi Ólafsson
á nútímavæðingu orðatiltækja og
sagði að auðskiljanlegra væri að tala
um að berjast í bönkum en að berj-
ast í bökkum.
x x x
Þetta samtal rifjaðist upp fyrirVíkverja þegar ungur viðmæl-
andi varð eitt spurningarmerki í
framan við að heyra orðið glænepju-
legur. Þetta var sami svipurinn og
mætti Víkverja einhverju sinni þeg-
ar hann sagðist vera rotinpúrulegur.
x x x
Reyndar þykist Víkverji yfirleittskilja þá sem hann á samræður
við. Reyndar skjóta upp kollinum
orð og orð sem honum eru ekki á
tungu töm. Það tók hann til dæmis
tíma að átta sig á orðinu sjomli, sem
mun þýða gamli. Nú er orðið hins
vegar það mikið notað að í gam-
anþættinum Drekasvæðinu var elli-
heimili úr framtíðinni látið heita
Sjomli.
x x x
Þegar Víkverji var unglingur varþví oft haldið fram að unga kyn-
slóðin væri orðin svo linmælt að
brátt yrði ekkert eftir nema óskilj-
anlegt uml. Þetta tal var Víkverja
óskiljanlegt, þótt hann velti því
stundum fyrir sér þessa dagana
hvort mælt mál sé að hverfa inn í
móðu linmælginnar.
x x x
Ný vídd á þessu máli opnaðist þeg-ar Víkverji rakst á frétt um að
Danir þyrftu að meðaltali nokkrum
árum fyrr á heyrnartækjum að
halda en aðrar þjóðir. Þetta var rak-
ið til þess að linmælgi væri slík í
Danmörku að við minnstu heyrnar-
skerðingu skildu menn ekki bofs
hjálparlaust. víkverji@mbl.is
Víkverji
Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt
heilagar ritningar. Þær geta veitt þér
speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist
Jesú. (2. Tím. 3:15.)