Morgunblaðið - 24.06.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.06.2015, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015 3.855KR SALTFISKUR með möndlu og graslauks- smjöri, fíkjumogkartöflum g e y s i r b i s t r o . i s Aðalstræti 2 517 4300 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Ég ákvað að grafa upp þetta gamla nafn sem hefur fylgt mér í tvo ára- tugi, þetta er í raun hattur yfir tón- listarsköpun mína án þess að vera beint sólóverkefni,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari í Maus og nú Bigital, en á föstudaginn síðastliðinn gaf hann út smáskífuna „Bandalag dauðra dúfna“ af væntanlegri breið- skífu sinni, 10 short stories. Afar fjölbreyttar tónsmíðar „Það kom alveg átta ára tímabil þar sem ég var ekki viss um hvort ég ætlaði að halda áfram í tónlist eða ekki. Ég fór þó að leyfa mér að búa til þá tónlist sem ég vildi gera, sem var mjög fjölbreytt, og þegar ég fór að skoða þetta nánar fékk ég trúna aftur. Mér þótti ósanngjarnt gagnvart lögunum að gefa þeim ekki séns á að rata til einhverra sem gætu mögulega haft gaman að þeim. Platan varð því svoleiðis. Hún skipt- ir svolítið um stíl á milli laga. Fyrsta smáskífan af plötunni var til að mynda eins konar blanda af hipp- hoppi og indírokki, nýjasta smáskíf- an er síðan ákveðin blanda ind- ípopps og tangós. Það kemur mjög skýr tangókafli í laginu sem á margt skylt með argentínsku bylgjunni sem fylgdi Ástor Piazzolla í kring- um 1960. Ég var hins vegar ekkert að hugsa hvað lögin væru eða fyrir hvern þau væru gerð, ég vildi bara koma þessu frá mér. Platan endaði svo eiginlega út um allar trissur,“ segir Birgir Örn og bætir við að lög- in á plötunni hafi verið tekin að stórum hluta upp í lifandi flutningi þó svo takturinn á nýjustu smáskíf- unni sé tölvukenndur. Lag og texti smáskífunnar eru eftir Birgi Örn en lagið var hljóð- ritað í London, Reykjavík og Kaup- mannahöfn af Birgi og Sigga Sig- tryggssyni. Samkvæmt tilkynningu er vel valinn hópur tónlistarmanna á bak við lagið; Henry Bowers- Broadbent (Kula Shaker, Jack Sa- voretti) á slagverk, Jak Berry á flautu, Ricardo Gosalbo á harm- onikku, Siggi Sigtryggs (Skytt- urnar, Arashi, Tiger Town & Páll Óskar) ásamt Birgi Erni sjálfum. Þá er lagið sungið af Kolbrúnu Magneu Kristjánsdóttur sem er þessa dag- ana stödd við rannsóknarstörf í Pal- estínu. Myndar band í Danmörku Birgir Örn kveðst vinna að því þessa dagana að mynda teymi í kringum sig til að flytja plötuna í lif- andi flutningi en hann segir það hægara sagt en gert. „Það verður helvíti erfitt að flytja plötuna á tónleikum þar sem það þarf að huga að mörgu. Það þarf svolítið marga hljóðfæraleikara ef ég ætla að flytja lögin eins og þau eru á plötunni. Ég er því um þessar mundir að velta því fyrir mér hvern- ig ég kemst upp með að flytja þessi lög með sem fæstum hljóðfæraleik- urum. Það þurfa þó að vera mjög færir einstaklingar því að margir sem koma að gerð plötunnar eru langskólagengnir í tónlistarflutn- ingi,“ segir hann en Birgir Örn er búsettur í Kaupmannahöfn um þessar mundir þar sem hann er í sálfræðinámi. „Ég hugsa að ég reyni að hlaða í kringum mig bandi hérna úti. Ég veit að það verður einhver kynning- arstarfsemi í kringum plötuna í Skandinavíu og Þýskalandi, það verður auðveldara fyrir mig að fara þangað héðan en frá Íslandi,“ segir hann. Vinnur að nýjum handritum Smáskífuna má finna á öllum fáanlegum netveitum og að sögn Birgis Arnar verður breiðskífan einnig fáanleg í rafrænni útgáfu um allan heim þegar hún kemur út. Þá segir hann ennfremur að vínylplata og geisladiskur muni líta dagsins ljós í september. Í kjölfar þeirrar útgáfu verði farið í tónleikaferð. „Það er ekki alveg búið að negla niður útgáfudaginn en platan er al- veg tilbúin, ég er bara að bíða eftir að plötuumslagið verði tilbúið. Ég ætla síðan að fylgja netútgáfunni eftir með áþreifanlegri útgáfu. Mér finnst það einhvern veginn eðlileg- ast. Þegar ég kaupi plötur hlusta ég á þær á netinu og kynni mér tónlist- ina. Ef ég fíla hana fer ég út í búð og kaupi hana,“ segir hann. Birgir Örn er ekki einungis að fást við tónlistarsköpun þessa dagana en auk þess að vera í sálfræðinámi leggur hann stund á skrif, þá helst handritsskrif fyrir kvikmyndir. Hann skrifaði einmitt handritið að kvikmyndinni Vonarstræti, sem Baldvin Z leikstýrði, og kveðst nú vinna að tveimur nýjum kvikmynda- handritum. „Ég og Baldvin Z erum þegar byrjaðir að fá greiðslur úr kvik- myndasjóði fyrir næstu mynd. Það er komið frekar vel af stað. Hand- ritið verður líklegast tilbúið í lok sumars og fer í tökur á næsta ári. Svo skrifaði ég einnig handrit fyrir Reyni Lyngdal. Ég veit ekki alveg hvar það er statt, við erum eiginlega bara að bíða og sjá hvað gerist með það,“ segir Birgir en þess má geta að kvikmyndin Vonarstræti hlaut Edduna fyrir besta handritið. Fann trúna undir hatti Bigital  Bigital gefur út smáskífuna „Bandalag dauðra dúfna“ af væntanlegri breiðskífu, 10 short stories Fjölbreytt Í tilkynningu segir að smáskífa Bigital sé í anda Talking Heads og tangósnillingsins Ástors Piazzolla. Söngkona „Bandalag dauðra dúfna“ er sungið af Kolbrúnu Magneu. Sjöunda Barokkhátíðin á Hólum hefst á morgun og stendur til sunnu- dags. Dans- og hljómsveitaræfingar hefjast eftir hádegi á morgun ásamt söngnámskeiði en upphafsatriði há- tíðarinnar verður kl. 17 þegar hinn norsk-íslenski Björgvin gítar- kvartett heldur tónleika í Hóladóm- kirkju. Á efnisskránni eru verk eftir Telemann, Bach, Soler, Haussmann og Vivaldi. Annað kvöld kl. 20 flytja Eyþór Ingi Jónsson og Pétur Hall- dórsson erindi um líf og verk dansk- þýska barokktónskáldsins Dieter- ichs Buxtehude í Auðunarstofu. Á eftir verður kvöldganga í Gvendar- skál ef veður leyfir. Föstudaginn 26. júní kl. 12.15 leik- ur Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari ásamt Judy Þorbergsson Tobin orgelleikara á hádegistónleikum í Hóladómkirkju. Þær flytja verk eftir Duport, Magito og Vivaldi. Þórarinn Arnar Ólafsson læknir fjallar um heilsufar og lækningar á miðöldum í í Auðunarstofu kl. 17 sama dag. Um kvöldið koma þátttakendur saman á veitingastaðnum Undir Byrðunni. Duo Borealis kemur fram á há- degistónleikum á laugardag kl. 12.15 og leikur dúetta fyrir tvær víólur eft- ir Michel Corrette, Pietro Nardini og Jean-Marie LeClair. Fiðlusmið- urinn Annegret Mayer-Lindenberg fjallar kl. 17 sama dag um hljóðfærið viola d‘amore. Um kvöldið er hátíð- arkvöldverður í sal Hólaskóla þar sem stiginn verður barokkdans. Barokkhátíðinni á Hólum lýkur með hátíðarmessu í Hóladómkirkju á sunnudag kl. 11 og hátíðartón- leikum Barokksveitar Hólastiftis kl. 14 þar sem Halla Steinunn Stefáns- dóttir leiðir hljómsveitina sem flytur valdar barokkperlur sem æfðar hafa verið meðan á hátíðinni stóð. Að- gangur að öllum viðburðum hátíð- arinnar er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum til stuðnings há- tíðinni. Barokkhátíðin á Hólum Leiðari Halla Steinunn Stefánsdóttir leiðir Barokksveit Hólastiftis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.