Fréttablaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 23
 5 | 22. júlí 2015 | miðvikudagur Verð á gulli hefur ekki verið lægra í fi mm ár. Ástæðan er sú að umræðan um vaxtahækkun í Bandaríkjunum hefur orðið hvati fyrir fjárfesta til að selja málm- inn. Verð á gulli var á mánudags- morgun 1.088 dalir á únsuna. Það er í fyrsta sinn frá árinu 2010 sem verðið fer niður fyrir 1.100 dali. Í stað gullsins kaupa fjárfest- ar Bandaríkjadal, í þeirri trú að seðlabankinn hækki vexti vegna batamerkja í bandaríska hagkerf- inu, en fjárfestar kaupa vanalegast gull á óvissutímum. Verð á platínu- málmi féll líka um fi mm prósent í upphafi vikunnar og hefur ekki verið lægra síðan alþjóðakreppan skall á árið 2007. Evan Lucas, markaðssérfræð- ingur hjá IG miðlurum, sagði að þessi lækkun á gulli gæti endað með því að verðið verði komið niður í 1.000 á únsuna í lok ársins. „Það eru engir skýrir hvatar fyrir fólk til þess að kaupa það,“ sagði hann. Ein ástæðan sem nefnd hefur verið er að þegar vextir hækka og kostnaðurinn við að taka lán verður meiri þá horfa menn síður til gullsins. Gullið gefur nefnilega ekki af sér ávöxtun eins og verðbréf gera. Þetta verðfall varð þrátt fyrir að kínversk stjórnvöld, sem er stærsti kaupandi á gulli, hafi greint frá því á föstudaginn að gullbirgðirn- ar hefðu verið um 57 prósentum meiri í lok júní en þær voru fyrir rúmum sex árum. Ástæðan er líklegast sú að þótt gullforði Kínverja sé meiri nú í tonnum talið er aukning á gull- birgðum Kínverja þó minni en sérfræðingar bjuggust við. Gull er núna 1,65 prósent af erlendum eignum kínverska ríkisins, en var 1,8 prósent í júní 2009. Janet Yellen, aðalbankastjóri seðlabanka Bandaríkjanna, sagði í skýrslu til fjárlaganefndar full- trúadeildar Bandaríkjaþings í síðustu viku að peningastefna seðlabankans hefði ekkert breyst á undanförnum vikum. Bank- inn vænti þess enn að stýrivextir yrðu hækkaðir síðar á árinu, að því gefnu að hagvöxtur yrði í takt við væntingar. „Þegar horft er til framtíðar þá er útlit fyrir jákvæða þróun á atvinnumarkaðnum og í efnahagslífi nu í víðara samhengi,“ sagði Yellen við þingnefndina. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að seðlabankinn eigi að bíða til næsta árs með að hækka vexti. Nokkrir úr bankastjórn seðlabank- ans eru sammála. Yellen sagði hins vegar í gær að stefna meirihluta bankastjórnarinnar hefði ekki breyst. jonhakon@frettabladid.is Gullverð tók dýfu Umræða um vaxtahækkanir í Bandaríkj- unum dregur úr áhuga fjárfesta á gulli. Sérfræðingar sem hafa gagnrýnt starfsaðstæður hjá írska flug- félaginu Ryanair fengu á dögun- um bréf frá fl ugfélaginu. Í bréfi nu er sérfræðingunum hótað málsókn vegna gagnrýni þeirra. Sænska ríkisútvarpið greindi frá því að sérfræðingarnir hefðu gefi ð skýrslu fyrir Evrópuþinginu um öryggismál hjá Ryanair. Þeir sögðu að ráðningarskilmálar hjá fl ugfélaginu gætu stefnt öryggi starfsmanna í hættu vegna þess að fl ugmenn sem ekki eru fastráðnir eru líklegir til þess að taka meiri áhættu. Þeir eru til dæmis líklegri til þess að vinna þótt þeir séu veik- ir eða þreyttir. Eftir að hafa tjáð sig fengu sérfræðingarnir, sem þó hafa ekki látið nafn sitt uppi, bréf frá Ryan air. Þar var þeim hótað því að ef þeir myndu nokkurn tím- ann endur taka þessa gagnrýni þá myndi Ryanair stefna þeim fyrir ummæli þeirra. Það var hollenski Evrópuþing- maðurinn Wim van de Camp sem sagði frá bréfi nu með hótunun- um. Hann segir að það hafi verið sex útgáfur af bréfi nu. Hann ótt- ast að afl eiðingin verði sú að það verði erfi ðara að fá sérfræðinga til að tjá sig fyrir Evrópuþinginu ef fyrir tæki ráðast á sérfræðinga með þessum hætti. Það geri lýð- ræðislega stöðu Evrópuþingsins mun fl óknari. - jhh Sérfræðingar í flugöryggi gagnrýndu ráðningarskilmála flugmanna: Hótað málsókn fyrir gagnrýni á Ryanair Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdótt- ir hefur verið ráðin sviðsstjóri lög- fræðisviðs Háskólans á Bifröst. Hún er aðstoðarsaksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, þar sem hún hefur starfað í tvö ár. Hún vann áður sem aðstoðarmaður dómara í Héraðs- dómi Reykjavíkur og hefur einnig starfað við saksókn fyrir lögregl- una á höfuðborgarsvæðinu. Þorbjörg lauk laganámi frá Háskóla Íslands og LL.M.-gráðu frá Columbia- háskóla í New York árið 2011. Þorbjörg segir að reynslan úr starfi sínu í réttarkerfi nu muni nýt- ast í nýja starfi nu. „Í málfl utningi er ákveðin þungamiðja starfsins að greina kjarna máls og rökstyðja niður stöðuna að því loknu. Góður lögfræðingur þarf að að geta fært rök fyrir máli sínu munnlega og skrifl ega,“ segir Þorbjörg. „Það var jafnframt dýrmæt reynsla að upp- lifa kennsluna í Columbia. Mark- miðið var að kenna laganemum að beita þekkingu og mikil áhersla var lögð á raunhæf verkefni fremur en hefðbundna fyrirlestra. Þá var mikil áhersla lögð á samspil lögfræði við aðrar fræðigreinar.“ Starf sviðsstjóra er starf við stjórnun og stefnumótun lagadeild- arinnar og yfi rumsjón með nám- skeiðum. Þorbjörg segir að námið í lagadeildinni á Bifröst sé mjög spennandi og að til standi að halda uppbyggingunni áfram. Deildin hafi undanfarið markað sér sérstöðu með nútímalegum kennsluháttum og sterkum alþjóðlegum tengslum og nú með því að boðið verður upp á laganám samhliða vinnu og laga- nám í fjarkennslu. Nemendum sé að fjölga mikið. Þorbjörg segir að fyrir sér sé lögfræði ekki einungis atvinna heldur líka mikið áhugamál. „Lögfræðin hefur opnað á skemmti- leg störf og tengist öllum hliðum samfélagsins og fl éttast inn í allt daglegt líf,“ segir hún. Utan vinnu finnst Þorbjörgu skemmtilegt að bjóða fólki heim í mat. Þorbjörg er gift Ágústi Ólafi Ágústssyni, lögfræðingi og hagfræð- ingi. „Undanfarið hefur hann verið myndarlegri en ég í eldhúsinu en ég hef verið hjálparhella og er dugleg að klára matinn minn,“ segir Þorbjörg. „Við höfum mjög gaman af því að fá vini heim í mat.“ Þorbjörg byrjar í nýja starfi nu þann 1. ágúst. Næstu dagana verða Þorbjörg og fjölskylda hennar aftur á móti í sumarleyfi í París. Fjölskyldan skipti á húsum við franska fjölskyldu. „Við hlökkum til að endurnýja kynnin við sólina,“ segir Þorbjörg. jonhakon@frettabladid.is Eiginmaðurinn er myndarlegri í eldhúsinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er nýr sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst. Hún telur að reynsla sín úr réttarkerfinu nýtist vel í nýja starfinu. Þorbjörg nýtur sumarsins í Frakklandi. GULL Í GEYMSLU Fyrirhugaðar stýrivaxta- hækkanir draga úr spurn eftir gulli. NORDICPHOTOS/GETTY Það eru engir hvatar fyrir fólk til þess að kaupa það. FER Á BIFRÖST Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur starfað hjá Ríkissaksóknara í tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Stórvinkona mín og nafna er skarpgreind og metnaðarfull. Hún er sérlega rökföst og kemur hratt með greiningu á málum. Hún er framúrskarandi saksóknari í erfiðum málum og á framtíðina fyrir sér! Fyrst og fremst er hún fáránlega fyndin og mikill grallari – stundum sér maður hreinlega á augunum á henni að eitthvað stórsniðugt er á leiðinni. Hennar annað starf gæti hæglega verið uppistand. Hún og Ágúst eru miklir sálufélagar og fjölskyldufólk og eiga ógrynni af góðum vinum. Obba er traust vinkona og næm á tilfinningar og persónu- leika. Skrýtna hlið Obbu er óeðlilegur áhugi á konungsfjölskyldum, og þá sér- staklega þeirri sænsku. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, eigandi Tröppu ehf. Obba er mjög traustur vinur. Hún liggur ekki á skoðunum sínum og sér spaugilegu hliðarnar á öllu, bæði sínum nánustu og ýmsu í þjóðfélaginu. Þessi leiftrandi kímni er kannski helsta einkennið. Hún hefur líka þennan fallega eiginleika að laða fram það besta í öðrum. Hún er alls ekki athyglissjúk en verður samt fljótt prímus- mótórinn í öllum samræðum, svo fróð og vel lesin sem hún er. Það er enda mikil samkeppni á milli hennar mörgu vina um að fá hana í mat eða hitta hana í drykk. Það er gaman að sjá alla bestu kosti Obbu birtast í þremur dætrum hennar. Yngsta er prakkarinn, sú í miðið er félagslynda gáfna- ljósið og sú elsta umhyggjusama mamman. Saman eru þær Obba í hnotskurn. Andrés Jónsson almannatengill. MEÐ MIKINN ÁHUGA Á KONUNGSFJÖLSKYLDUM Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 2 -A 3 5 C 1 7 5 2 -A 2 2 0 1 7 5 2 -A 0 E 4 1 7 5 2 -9 F A 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 0 s _ 2 1 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.