Fréttablaðið - 22.07.2015, Blaðsíða 19
MUGISON Hann hefur
ferðast víða um land og
finnst margir staðir vera
frábærir.
BESTI
BAÐSTAÐURINN
Potturinn á Laugar-
hóli í Bjarnarfirði er
uppáhaldsbaðstaður
Mugison.
NORDICPHOTOS/GETTY
Skálavík vestan við Bolungarvík er minn uppáhaldsstaður,“ svarar Mugison. „Afi minn í föðurætt ólst
þar upp og ég heyrði einhvern tíma í
sjónvarpinu að í gamla daga hefði víkin
verið kölluð Heimsendi, það fannst mér
afar ljóðrænt. Við fjölskyldan förum oft
í Skálavík á sumrin. Þar er skemmtileg-
ur hylur í ánni sem gaman er að hoppa
í og láta sér verða skítkalt.“
Skemmtilegasta gönguleiðin?
„Það er leið sem er kölluð Kapteinsleið-
in og er slóð í Álftafirðinum sem liggur
meðfram fjörunni, út á Langeyri og til
baka. Leiðin er nefnd í höfuðið á hund-
inum Kapteini og er um einn og hálfur
kílómetri að lengd.“
Flottasta tjaldsvæðið?
„Tjaldstæðið hjá henni Stellu í Heydal.
Það er næs staður með hestum, talandi
páfagauki og haltrandi ref. Þar eru heit-
ir pottar sem Stella hefur búið til sjálf.“
Uppáhaldsbærinn?
„Borgarfjörður eystri er í miklu upp-
áhaldi og sveitungar mínir hér í Súða-
vík verða sjálfkrafa pirraðir því ég er
alltaf að bera Súðavík saman við Borg-
arfjörð eystri eins og þar sé Paradís.“
Uppáhaldsbaðstaðurinn?
„Þeir eru margir góðir og við stúderum
þá fjölskyldan. Potturinn á Laugarhóli í
Bjarnarfirði að vetri til er mesta snilld
sem ég veit um. Það er náttúrulaug
og á veturna verður íshella meðfram
henni og allt verður eins og í ævintýri.
Manni líður eins og maður sé kominn í
Game of Thrones eða Hobbitann.“
Besta vegasjoppan?
„Hamborgaralúgan Já Sæll, Fjarðarborg
á Borgarfirði eystri.“
Finnst þér fjölgun ferðamanna góð
eða slæm þróun?
„Við verðum minna vör við þetta hér
fyrir vestan. Sumir láta það pirra sig
að búa í Disneylandi 101. En mér finnst
þetta næs, er mikill kaffidrykkjumaður
og núna er hægt að fá úrval af góðu
kaffi úti um allt land.“
UPPÁHALDSSTAÐIR
TÓNLISTARMANNSINS
GOTT ÍSLAND Borgarfjörður eystri er uppáhaldsbær tónlistarmannsins
Arnar Elíasar Guðmundssonar, eða Mugison. Best þykir honum að baða sig
í pottinum á Laugarhóli að vetri til. Mugison svarar nokkrum spurningum.
ÆVINTÝRAFERÐ Á
STÓRKOSTLEGUM SLÓÐUM
Örvar Steinbach fór í fjögurra mánaða reisu um
Suður-Ameríku og lenti í mörgum skemmtilegum
ævintýrum. Ferðin var einstök lífsreynsla.
Síða 2
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · Hljóðlát
Stórt op > auðvelt að hlaða
Sparneytin amerísk tæki.
<Þvottvélin tekur
heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerísk
gæðavara
Amerísk
gæðavara
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
2
-1
9
1
C
1
7
5
2
-1
7
E
0
1
7
5
2
-1
6
A
4
1
7
5
2
-1
5
6
8
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
4
0
s
_
2
1
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K