Fréttablaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 18
| 4 22. júlí 2015 | miðvikudagur
Fjörutíu ár eru liðin frá því að
Eyjólfur Pálsson opnaði versl-
un sína Epal. Eyjólfur er lærður
húsgagnaarkitekt frá Danmörku.
Þegar hann kom til landsins að
loknu námi fór hann að vinna á
teiknistofu. Honum fannst vanta
ýmislegt hér sem hann sá að
hann gæti fl utt inn. Hann venti
því kvæði sínu í kross og hóf
innfl utning. Hann byrjaði rekst-
urinn með einni ferðatösku, en
fyrsta verslunin var svo opnuð á
Hrísateigi í Reykjavík árið 1977.
Eyjólfur segist ekki hafa fund-
ið mikla eftirspurn eftir vör-
unum í fyrstu. Skilningurinn
á hönnun hafi ekkert verið orð-
inn mjög mikill á þessum tíma.
Hann hafi því þurft að hafa fyrir
því að kynna vörur sínar. Þegar
á leið fór þó að myndast eftir-
spurn.
Hvað varð til þess að áhuginn
á hönnun fór að aukast?
„Iðnskólinn í Reykjavík fer
að kenna fornám og þá eru
allir sem eru í því og allir sem
eru í tengslum við þá jákvæð-
ir. Svo byrjar Listaháskólinn að
útskrifa vöruhönnuði og arki-
tekta og þá stækkar hópurinn
enn þá meira og jákvæðnin verð-
ur enn þá meiri,“ segir Eyjólfur.
Eyjólfur segist alltaf fara á
útskriftarsýningar vöruhönn-
uða og vera upptekinn af því að
menn geri verk sem hægt er að
selja. „Það lifi r enginn vöruhönn-
uður ef hann getur ekki selt það
sem hann er að gera. Ég horfi
rosalega stíft á það þannig,“
segir Eyjólfur.
Ef þú horfi r yfi r þessi 40 ár,
geturðu lýst þeirri þróun sem
hefur verið í þessum geira?
„Er það ekki almennt bara í
fyrirtækjum á Íslandi að fl est
þeirra ganga alveg þokkalega
og skila einverjum hagnaði?
Þá er endalaust verið að tæma
þau af hagnaðinum, borga arð,
þannig að þau verða hálfmátt-
laus,“ segir Eyjólfur. Hann hafi
lagt áherslu á að gera þetta ekki.
Árið 2008, þegar kreppan skall
á, og í fyrri niðursveifl um hafi
fyrirtækið haldið velli. Eyjólfur
segir að Epal hafi einungis greitt
eigendum sínum þrisvar sinnum
arð á fjörutíu árum. „En fl est
árin er hagnaður. Hann er bara
inni í fyrirtækinu og þá verður
fyrirtækið með sterka innviði,
mjög gott eigið fé. Þannig að það
nær sjálft að vinna úr þessum
áföllum sem koma.“
Þá segir Eyjólfur að það hafi
verið gæfa sín að gera sér grein
fyrir því að hann er ekki sér-
fræðingur á öllum sviðum.
Hann hafi til dæmis haft sama
fjármálaráðgjafann, Jón Heið-
ar Guðmundsson, í 30 ár. „Ef ég
ætla að gera eitthvað sem kost-
ar peninga þá ræði ég það við
hann Jón og hann skoðar það.
Stundum segir hann nei og þá er
það yfi rleitt ekki gert. En stund-
um langar mig rosalega mikið
til að gera eitthvað og þá verð
ég að velta því aftur fyrir mér
og bera það undir hann.“ Þann-
ig sé því farið með fl eiri þætti
sem tengjast rekstrinum. „Ég
vil bara vanda það sem ég er að
gera. Sumir eru að baksa við það
að gera sínar auglýsingar sjálf-
ir. Við erum með góða fagmenn í
því. Við erum með góða fagmenn
í öllu sem við erum að gera og
þannig verðum við langbest.“
Rúmlega 20 manns starfa hjá
Epal í þremur verslunum. Höfuð-
stöðvarnar eru í Skeifunni og
svo er verslun í Hörpu. Svo var
verslun í Leifsstöð en Epal fékk
ekki að halda plássinu þar og því
var opnað í Kringlunni. Eyjólfur
telur að menn hafi ef til vill ekki
áttað sig á því að það þurfi að
vera verslun með íslenska hönn-
un í fl ugstöðinni. „Ég held reynd-
ar að allir séu búnir að uppgötva
það núna, þó að þeir hafi ekki
uppgötvað það áður. Þannig að
ég vona að menn séu að skoða
málið og reyna að fi nna eitthvað
út úr því. Ef það eru einhverj-
ir betri í því en Epal, þá er það
bara gott mál. En aðalmálið er
að það sé bara íslensk hönnun
þar,“ segir Eyjólfur.
Eyjólfur segir að það sé ekki
aðalatriðið fyrir sig að Epal
stækki. Aðalatriðið sé að vera
með góðan rekstur og ánægða
viðskiptavini. „Því annars verða
fyrirtæki ekki 40 ára,“ segir
Eyjólfur. Hann segir að það
gleðji sig að sjá börn og barna-
börn þeirra sem versluðu við
Epal á fyrstu árunum koma í
verslunina.
Eyjólfur segir að eftirspurn-
in eftir vörum úr Epal hafi verið
mikil í aðdraganda hrunsins.
Veltan féll svo um helming í
hruninu. Þá hafi komið sér vel
að vera með hátt eiginfjárhlut-
fall, að eiga húsnæðið sem versl-
unin var í og að hafa velviljaða
birgja. „Um hálfum mánuði eftir
að kreppan skall á var ég kom-
inn til Kaupmannahafnar. Birgj-
arnir eru fl estir danskir, eða að
stórum hluta. Við funduðum með
þeim og með fjármálaráðgjafan-
um og allir tóku okkur rosalega
vel,“ segir Eyjólfur. Epal hafi
hvergi komið að lokuðum dyrum.
Það skipti máli fyrir fyrirtækið
að eiga áratugalanga viðskipta-
sögu.
En er salan farin að aukast
aftur?
„Já, já, hún er bara dúndrandi
fín,“segir Eyjólfur og bætir því
við að salan verði betri núna í ár
en hún var fyrir hrun. „Ástand-
ið á Íslandi hefur lagast rosalega
og aukinn skilningur. Svo líka
þegar það kemur svona kreppa
þá ræðir maður við núverandi
birgja og biður þá um að aðstoða
sig við að gera betur. Svo fi nnur
maður nokkra nýja birgja sem
hafa komið inn á heimsmark-
aðinn, sem eru með dúndrandi
fínar vörur sem uppfylla þær
kröfur sem við gerum og eru
með fínt verð. Þannig getum við
náð þeirri markaðshlutdeild sem
við erum með í dag,“ segir Eyj-
ólfur.
Það vakti athygli þegar Lista-
safn Reykjavíkur var með
nokkrar eftirlíkingar af Sjöum,
stólum sem hannaðir eru af Arne
Jacobsen, í húsakynnum sínum.
Eyjólfur hefur umboð fyrir stól-
ana hér. Hann hafði samband
við Listasafnið og gerði athuga-
semd. Hann ræddi svo við fram-
leiðandann og Epal og framleið-
andinn ákváðu í sameiningu að
gefa Listasafninu 25 Sjöur.
En er fölsun stórt vandamál?
„Hún hefur verið það. Danir
hafa unnið rosalega vel í þessu.
Þar hafa framleiðendur samein-
ast gegn þessu,“ segir Eyjólf-
ur. Hann segir það mjög sterkt
þegar framleiðendur standi
saman gegn sölu á eftirlíking-
um. „Ég held ég hafi lagt mig
mikið fram um að passa það
að það væri ekki verið að selja
kópíur á Íslandi,“ segir Eyjólfur.
Hann segist fá fullt af ábending-
um um eftirlíkingar gegn loforði
um nafnleynd.
Eyjólfur segir að Epal ætli að
nýta allt árið í að fagna afmæl-
inu. „Þannig að það verða ýmsar
uppákomur á þessu ári,“ segir
Eyjólfur. Hann bendir á að Sig-
urjón Pálsson hafi gert afmæl-
isfugl sem margir hafi séð. Það
sem færri viti er að Sigurjón
gerði annan fugl sem kynntur
verður í september eða október.
Það er lundi. „En ég kalla þetta
lunda í öðru veldi. Þetta er fl ott-
ur lundi og það er full ástæða til
að upphefja lundann,“ segir Eyj-
ólfur. En hann segist jafnframt
setja fyrirvara við kínversku
tuskulundana sem seldir eru í
verslunum hér á landi.
Hefur þrisvar greitt arð á 40 árum
Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal, byrjaði verslunarrekstur í ferðatösku en hefur nú rekið fyrirtæki sitt í 40 ár. Hann segir mikilvægt að
byggja upp sterkt eigið fé. Hann segir það ekki vera aðalatriði að stækka fyrirtækið heldur að eiga ánægða viðskiptavini sem koma aftur.
Í EPAL Eyjólfur Pálsson segir að það hafi komið sér vel í hruninu að hafa hátt eiginfjárhlutfall. Þannig mátti takast á við þá erfiðleika sem blöstu við. En hann hafði líka byggt upp gott samband við birgja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ég held að ég
hafi lagt mig
mikið fram um að
það væri ekki verið að
selja kópíur á Íslandi.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
2
-A
3
5
C
1
7
5
2
-A
2
2
0
1
7
5
2
-A
0
E
4
1
7
5
2
-9
F
A
8
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
4
0
s
_
2
1
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K