Morgunblaðið - 24.06.2015, Page 31

Morgunblaðið - 24.06.2015, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015 Það var með mikilli til-hlökkun sem leið rýnis lá íElliðaárdalinn ásamt fjöl-skyldu sinni nýverið til að berja nýjustu afurð leikhópsins Lottu augum. Útisýningar Lottu hafa síðustu ár einkennst af frum- legri nálgun á þekkt ævintýrin og frábærri sjónrænni útfærslu í bland við mikla leikgleði. Skemmst er að minnast skínandi uppfærslu hópsins á Hróa hetti síðasta sumar sem var að mati undirritaðrar í hópi bestu barnasýninga nýliðins leikárs og í raun óskiljanlegt að sýningin hafi ekki hlotið tilnefningu til Grímunnar í sínum flokki. Líkt og fyrri daginn semur Anna Bergljót Thorarensen handritið, en að þessu sinni tengir hún saman annars vegar ensku þjóðsöguna af Jóa og baunagrasinu og hins vegar rússnesku þjóðsöguna um litlu gulu hænuna, sem sýningin dregur nafn sitt af. Það er afskaplega vel til fund- ið hjá Önnu Bergljótu að láta litlu gulu hænuna koma í stað gæs- arinnar sem verpir gulleggjum fyrir risann og eins var gaman að sjá gull- hörpu risans nýtta sem búsáhald þegar hún var notuð til að sneiða gulleggin í gullpeninga. Sambræðsla þjóðsagnanna tveggja var þó ekki eins þétt og oft áður sem helgast eðlilega af því að litla gula hænan býr stærstan hluta sýningarinnar ásamt kettlingi, gríslingi og lambi hjá risanum fyrir ofan skýin meðan Jói býr hjá mömmu sinni á jörðu. Það var því komið nokkuð langt inn í sýninguna þegar sögurnar tvær fóru fyrir alvöru loks að tvinnast saman. Sigsteinn Sigurbergsson var afar skemmtilegur í hlutverki litlu gulu hænunnar, en Sigsteinn hefur ein- staklega gott vald á kómískum tíma- setningum. Honum tókst með sann- færandi hætti að draga upp mynd af hænu sem var alltaf furðujákvæð þrátt fyrir að ekkert hinna dýranna hjá risanum vildi hjálpa henni að baka brauðið. Samleikur Sigsteins og Baldurs Ragnarssonar í hlutverki Jóa var mjög skemmtilegur og gam- an að sjá hversu miklu ástfóstri hænan tók við nýja vin sinn sem að lokum gerði hænunni kleift að standa í lappirnar á ögurstundu. Baldur var skemmtilega aulalegur í hlutverki Jóa, sem undirstrikað var bæði með leikgervi hans og fyndnum endurtekningum þegar Jói talaði af sér eða gerði önnur mistök. Í þjóð- sögunni er Jói ekkert sérlega geð- felld persóna þar sem hann bæði stelur og myrðir til að komast yfir auð risans, en í túlkun Baldurs var ljóst að Jói vildi í raun engum illt og væri í gjörðum sínum fyrst og fremst drifinn áfram af fátækt, hungri og neyð. Aðrir leikarar sýningarinnar stóðu sig með prýði og náðu að draga upp skýra mynd af persónum sínum. Andrea Ösp Karlsdóttir var hæfilega letileg sem Kleina kett- lingur og passlega grimm í hlutverki Grimmu grimmu, sem lætur tvær og tvær setningar sínar enda á sama orðinu áhorfendum til mikillar kát- ínu. Anna Bergljót var óborganleg í hlutverki Gilla gríslings og fór fallega með hlutverk mömmu Jóa. Rósa Ásgeirsdóttir var galgopaleg sem Letta lamb og fékk einnig það hlutverk að stjórna eineygða Ris- anum sem var listilega vel útfærður af hendi Aldísar Davíðsdóttur. Björn Thorarensen sá um hljóðfæraleik sýningarinnar í gervi kýrinnar Bú- kollu sem mannfólkið þráaðist við að kalla Rjómalind, en skemmtilega var leikið með það að mannfólkið skildi ekki tal dýranna. Búningar og ekki síst grímur Kristínar R. Berman léku stórt hlut- verk í því að skapa réttan ævin- týraheim sýningarinnar. Líkt og áð- ur var sviðsmyndin einföld, en þjónaði tilgangi sínum vel. Leik- stjórn Vignis Rafns Valþórssonar er vel af hendi leyst, sviðsumferðin er prýðilega útfærð og margar sviðs- lausnir góðar, þó uppgjörið og björg- unin undir lok verksins hefði mátt vera örlítið skýrari. Sem fyrr er tónlistin fyrirferðar- mikil í sýningunni, en í ár kemur hún úr smiðju Baldurs, Björns, Rósu og Arnar Eldjárn. Að öðrum lögum ólöstuðum er „Risalagið“ með skemmtilegri lögum sýningarinnar, en lagið er samið í anda hljómsveit- arinnar Ham og flutt með tilheyr- andi söngstíl sem féll í ótrúlega góð- an jarðveg hjá ungum áhorfendum. Gaman var einnig að heyra eftir sýn- ingu yngstu áhorfendurna raula fyr- ir munni sér Hallelúja-kórinn eftir Händel sem Kleina kettlingur notaði til að biðja um kanilsnúða. „Brauð- söngurinn“ bauð upp á yndislega vísun í „Piparkökusönginn“ fræga úr Dýrunum í Hálsaskógi, sem per- sónur verksins voru sér skemmti- lega meðvitaðar um að þær mættu ekki syngja, enda tilheyrði hann öðru leikriti. En hvaða lærdóm má svo draga af þessum tveimur óskyldu þjóðsögum sem Lotta vinnur með þetta sum- arið? Áður en yfir lauk hafði per- sónum sýningarinnar lærst að vinir í raun standa saman og hjálpast að jafnt með stórt sem smátt. Og það er býsna gott veganesti fyrir unga jafnt sem aldna að taka með sér úr Ævin- týraskóginum þetta árið. Samvinnan reynist best Morgunblaðið/Eggert Vinir „Áður en yfir lauk hafði persónum sýningarinnar lærst að vinir í raun standa saman og hjálpast að jafnt með stórt sem smátt. Og það er býsna gott veganesti fyrir unga jafnt sem aldna að taka með sér úr Ævintýraskóginum.“ Elliðaárdalur og víðar Litla gula hænan bbbbn Eftir Önnu Bergljótu Thorarensen. Söngtextar: Baldur Ragnarsson. Tónlist: Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen, Rósa Ásgeirsdóttir og Örn Eldjárn. Leik- stjórn: Vignir Rafn Valþórsson. Bún- inga- og grímuhönnun: Kristína R. Berman. Gríma risans: Aldís Davíðs- dóttir. Leikarar: Sigsteinn Sigurbergs- son, Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna Berg- ljót Thorarensen, Rósa Ásgeirsdóttir, Baldur Ragnarsson og Björn Thor- arensen. Leikhópurinn Lotta sýnir í Elliðaárdalnum og víðar um land sum- arið 2015. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það eru spennandi tímar fram- undan,“ segir Steinunn Birna Ragn- arsdóttir óperustjóri um fyrstu upp- færslu Íslensku óperunnar eftir að hún tók við stjórnartaumum sl. vor, en Óperan frumsýnir gamanóperuna Rakarinn í Sevilla eftir Gioacchino Rossini í Eldborg Hörpu 17. októ- ber nk. „Það var kom- inn tími á kómíska óperu eftir nokkr- ar mjög dramatískar óperur,“ segir Steinunn Birna og vísar þar m.a. til Don Carlo sem var sviðsettur í fyrsta sinn á Íslandi í október 2014 og Ragnheiðar sem var frumsýnd hjá Óperunni í mars 2014. „Báðar sýningar, þó ólíkar væru, voru há- dramatískar. Það er því tilhlökk- unarefni að fá Rakarann á svið,“ seg- ir Steinunn Birna, en tæp 13 ár eru síðan Rakarinn var síðast settur á svið hérlendis, þá í Gamla bíói. Með titilhlutverkið, hlutverk rak- arans Fígaró, fer barítónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem vakti mikla athygli í Don Carlo, var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlist- arverðlaununum í vor og var enn- fremur á dögunum tilnefndur til Grímunnar sem söngvari ársins. Í öðrum hlutverkum eru Gissur Páll Gissurarson sem Almaviva greifi, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Guð- rún Jóhanna Ólafsdóttir í hlutverki Rosinu, Bjarni Thor Kristinsson og Jóhann Smári Sævarsson í hlutverki Doktors Bartolo, Kristinn Sigmunds- son og Viðar Gunnarsson í hlutverki Don Basilio, Ágúst Ólafsson í hlut- verki Fiorello og Valgerður Guðna- dóttir í hlutverki Bertu. „Við höfðum prufusöng þannig að söngvarar gætu spreytt sig fyrir þessi hlutverk og það var mjög góð þátttaka,“ segir Steinunn Birna og tekur fram að sér finnist það besta formið þegar komi að vali söngvara. „Mig langar að auka vægi fyrirsöngs bæði reglulega svo fólk geti látið vita af sér og einnig í tengslum við vænt- anlegar uppfærslur.“ Steinunn Birna segir mjög ánægjulegt að geta í sömu sýningu stillt saman reynsluboltum á borð við Kristin og Bjarna Thor við hlið yngri söngvara á borð við Odd, Guðrúnu og Sigríði sem séu jafnvel að takast á við sín stærstu óperuhlutverk á sviði í uppfærslu haustsins. „Það er auðvit- að merkilegt út af fyrir sig að hægt sé að setja upp hverja óperuna á fætur annarri með nánast alíslenskri hlut- verkaskipan og slá hvergi af metnaði né gæðum nema síður sé.“ Leikstjóri uppfærslunnar er Ágústa Skúladótt- ir, búninga hannar María Ólafsdóttir og leikmyndahönnuður er Steffen Aarfing. Hljómsveitarstjóri verður Guðmundur Óli Gunnarsson. Uppfærslan í heild skiptir máli „Ágústa leikstýrði Töfraflautunni sem var fyrsta uppfærsla Óperunnar í Hörpu og gerði það mjög vel. Hún er mjög hæfur og flinkur leikstjóri þegar kemur að óperuuppfærslum og þá ekki síst kómíkinni. Ég hlakka mikið til samstarfsins við hana.“ Samkvæmt vef Operabase, sem tekur saman upplýsingar frá 700 óp- eruhúsum víðs vegar að úr heim- inum, var Rakarinn frá Sevilla 7. mest leikna óperan á sýningarárinu 2012-2013 og Rossini 5. mest sungna tónskáldið. Spurð hvort fjárhags- staða Íslensku óperunnar kalli á uppsetningu kassastykkis sem sé líklegt til vinsælda svarar Steinunn Birna: „Mér finnst ekki rétt að nota orðið kassastykki, því það vita það allir sem koma að sviðslistum að það getur brugðið til beggja vona þó sett sé upp þekkt og vinsælt verk. Það er uppfærslan sjálf í heild sem skiptir máli en ekki bara valið á verkinu,“ segir Steinunn Birna og tekur fram að hún bindi auðvitað miklar vonir við að fólki finnist eftirsóknarvert að sjá nýja og listrænt spennandi upp- færslu á Rakaranum. „Það er líka erfitt að skilgreina hvað er kassa- stykki, því góð aðsókn er oft til merkis um að vel sé gert. Rúmlega 15.000 manns sáu t.d. óperuna Ragn- heiði, en hún verður seint flokkuð sem kassastykki,“ segir Steinunn Birna og bendir á að aðsókn sé því oft mikill óvissuþáttur í báðar áttir. „Ég dreg ekki dul á það að stakk- urinn hjá Íslensku óperunni er og hefur um árabil verið það þröngt skorinn að við getum ekki skipulagt eins langt fram í tímann og æskilegt væri. Það verður mitt stóra verkefni sem óperustjóri að treysta fjárhags- legar stoðir Óperunnar og skipu- leggja starfið lengra fram í tímann í framhaldinu,“ segir Steinunn Birna og tekur fram að þar horfi hún bæði til framlags ríkisins sem og einka- aðila. „Þannig að Óperan geti staðið við þá skuldbindingu sína að setja upp tvær óperuuppfærslur á ári hér í Hörpu eins og samningurinn við húsið gerir ráð fyrir. Víða erlendis er fjármögnun listastofnana með ýmsu móti og oft leitað til einkaaðila sem samstarfsaðila til viðbótar við op- inber framlög. Ef tryggja á framtíð Óperunnar verður að styrkja fjár- hagslegar stoðir hennar til framtíðar og þá verður líka auðveldara að fara víðar í verkefnavali, auka starfsem- ina og taka meiri áhættu.“ „Kominn tími á kómíska óperu“ Fígaró og greifinn Oddur Arnþór Jónsson og Gissur Páll Gissurarson. Rosina Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir. Steinunn Birna Ragnarsdóttir  Íslenska óperan frumsýnir Rakarann frá Sevilla í október

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.