Morgunblaðið - 24.06.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 24.06.2015, Qupperneq 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 2015 Sýning á myndum bandaríska ljós- myndarans Jeaneen Lund af ferða- lagi Sirkuss Íslands um fimm bæj- arfélög hér á landi í fyrrasumar verður opnuð í kvöld kl. 21 í menn- ingarhúsinu Mengi við Óðinsgötu. Við opnunina flytur sirkusinn skemmtiatriði og mun sýningin standa til 15. júlí. Lund var á ferðalagi með sirk- usnum í fimm vikur í fyrra og lagði upp með að fanga þessa einstöku blöndu menningar, framkomu, landslags og spennandi augnakon- fekts í gegnum ljósmyndir og myndbönd, eins og segir í tilkynn- ingu. Lund tók myndir af skemmti- kröftunum við störf sín, að setja upp sirkustjaldið, slaka á baksviðs, koma fram á sviði og lífinu á ferða- lagi og fór hún einnig með hópnum á vel valdar náttúruslóðir til að taka myndir. Sirkuslíf Ein af ljósmyndum Jeaneen Lund af liðsmönnum Sirkuss Íslands. Sirkus Íslands í myndum í Mengi Sumarhefti Þjóðmála 2015, 2. hefti 11. ár- gangs, er komið út. Kennir ým- issa grasa í heft- inu sem endra- nær. Meðal efnis er greinin „Stöndum vörð um stjórn- arskrána!“, þar sem Jakob F. Ásgeirsson andmæl- ir fyrirhuguðum stjórnarskrár- breytingum, Björn Bjarnason skrifar um sigursæla miðju- hægrihreyfingu og Sjálfstæð- isflokkinn, Sverrir Haukur Gunn- laugsson fjallar um innleiðingu EES-reglna hér á landi, Guð- mundur Magnússon skrifar um söguleg frímerki og Þórdís Bach- mann segir frá George Orwell og bók hans 1984. Alvaro Vargas Llosa fjallar um byltingarforingj- ann Che Guevara sem varð að markaðsvöru kapítalista, birtar eru myndir og frásagnir úr bók Vibeke Nørgaard Nielsen um danska listmálarann Johannes Larsen og teikningar hans af söguslóðum Íslendingasagna, Jó- hann J. Ólafsson segir frá fyrsta Cadillacnum á Íslandi og eiganda hans, Jón R. Ríkharðsson skrifar um „innrás vinstri stefnanna“ og birtur er kafli úr bók Jóns Þ. Þór um Boga Th. Melsted sagnfræð- ing. Þá eru umsagnir og umfjöllun um bækur. Fjölbreytilegt sumarhefti Þjóðmála Vibeke Nørgaard Nielsen Ljósmyndasýningin Steypa hefur verið opnuð í gömlu síldarverk- smiðjunni í Djúpavík en í ár eru 80 ár síðan hún var byggð. Er þetta þriðja sumarið sem sýning undir þessu heiti er opnuð á staðnum og eru sýnendur níu. Markmiðið er að sýna Ísland á persónulegan hátt. Einn sýnenda er íslenskur, Guð- mundur Óli Pálmason, en aðrir sem sýna eru Billy Monday frá Banda- ríkjunum, Belginn Thomas Ver- faille, Emilie Dalum frá Danmörku, Claus Sterneck frá Þýskalandi, Jutta Wittmann frá Austurríki og Svisslendingarnir Marianne Wol- leb, Susanne Marré og René Bald- inger. Níu sýnendur í Steypu í Djúpavík Steypa Hluti verks eftir Guðmund Óla Pálmason, einn sýnenda í Djúpavík. She’s Funny That Way 12 Gleðikonuna Isabellu (Imo- gen Poots) dreymir um að gerast leikkona á Broadway. Hún kynnist sviðsleikstjór- anum Arnold (Owen Wilson) og fara þá hlutirnir að ger- ast. Metacritic 54/100 IMDB 6,3/10 Laugarásbíó 20.00, 22.00 Smárabíó 20.00, 22.30 Borgarbíó Akureyri 20.00 Jurassic World 12 Á eyjunni Isla Nublar hefur nú verið opnaður nýr garður, Jurassic World. Viðskiptin ganga vel þangað til að ný- ræktuð risaeðlutegund ógn- ar lífi fleiri hundruð manna. Metacritic 59/100 IMDB 7,6/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00, 22.35 Sambíóin Álfabakka 17.20, 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.35 Sambíóin Keflavík 22.10 Smárabíó 17.15, 17.15, 20.00, 20.00, 22.10, 22.40 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00 Tomorrowland 12 Metacritic 60/100 IMDB 6,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00 Sambíóin Akureyri 17.30 Spy 12 Susan Cooper í greiningar- deild CIA er í rauninni hug- myndasmiður hættulegustu verkefna stofnunarinnar. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 84/100 IMDB 7,4/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Smárabíó 17.30, 20.00, 22.15 Borgarbíó Akureyri 22.20 Mad Max: Fury Road 16 Eftir að heimurinn hefur gengið í gegnum mikla eyði- leggingu er hið mannlega ekki lengur mannlegt. Í þessu umhverfi býr Max, fá- máll og fáskiptinn bardaga- maður. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 88/100 IMDB 9,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 22.30 Sambíóin Kringlunni 22.10 Sambíóin Akureyri 22.30 San Andreas 12 Jarðskjálfti ríður yfir Kali- forníu og þarf þyrluflug- maðurinn Ray að bjarga dóttur sinni. Metacritic 43/100 IMDB 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00 Hrútar 12 Bræðurnir Gummi og Kiddi hafa ekki talast við áratug- um saman. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 8,2/10 Laugarásbíó 16.00, 18.00 Smárabíó 15.30 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 18.00 Bakk Tveir æskuvinir ákveða að bakka hringinn í kringum Ís- land til styrktar langveikum börnum. Bönnuð yngri en sjö ára. Morgunblaðið bbbbn Háskólabíó 20.00, 22.10 Bíó Paradís 20.00 Fúsi 10 Fúsi er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum og fátt kemur á óvart. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 64/100 IMDB 7,7/10 Háskólabíó 17.30 Bíó Paradís 18.00 Wild Tales Bíó Paradís 17.30 Birdman Bíó Paradís 17.45 The Arctic Fox- Still Surviving Bíó Paradís 20.00, 21.00 1001 Grams Bíó Paradís 20.00, 22.00 París norðursins Bíó Paradís 22.00 Human Capital Bíó Paradís 22.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna Kvikmyndastjarnan Vincent Chase er snúin aftur ásamt Eric, Turtle, Johnny og framleiðandanum Ari Gold. Metacritic 38/100 IMDB 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40, 20.00, 20.00, 22.30, 22.30, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 Entourage 12 Tómas er ungur maður sem ákveður að elta ástina sína vestur á firði. Hann leggur framtíðarplön sín á hill- una og ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 17.45, 20.00, 22.40 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.15 Borgarbíó Akureyri 18.00 Albatross 10 Eftir að ung stúlka flytur á nýtt heimili fara tilfinn- ingar hennar í óreiðu þegar þær keppast um að stjórna huga hennar. Metacritic 91/100 IMDB 9,0/10 Laugarásbíó 15.50, 18.00 Sambíóin Álfabakka 15.40, 15.40, 17.50, 17.50 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.50, 17.50, 20.00 Sambíóin Akureyri 17.45 Smárabíó 15.20, 15.30, 17.45 Inside Out VÍKKAÐU HRINGINN Við gefum þriðja bílinn á þessu ári í glæsilegum áskriftarleik fyrir trausta lesendur Morgunblaðsins. Allir áskrifendur eru með í leiknum. Fylgstu með þann 17. júlí þegar við drögum út fjórhjóla- drifinn Mercedes-Benz B-Class með 7 þrepa sjálfskiptingu að verðmæti 6.970.000 kr.* *Inni í verðinu er ríkulegur aukabúnaður. Grunnverð á Mercedes-Benz B-Class CDI 4MATIC er 5.790.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.