Fréttablaðið - 14.07.2015, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. júlí 2015 | FRÉTTIR | 11
MEXÍKÓ Hlið hafa verið sett upp á hraðbraut-
um, landamæragæsla stórlega efld og flugvöll-
um hefur verið lokað í tilraun Mexíkómanna
til að fanga eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzm-
an sem strauk úr öryggisfangelsi á laugardag.
Aðgerðirnar hafa ekki borið árangur.
Strok Guzmans þykir mikið áfall fyrir for-
seta Mexíkó, Enrique Peña Nieto. Yfirvöld
náðu að handsama Guzman í fyrra eftir að
hann hafði strokið árið 2001. Var forsetinn þá
spurður af blaðamanni hvort möguleiki væri á
að Guzman gæti strokið aftur.
„Það væri meira en óheppilegt. Það væri
ófyrirgefanlegt. Ríkisstjórnin mun gera ráð-
stafanir til að tryggja að það gerist aldrei
aftur,“ svaraði forsetinn.
Peña Nieto lofaði þjóð sinni í gær að hand-
sama Guzman á ný.
Peter Bensinger, fyrrverandi framkvæmda-
stjóri DEA, fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna,
sagði í gær að strok Guzmans væri mikið
áfall og að hann hefði átt að vista í bandarísku
fangelsi. Bandaríkin höfðu krafist framsals
Guz mans, sem er ákærður fyrir fíkniefnabrot.
Peña Nieto hefur barist fyrir því að Mexíkó
rétti yfir og fangelsi eigin stórglæpamenn í
stað þess að framselja þá til Bandaríkjanna
eins og áður var. - þea
Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó:
Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann
STRAUK Forseti Mexíkó sagði á sínum tíma ófyrir-
gefanlegt ef Joaquin Guzman næði að strjúka aftur.
NORDICPHOTOS/AFP
Framúrskarandi uppþvottavélar frá Bosch í hæsta gæðaflokki á afar
hagstæðu kynningarverði.
Orkuflokkur A+++. Sérlega hljóðlátar: 40 dB.
Sex kerfi: Sjálfvirkt 65 - 70° C, sjálfvirkt 45 - 65° C, sjálfvirkt 35 - 45° C,
sparnaðarkerfi Eco 50° C, hraðkerfi 45° C og forskolun.
Sérkerfi: Tímastytting þvottakerfa, kraftþvottur á neðri grind
og hálf vél. Fyrir 14 manna borðbúnað.
Við ábyrgjumst gæði.
Uppþvottavél, SMU 69T42SK (hvít):
Kynningarverð: 149.900 kr.
Fullt verð: 179.900 kr.
Uppþvottavél, SMU 69T45SK (stál):
Kynningarverð: 159.900 kr.
Fullt verð: 189.900 kr.
Hægt er að koma fyrir hnífapörum,
ausum, expressó-bollum og litlum
fylgihlutum í hnífaparaskúffunni. Neðri grind, eftri grind og hnífaparaskúffa.
Opið virka daga frá kl. 11 - 18.
Nýjar „topClass“
uppþvottavélar
frá Bosch
BJÖRGUN Sérsveitarmenn ríkis-
lögreglustjóra björguðu konu úr
sjónum við Sæbraut í gær.
Starfsmenn Ríkislögreglu-
stjóra urðu varir við hróp og
köll við húsnæði embættisins við
Sæbraut í gær.
Sérsveitarmennirnir hlupu
út og sáu konu um 50 metra frá
landi í köldum sjónum.
Fólk á bakkanum hafði reynt að
telja konuna af því að fara í sjó-
inn en án árangurs.
Sérsveitarmaður synti á eftir
konunni sem gerði enga tilraun
til að synda til lands. Sérsveitar-
maðurinn synti björgunarsund
með hana í land og sjúkraliðar
voru kallaðir til að hlúa að henni.
Björgunarmenn höfðu ekki
tíma til að klæðast þurrbúningi
og þykir því mildi að ekki fór
verr. - srs
Mildi að ekki fór verr:
Björguðu konu
úr köldum sjó
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Atvikið átti
sér stað stutt frá húsnæði ríkislögreglu-
stjóra.
EFNAHAGSMÁL Neytendasamtök-
in harma að ekki eigi að afnema
tolla af matvælum samhliða því
að aðrir tollar verði felldir niður.
„Ef bæta á stöðu heimilanna
með afnámi tolla er það best
gert með afnámi tolla á matvör-
ur,“ segir í frétt á vef Neytenda-
samtakanna. Samtökin fagna
þó áformum um afnám tolla af
öðrum vörum. Á vefsíðunni segir
einnig að mikilvægt sé að stjórn-
völd tryggi að eftirlit verði með
afnámi tolla. - ih
Áform skili sér til neytenda:
Vilja afnema
tolla á matvæli
RÚMENÍA Victor Ponta, forsætis-
ráðherra Rúmeníu, hefur verið
kærður fyrir víðtæka spillingu.
Hann sagði af sér sem for-
maður Jafnaðarmannaflokksins í
Rúmeníu á sunnudaginn en starf-
ar áfram sem forsætisráðherra.
Honum er gert að sök að hafa
stundað skattsvik og peninga-
þvætti áður en hann tók við sem
forsætisráðherra Rúmeníu árið
2012.
Þegar ásakanir um spillingu
komu upp á yfirborðið fyrir
nokkrum vikum kallaði Klaus
Iohannis, forseti Rúmeníu, eftir
því að Ponta segði af sér.
Ponta hefur neitað að segja af
sér en hann nýtur þingverndar
meirihluta Jafnaðarmannaflokks-
ins og stuðningsflokka hans á
rúmenska þinginu.
Stuðningsmenn Ponta segja að
ásakanirnar og ákærurnar séu
hluti af pólitískri herferð and-
stæðinga hans. - srs
Segir af sér formennsku:
Ponta kærður
fyrir spillingu
VICTOR PONTA Forsætisráðherrann er
sakaður um skattsvik og peningaþvætti.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
2
-0
0
6
C
1
7
5
1
-F
F
3
0
1
7
5
1
-F
D
F
4
1
7
5
1
-F
C
B
8
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
3
2
s
_
1
3
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K