Fréttablaðið - 14.07.2015, Side 13

Fréttablaðið - 14.07.2015, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 14. júlí 2015 | SKOÐUN | 13 ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. OPIN HÚS Í DAG Kirkjulundur 14 – Garðabæ. 4ra herbergja íbúð Strandvegur 11 - Garðabæ. 4ra herbergja útsýnisíbúð Glæsileg 136,5 fm. útsýnisíbúð á 2. hæð í vönduðu lyftuhúsi. Yfirbyggðar flísalagðar svalir til suðvesturs með fallegu útsýni að Reykjanesinu og víðar. Sér bílastæði í bílageymslu í kjallara. Íbúðin er mjög smekklega innréttuð úr vönduðum efnum. Hvíttað eikarparket með kvistum er á gólfum og granít er í gluggakistum og á öllum borðplötum. Þrjú herbergi. Strimlagardínur eru í allri íbúðinni. Frábær staðsetning með tilliti til þess hversu stutt er í alla þjónustu. Verð 59,9 millj. Íbúð merkt 0204. Verið velkomin. Glæsileg 140,4 fm. íbúð með tveimur baðherbergjum á 3. hæð í mjög vönduðu fjölbýlishúsi á sjávarkambinum við Strandveg í Garðabæ auk sér stæðis í bílageymslu. Tvennar svalir til suðurs og vesturs og frábært sjávarútsýni. Hjónasvíta með baðherbergi og fataherbergi innaf. Vand- aðar innréttingar og gólfefni úr eik. Verð 57,9 millj. Frábær staðsetning alveg niður við sjóinn í Sjálandinu og stutt í göngu- og hjólaleiðir. Íbúð merkt 0304. Verið velkomin. Eignin verður til sýnis frá kl. 17.15 – 17.45 OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS Eignin verður til sýnis frá kl. 17.15 – 17.45 Falleg þriggja herbergja íbúð á efstu hæð í litlu fjölbýli, lyfta í húsinu, 2 svefnherbergi, björt stofa og eldhús í opnu rými. Stórar svalir. Fall- egt baðherbergi. Gott aðgengi. Eign sem vert er að skoða. V. 27,9 millj. Hlynur Halldórsson sölumaður tekur á móti ykkur. Berjavellir 3 - Hafnarfirði Opið hús í dag milli 17 til 17:30. Magnús Emilsson Löggiltur fasteignasali. OPI Ð H ÚS Gestkomandi vinkona okkar dvaldi hjá okkur um einnar viku skeið um síðustu mán- aðamót. Við fórum víða um, skoðuðum söfn í Reykja- vík, Bláa lónið, Krísuvík og Víkingasafnið í Reykja- nesbæ. Fórum á Þingvöll, Gullfoss og Geysi, komum við í Hveragerði, skoðuðum Kerið í Grímsnesi (án þess að borga), ókum til Víkur og á Kirkjubæjarklaustur þar sem við borðuðum silung þeirra staðarmanna, áður höfðum við horft á kvikmyndasýningu á Þorvaldseyri. Ókum síðan í Skaftafell og Jökuls- árlón. Á ferðum okkar höfðum við stundum með okkur nesti, en oftar snæddum við á veitingastöðum. Við skoðuðum verslanir í Reykjavík. Í bókabúð keypti gesturinn íslenskar barnabækur í enskri þýðingu, auk mynda- og fróðleiksbóka um Ísland og hjá Koggu voru keyptir listmunir. Alls staðar opin veski Alls staðar sem við fórum var mikill fjöldi ferðamanna. Sjá mátti að veit- ingastaðir í Reykjavík voru marg- ir yfirfullir, öll hótel bókuð og úti á landsbyggðinni var okkur sagt að sums staðar væri enga gistingu að fá. Allt bókað. Alls staðar gat að líta fólk með seðla og greiðslukort á lofti. Það gefur auga leið að miklir pen- ingar streyma inn í þjóðarbúið því þeir sem selja varning og þjónustu fá eitthvað fyrir sinn snúð og þarna myndast einnig myndarlegir skatt- stofnar fyrir ríki og sveitarfélög. En mikið vill meira. Fjölmiðlar greina okkur nú frá því að til standi að rukka okkur fyrir að leggja bíl í þjóðgarðinum á Þingvöllum og þá væntan- lega með tilheyrandi vörð- um og rukkunarvélum. Er þetta virkilega eftirsóknarvert? Almennir skattar dreifast eftir efnum og ástæðum þeirra sem borga. Það gera notendagjöld hins vegar ekki. Almennt eru notenda- gjöld ranglátir skattar. En það er ekki nóg með það. Yfir- bragð staðanna breytist. Allt breytist í verslunarvöru. Opna frjálsa Ísland verður að Íslandi gjaldtökunnar, stimpilvélanna, varðanna … Koggu vegni vel Ég vona að Koggu gangi vel og Vík- ingasafninu og fjölskyldunni á Þor- valdseyri og Síldarminjasafninu á Siglufirði og öllum hinum söfnunum og fólkinu sem er að skapa og selja. Við hin hjálpum þessu fólki með því að sjá fyrir gjaldfrírri grunnþjón- ustu svo skapandi atvinnustarfsemi í ferðaiðnaðinum fái þrifist. Ég er ekki andvígur því að borga skatta til samfélagsins og er ég því mjög hliðhollur að hluti þessa skatt- fjár fari til náttúruverndar og upp- byggingar á ferðamannastöðum. Bara byrjunin! Fjölskylda sem fer um landið og þyrfti að borga við helstu nátt- úruperlur aðgangseyri eða gjald fyrir að leggja bíl gæti orðið fyrir þónokkrum útgjöldum. Það þarf enginn að ímynda sér að látið yrði staðar numið við þjóðgarðinn á Þingvöllum. Formaður atvinnu- veganefndar Alþingis lýsti því yfir í vor að hann vildi heimila einkaaðilum að rukka – og sekta – fyrir bílastæði. Og í Fréttablaðinu í byrjun vikunnar tekur þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum undir þetta sama sjónarmið. Haft er eftir honum að rukkun á Þingvöllum sé aðeins byrjunin. Aðrir ferða- mannastaðir muni fylgja í kjöl- farið og einkaaðilar geti þá einnig rukkað. Þjóðgarðsmenn væru með öðrum orðum einfaldlega að ríða á vaðið. Það sem vekur ugg er óend- anleg græðgi í mörgum sem vilja gera ferðamenn að gróðalind og ásetningur stjórnvalda að koma á gjaldtöku óháð eignaraðild. Þetta gerir gjaldtöku á Þingvöllum að stórvarasömu fordæmi og fyrir- mynd auk þess að skemma yfir- bragð Þingvalla. Dýrt yrði að sýna börnunum okkar Ísland Það verður dýrt að skoða Ísland framtíðarinnar ef þessi gjaldtaka verður ekki stöðvuð. Nú ríður á að fram fari kröftug umræða um þetta mál. Það er stærra en svo að það verði afgreitt í kyrrþey. Óskandi væri að hugmyndin um gjaldtöku á Þingvöllum verði endur- skoðuð. Fyrst Þingvellir svo allir hinir! Nú er mér allri lokið. Var þá ekkert að marka öll fögru orðin um menning- arhlutverk og menningar- starf Ríkisútvarpsins og nauðsyn þess að halda því áfram og efla það? Þær tvær konur sem nú eiga að taka pokann sinn, eru meðal þeirra fáu starfs- manna Ríkisútvarpsins (sem eftir eru) sem enn gera áheyrilega og fróð- lega þætti, þætti sem segja manni eitthvað spennandi, fram- andi og nýtt, eitthvað sem víkkar sjóndeildarhringinn. Þætti sem gera Ríkisútvarpið að útvarpi með menningarhlutverk og sem sinnir menningarstarfi. Þarna á að reka tvær konur sem kunna sitt fag, kunna á miðilinn, kunna að tala til hlustenda, hafa gríðarlega reynslu í dagskrárgerð og ómetanlega þekk- ingu sem þær kunna að koma til skila í einmitt þessum miðli. Og ef á að reka Hönnu G. Sigurðardóttur, því þá ekki Leif Hauksson líka? Og ef á að reka Sigríði Stephensen, því þá ekki Kjartan Guðmundsson líka? Eða stendur það kannski til – bara svona rétt bráðum? Bara ekki alla í einu eins og Páll gerði. Þröstur Helgason, er það þín einlæg sannfæring að þessi ráðstöfun verði Rás 1 til góðs? Er það þín einlæg sannfæring að enginn hlusti á Rás 1? Og er það þín einlæg sannfæring að þeir fáu sem það þó gera séu einskis verðir og það þurfi ekkert að taka til- lit til þeirra? Svör óskast í opinberum miðli. Hvernig þætti vilt þú fá? Fyrir hverja, ef ég má spyrja, varst þú sjálfur með þætti um Birting um daginn? Hélst þú að enginn myndi hlusta á þá? Eða hélstu kannski að við sem hlustum á Rás 1, vildum bara hlusta á þá en ekki á neitt annað markvert og fróðlegt sem boðið er upp á á Rás 1? Eða hélstu kannski að þeir væru svo miklu betri en allir aðrir þættir sem annað dagskrár- gerðarfólk gerir, að þeir væru boð- legri og hinu mætti úthýsa? Svör óskast í opinberum miðli. Og ég leyfi mér að spyrja hvernig þætti vilt þú fá á Rás 1 – með nýjum þáttagerðarmönnum sem þú ætlar væntanlega að ráða í stað hinna reknu, og ég leyfi mér að efast um að þú finnir reynslumeira fagfólk en þær sem þú nú rekur? Eiga það að verða þættir um málefni líðandi stundar? Eiga það að verða tónlist- arþættir? Eiga það að vera þættir um menningu og listir? Eiga það að vera þættir um eða með sagnfræði- legu ívafi? Eiga það að vera þættir sem segja fólki eitthvað, fræða það, víkka sjóndeildarhring þess, etc? Eða eiga það að vera kjaftaþættir um allt og ekkert? Svör óskast í opinberum miðli. Í allra síðasta lagi, vil ég sem einn af eigendum þessarar stofnunar – og dyggur hlustandi ásamt fjölda ann- arra (þó að þér finnist það kannski ekki nógu margir) fá að vita skýrt og greinilega hvað átt er við með eftir- farandi fremur hrollvekjandi orðum „gjörbreyta eðli og anda Rásar 1“? Svör óskast í opinberum miðli. Opin fyrirspurn til dagskrárstjóra STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson alþingismaður MENNING Ingunn Ásdísardóttir þýðandi og þjóðfræðingur Í síðustu viku las ég bráð- fyndna grein eftir Sif Sigmarsdóttur sem bar yfirskriftina „Keikó í bernaise-sósu“. Þar var á skemmtilegan hátt bent á óhagkvæmni hvalveiða fyrir þjóðarbúið í ljósi þess að skaðinn sem þær valda á ímynd landsins, ferðamannaiðnaðnum og útflutningi lambakjöts, er margfalt meiri en nokk- urn tíma hagnaðurinn sem af þeim hlýst. Það er því borðleggj- andi að hvalveiðar eru heimsku- legar því þær eru óhagkvæmar. Greinarhöfundur tók líka skýrt fram að hún hefur engar taugar til dýra, finnst þau almennt ekki krúttleg, langar í dádýrasteik þegar hún sér Bamba og gæti vel hugsað sér Keikó í bernaise- sósu. Þessi aftenging við dýrin og fullkomni skortur á sam- kennd með þeim gerir röksemdafærsluna gegn hvalveiðum trúverðugri þar sem hún byggist ekki á tilfinningasemi. Ég gladdist því mjög við að lesa grein Sifjar því ég veit að einungis sjónar- mið hagræðingarinnar ná til sumra og hjá þeim er einmitt tilfinningasemi eða samkennd með dýrum álitin löstur, veikleiki, rökleysa. Segjum nú sem svo að í sam- félaginu væru hópar sem er illa við Kínverja, hata konur, fyrirlíta heyrnarlausa og gætu vel hugs- að sér að gæða sér á mannlegu ungviði. Þótt það hljómi fárán- lega, þá á einhverjum stað, á ein- hverjum tíma, í sögu mannkyns hefðu þessi sjónarmið verið við- urkennd. Í dag eiga þau erfitt upp- dráttar, þökk sé auknum þroska samfélaganna. Og í þeirri þróun spilar einmitt samkenndin og til- finningasemin lykilhlutverk. Í nútíma menningarsamfélagi er hagkvæmni þessara hópa málinu óviðkomandi. Að sama skapi á það ekki að skipta neinu máli hvort veið- ar á yfirburðagreindri skepnu í útrýmingarhættu séu hagkvæm- ar eða ekki. Það kemur mál- inu hreinlega ekki við. Í þróuðu menningarsamfélagi á að gera samkennd hærra undir höfði því eftir allt saman er það hún sem hefur komið okkur áfram, hún er mikilvægari en rök efnishyggj- unnar eins og mannréttindabar- áttan hefur leitt í ljós. Já, það væri hagkvæmast ef þjóðfélagið losaði sig við þá sem ekki geta fram- fleytt sér, en sem betur fer erum við komin miklu miklu lengra. Keikó í bernaise-sósu, svar SAMFÉLAG Íris Ólafsdóttir rafmagnsverk- fræðingur ➜ Það verður dýrt að skoða Ísland framtíðarinnar ef þessi gjaldtaka verður ekki stöðvuð. ➜ Fyrir hverja, ef ég má spyrja, varst þú sjálfur með þætti um Birting um daginn. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 3 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 2 -3 1 C C 1 7 5 2 -3 0 9 0 1 7 5 2 -2 F 5 4 1 7 5 2 -2 E 1 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 3 2 s _ 1 3 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.