Húnavaka - 01.05.1999, Blaðsíða 183
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 1998.
Janúar.
Janúar var mildur og góður. Ur-
koma var skráð 19 daga en 14 mæl-
anlegir, alls 14,7 mm, 5,7 mm sem
regn og 9 mm snjór. Snjólag var
gefíð aðeins 14 daga eða frá 10. til
24. mánaðarins.
Norðanstæðar áttir voru til 18.
Sex vindstig af NA voru gefín þann
4., sjö vindstig þann 9. og átta vind-
stig 11. dag mánaðarins. Frostlaust
var með öllu sjö daga af mánuðin-
um, hámarkshiti 7,5 stig 25. dag
mánaðarins en kaldast 16., sjö stiga
frost sem og þann 18. Aldrei teppt-
ust samgöngur nema einn og einn
dag vegna hvassviðris. Nokkuð
þurfti að varast hálkubletti á fjall-
vegum. Eindæma stilla var síðustu
daga mánaðarins.
Febníar.
í febrúar fór hitastig tvo daga
yfír frostmark og var 7,4 stig þann
17. og 6,6 stig þann 18. Frost varð
mest 14 stig þann 5. og svo 13,3
stig þann 28. Suðlægar áttir voru
ríkjandi fyrstu þrjár vikur mánað-
arins en norðlægar síðustu dagana
með snjókomu og frosti. Tepptust
þá nokkuð samgöngur og manna-
mótum var aflýst. Snjólag var gefið
svo til allan mánuðinn en lílið þar
til síðustu dagana. Urkomu varð
vart í 22 daga en 21 mælanlegur,
alls 39,7 mm, 23,4 mm snjór og
16,3 mm regn. Segja má að vetrar-
tíð liafi verið fjóra síðustu dagana,
norðanátt og snjókoma. Fhassast
varð af SV þann 14., gefin sjö vind-
stig.
Mars.
Vetrarveður var allan marsmán-
uð. Hægviðrasamt var fyrri hlut-
ann en mesti vindur gefinn 7 stig
afSVþann 15. Norðanstæðar áttir
voru til 5. og síðan frá 23. til 27.
Hámarkshiti varð 9 stig þann 14.
og 31. en lágmark, 21,1 stiga frost,
þann 6. og frost mikið nema síð-
ustu vikuna er heita mátti vorveð-
ur. Snjólag var gefið allan
mánuðinn en aldrei mikið og varði
stutt. Úrkomu varð vart í 27 daga
en 24 mælanlegir, alls 51,2 mm,
41,9 mm snjór og 9,3 mm regn.
Samgöngnr voru greiðar í mánuð-
inum og hagar nægir um Húna-
vatnsþing.