Fréttablaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 32
22. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 20 „Við erum hrifin af hljómsveitinni og laginu og veittum því athygli að það var ekki til neitt myndband við það. Þannig að við ákváðum að taka okkur það bessaleyfi að gera myndband,“ segir Benedikt Þor- geirsson, sem í byrjun júní deildi myndbandi sem hann gerði ásamt ferðafélögum sínum við lagið Það sem þú gefur með hljómsveitinni AmabAdamA. Myndbandið var tekið upp hér og þar á tólf daga ferðalagi um Bandaríkin. „Við eigum það til að dilla okkur vinahópurinn og þetta var svona „heat of the moment“ dæmi,“ segir hann glaður í bragði. Með honum í för var norsk kærasta Benedikts, þýsk vinkona þeirra og bandarískur vinur. Í myndbandinu má sjá mynd- skeið víða frá, meðal annars frá Grand Central Station þar sem stúlka dansar við lagið og frá slökkvistöð í China Town. „Svo fórum við inn á bar og fengum barþjóninn til þess að tengja lagið og barinn til þess að dilla sér með okkur.“ AmabAdamA deildi svo mynd- bandinu á Facebook-síðu sinni og segir Benedikt það ekki hafa komið á óvart vegna smæðar Íslands en verið skemmti- legt þar sem talsverð vinna hafi farið í myndbandið. „Við vorum búin að vera að pæla í einhverju svipuðu myndbandi við þetta lag og jafnvel að taka það upp á sólarströnd. Þannig að þetta var akkúrat í þeim anda sem við vorum búin að vera að hugsa um,“ segir Steinunn Jónsdóttir, önnur söngkona AmabAdamA glöð í bragði og bætir við: „Okkur fannst þetta bara snilld, vorum bara smá öfundsjúk að vera ekki með, þau virtust skemmta sér svo rosalega vel.“ Það er því óhætt að segja að lagið Það sem þú gefur hafi orðið hálfgert þemalag ferðarinnar en það var þó annað lag sem kom einnig til greina. „Þjóðverjinn í hópnum vildi helst syngja Glaðasti hundur í heimi með Friðriki Dór en var kosinn út,“ segir Bene- dikt hlæjandi að lokum. - gló Fjórmenningar á ferðalagi dilluðu sér við AmabAdama Vinirnir fj órir gerðu myndband við lagið Það sem þú gefur á ferðalagi um Bandaríkin og fengu ýmsa til að dilla sér við taktfasta tóna. GÓÐAR STUNDIR Hér má sjá vinina fjóra en þau veittu því athygli að ekki var til myndband við lagið og gripu því gæsina. MYND/BENEDIKT STEINUNN JÓNSDÓTTIR Þrátt fyrir að Ben Affleck og Jennifer Garner séu í miðjum skilnaði þá reyna þau að halda góðu sambandi fyrir börnin. Samband þeirra entist í tíu ár og eiga þau saman þrjú börn. Jennifer er um þessar mundir að taka upp kvikmynd í Atlanta í Bandaríkjunum og hafa börnin verið hjá henni á meðan á því stendur. Ben Affleck hefur heim- sótt þau á settið en hann er sjálf- ur að undirbúa útgáfu nýjustu Batman-myndarinnar þar sem hann leikur leðurblökuhetjuna. Á dögunum náðust myndir af honum með Golden Retriever hvolp í fanginu. Talið er að þetta sé gjöf til barnanna til þess að kæta þau á þessum erfiðu tímum. Kæta börnin með hvolpi SKILNAÐUR Jennifer Garner og Ben Affleck eiga þrjú börn. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Heiða Rún Sigurðar- dóttir skrifaði á dögunum undir áframhaldandi samning um fram- leiðslu þáttanna Poldark sem fram- leiddir eru af BBC. „Það þýðir ekkert endilega að við gerum þetta allt, það veltur allt á vinsældum og hvernig þetta geng- ur allt saman,“ segir Heiða hóg- vær, en þættirnir hafa gengið vel og er samningurinn um hlutverk í þáttunum til næstu fjögurra til fimm ára. Rúmlega sjö milljónir manna horfðu á fyrsta þátt seríunnar sem frumsýndur var í byrjun mars á þessu ári og rúmlega sex milljónir fylgdust með lokaþættinum. Heiða segir tölurnar vera hálfóraunveru- legar. Tökur á annarri seríu hefjast í september og segir Heiða ekki mikið annað komast að á meðan þær standa yfir. „Ég er ekki enn þá búin að fá dagskrána mína, en ef þetta er eins og það var í fyrra þá kemst ekkert annað fyrir.“ Síðasta verkefni Heiðu á Íslandi var hlutverk Grétu í sjónvarpsþátt- unum Hraunið, sem sýndir voru á RÚV í vetur, og Heiða segist vera mjög opin fyrir því að taka að sér frekari verkefni hérlendis þegar tími gefst til. „Mér hefur boðist tækifæri til þess að vera mögu- lega hluti af nokkrum verkefnum í haust en gat því miður ekki einu sinni athugað málið,“ segir hún og bætir við: „Ég hefði verið mjög til í það, vonandi kemur sá dagur að ég er laus.“ Poldark er búningadrama sem byggt er á samnefndum skáld- sögum eftir Winston Graham sem skrifaðar voru um miðja síð- ustu öld. Þættirnir segja frá Ross Poldark sem snýr heim eftir þrjú ár í hernum og kemst að því að unn- usta hans er trúlofuð frænda hans. Heiða Rún fer með hlutverk unn- ustunnar, Elizabeth. Heiða segir gaman að leika í bún- ingadrama á borð við Poldark og að huga þurfi að mörgu en sögusvið þáttanna er seint á 18. öld. „Þetta er allt öðruvísi, maður hagar sér öðruvísi, talar öðruvísi og hreyfir sig allt öðruvísi,“ segir hún glöð í bragði að lokum. gydaloa@frettabladid.is Gaman að leika í búningadrama Heiða Rún Sigurðardóttir leikur eitt aðalhlutverka í þáttunum Poldark og gerði á dögunum áframhaldandi samning. Tökur á annarri seríu hefj ast í september og hefur Heiða ekki tíma fyrir fl eiri verkefni á meðan. NÓG AÐ GERA Heiða Rún segir gaman að leika í búningadrama en tökur hefjast í september á annarri syrpu Poldark. NORDICPHOTOS/GETTY Þetta er allt öðruvísi, maður hagar sér öðruvísi, talar öðruvísi og hreyfir sig allt öðruvísi. KRINGLUNNI AKUREYRIKEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA bio. siSAM SPARBÍÓ CINEMABLEND SEGÐU MANNINUM ÞÍNUM AÐ ÞAÐ SÉ STELPUKVÖLD Í KVÖLD! ÍSLANDSVINURINN CHANNING TATUM ER SJÓÐHEITUR Í ÞESSARI SKEMMTILEGU SUMARMYND METRO NY NEW YORK DAILY NEWS IN TOUCH VARIETY CHICAGO SUN TIMES FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR AVENGERS OG GUARDIANS OF THE GALAXY EMPIRE TOTAL FILMVARIETY PIXELS 5, 8, 10:15 ANT-MAN 3D 8, 10:30 SKÓSVEINARNIR 2D 4, 6 MINIONS 2D 4, 6 TED 2 10:35 JURASSIC WORLD 2D 8 SÝND í 2D SÝND MEÐ ÍSL OG ENS TALI 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 1 -B 1 6 C 1 7 5 1 -B 0 3 0 1 7 5 1 -A E F 4 1 7 5 1 -A D B 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.