Fréttablaðið - 22.07.2015, Side 2
22. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Áfram er búist við norðaustanátt, úrkomu
norðan- og austantil en bjartviðri um
landið vestanvert. Ekki hlýnar að ráði,
og má gera ráð fyrir að hámark nái ekki
miklu meira en 15 stigum sunnantil en
svalara verður norðanlands.
VEÐUR
SJÁ SÍÐU 16
GLÆSILEG
MATAR-
STELL
KÍKTU Á
ÚRVALIÐ
SAMFÉLAGSMÁL Foreldrar sem
hafa brotið alvarlega af sér halda
stundum forsjá barna sinna í
óþökk barnanna. Á laugardag
fjallaði Fréttablaðið um mál Ein-
ars Hildarsonar, en móðir hans
slasaði hann lífshættulega í
stungu árás. Í viðtalinu gagnrýndi
hann það að móðir hans hefði haft
forræðið yfir honum í rúm tvö ár
eftir atvikið.
„Þetta tekur alltaf ákveðinn
tíma en þarna getur verið að sá
tími hafi verið lengri en efni stóðu
til,“ segir Halldóra Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri Barnaverndar
Reykjavíkur. Einar lýsir því í við-
talinu að móðir hans, sem vistuð
var á réttargeðdeildinni að Sogni,
hafi þurft að skrifa undir umsókn
hans í framhaldsskóla og hafi haft
lögbundinn rétt á upplýsingum
um líf hans.
„Ég geri mér grein fyrir því að
tvö ár í svona ferli eru langur tími.
Atburðurinn er það alvarlegur að
það er mjög eðlilegt að fólk spyrji
sig af hverju foreldri sé ekki svipt
forsjá um leið,“ segir Halldóra.
Hún segir að ef samþykki foreldr-
is liggur fyrir um að barn skuli
vistað utan heimilis sé síður grip-
ið til forsjársviptingar. „Það getur
verið að engum hafi fundist það
neitt sérstaklega áríðandi vegna
þess að það hafi ekki reynt á þol-
mörk þess hver væri með forsjá
og ekki með forsjá. Þrátt fyrir allt
er verið að leita að samvinnu fólks
um þær ákvarðanir sem þarf að
taka í lífi barna.“
Á endanum fengu móðuramma
og -afi Einars forsjá yfir honum.
„Hins vegar eru margir foreldr-
ar sem hafa framið mjög alvar-
lega glæpi sem halda forsjá barna
sinna í ákveðinn tíma, en þetta
var líklega óþarflega langt.“
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, segir að tíma-
bundnar forsjársviptingar séu leið
til að kanna hvort barn geti farið
aftur á heimili sitt.
„Árið 2002 var gerð sú breyt-
ing að svokallað frumúrskurðar-
vald í barnaverndarmálum flutt-
ist til dómstólanna. Eftir það hafa
barnaverndarnefndir enga laga-
heimild til að úrskurða í svona
stórum málum.“
„Barnaverndarnefndir geta
tekið ákvarðanir um tímabundna
forsjársviptingu sem varir í tvo
mánuði. Á þessum tveimur mán-
uðum á nefndin að leggja mat á
hvort það sé barninu fyrir bestu
að vera skilað aftur til foreldris
eða hvort það eigi að svipta for-
eldrið forsjá,“ segir Bragi.
snaeros@frettabladid.is
Foreldri með forsjá
eftir brot gegn barni
Alvarleg brot gegn barni kallar ekki á sjálfkrafa forsjársviptingu foreldris. Barna-
verndarnefndir hafa ekki vald til að svipta foreldri forsjá. Framkvæmdastjóri
Barnaverndar segir að reynt sé að fá foreldri til að samþykkja forsjársviptingu.
BARNAVERND Halldóra segir að barnaverndanefndir geti tekið ákvarðanir um
tímabundna forsjársviptingu sem varir í tvo mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BÚRÚNDÍ Að minnsta kosti þrír létust í Búrúndí í gær þegar forseta-
kosningar fóru fram við mikil mótmæli andstæðinga sitjandi forseta,
Pierre Nkurunziza. Nkurunziza bauð sig fram til endurkjörs í annað
sinn eftir misheppnað valdarán andspyrnuhreyfingar í maí.
Forsetinn er talinn hafa náð endurkjöri þótt lokatölur liggi ekki
fyrir. Framboð hans hefur valdið deilum í Búrúndí þar sem stjórnar-
skrá landsins heimilar forseta einungis að sitja í tvö kjörtímabil. - þea
Forseti Búrúndí er talinn hafa náð endurkjöri í annað sinn:
Umdeildar kosningar í Búrúndí
KOSNINGAR Þessi drengur hjólar fram hjá vegatálma sem stjórnarandstæðinga í
Búrúndi settu upp nálægt kjörstað í höfuðborginni Bújúmbúra. NORDICPHOTOS/AFP
Ég geri
mér grein
fyrir því að
tvö ár í svona
ferli eru
langur tími.
Atburðurinn
er það alvarlegur að það er
mjög eðlilegt að fólk spyrji
Halldóra Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri Barnaverndar.
NEYTENDUR Stjórnvöld standa að
verðhækkunum á mjólkurvörum
sem eru allt að þrefalt hærri en
almennt verðlag, segir Finnur
Árnason, forstjóri Haga. Reynt
sé að leyna neytendur þessum
hækkunum.
Finnur gagnrýnir stjórnvöld
harðlega fyrir að krefjast stöð-
ugleika og lágrar verðbólgu um
leið og óréttmætar hækkanir eru
ákveðnar.
Opinber verðlagsnefnd búvara
ákvað fyrir skömmu að heild-
söluverð á mjólkurvörum og
mjólkur afurðum skuli hækka
þann 1. ágúst næstkomandi um
tæp fjögur prósent, nema smjör
sem hækkar um 11,6 prósent.
„Þetta er opinber nefnd á
vegum ráðherra sem tekur
ákvörðun um þessar hækkanir.
Það er tekin ákvörðun um að
hækka smjör um 11,6 prósent
og það er vitnað til þess að það
hafi ekki hækkað frá því í októ-
ber 2013. Vísitalan frá þeim tíma
og fram í síðasta mánuð hefur
hækkað um 3,39 prósent þann-
ig að þessi ákvörðun er rúmlega
þreföld vísitöluhækkun,“ sagði
Finnur í fréttum Stöðvar 2 í gær-
kvöldi.
Hann segir að stjórnvöld reyni
að fela hækkanirnar fyrir neyt-
endum. „Ráðuneytið er að til-
kynna þetta á laugardegi um mitt
sumar sem segir í raun allt sem
segja þarf. Það er verið að fela
hækkun sem er langt umfram
það sem eðlilegt er.“
- lb
Forstjóri Haga gagnrýnir stjórnvöld fyrir að krefjast stöðugleika en hækka á sama tíma verð á mjólk:
Segir stjórnvöld standa að verðhækkunum
MJÓLK Forstjóri Haga segir stjórnvöld
hækka verð um leið og kallað er eftir
verðstöðugleika. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
TYRKLAND Fjöldaútför 25 þeirra
32 ungmenna sem féllu í sjálfs-
morðsárás sem talin er á ábyrgð
Íslamska ríkisins fór fram í tyrk-
nesku borginni Gaziantep í gær.
Árásin var gerð á tyrkneska bæinn
Suruc sem stendur nærri landa-
mærunum við Sýrland.
Líkkisturnar voru vafðar rauðu
klæði og voru þær grafnar ásamt
nafni hvers fórnarlambs á hvítu
blaði. Hundruð sóttu athöfnina og
heyrðust bæði hróp gegn Íslamska
ríkinu og ríkisstjórn forsetans,
Recep Tayyip Erdogan. Andstæð-
ingar hans telja aðgerðir forsetans
gegn Íslamska ríkinu ekki nógu
strangar.
„Við munum gera það sem
nauðsynlegt er við þann sem ber
ábyrgð á verknaðnum. Þetta var
árás gegn Tyrklandi,“ sagði Ahmet
Davutoglu, forsætisráðherra Tyrk-
lands, í ávarpi sem hann hélt við
menningarmiðstöðina sem ráð-
ist var á. Davut oglu neitaði einn-
ig ásökunum um að Tyrkir hefðu
ekki beitt sér af nógu mikilli hörku
gegn Íslamska ríkinu.
Ungmennin sem létust stóðu
fyrir umræðufundi um endur-
byggingu bæjarins Kobane í
Sýrlandi sem hefur orðið fyrir
barðinu á árásum Íslamska ríkis-
ins. Fundurinn var á vegum sam-
bands ungra jafnaðarmanna í
Tyrklandi. - þea
Fjöldaútför fór fram í Gaziantep eftir sjálfsmorðsárás á menningarmiðstöð:
Fórnarlambanna í Suruc minnst
SORG Ekkasog
heyrðust í
bland við öskur
mótmælenda
við fjöldaútför
fórnarlamb-
anna í Suruc.
NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
höfðað mál á hendur 44 ára göml-
um karlmanni og 28 ára gamalli
konu fyrir frelsissviptingu og til-
raun til ráns í nóvember 2012.
Meint brot áttu sér stað í húsi
í Hvalfjarðarsveit og er fólkið
ákært fyrir að hafa í sameiningu
svipt konu frelsi sínu og reynt að
neyða hana til að greiða þeim allt
að 200 þúsund krónur.
Ákærðu neituðu bæði sök við
þingfestingu málsins en aðalmeð-
ferð fer fram í september í Hér-
aðsdómi Vesturlands. - ngy
Ákærðu neituðu bæði sök:
Tvö ákærð fyrir
frelsissviptingu
STJÓRNMÁL Meira en sjö af hverj-
um tíu svarendum sem taka
afstöðu í Þjóðarpúlsi Gallup eru
ánægðir með áætlun ríkisstjórn-
arinnar um losun gjaldeyris-
hafta, eða rúmt 71 prósent. Ein-
ungis ríflega fjögur prósent eru
óánægð með áætlunina en hátt í
fjórðungur segist hvorki ánægð-
ur né óánægður, eða rúmlega 24
prósent.
Munur er á viðhorfi fólks eftir
fjölskyldutekjum. Sá hópur sem
er með hæstar fjölskyldutekjur er
ánægðastur með áætlunina. - ngy
Tekjuhærra fólk ánægðara:
Yfir 70 prósent
eru ánægð
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
0
-E
B
E
C
1
7
5
0
-E
A
B
0
1
7
5
0
-E
9
7
4
1
7
5
0
-E
8
3
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
4
0
s
_
2
1
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K