Húnavaka - 01.05.1999, Blaðsíða 224
222
HUN A V A K A
hins vegar erfiðlega að selja og
þyngist sá róður með hveiju árinu.
Dilkasvið eru unnin hér heima og
má heita að unnið sé úr öllum
hausum er til falla.
Sótt var um leyfi til útflutnings
til Evrópusambandsríkja og á liðnu
hausti var gerð úttekt á bæði sauð-
fjár- og stórgripasláturhúsi. Þegar
þetta er skrifað er ekki Ijóst hvernig
endanleg afgreiðsla verður en
sannarlega er vonast eftir jákvæð-
um svörum. Það skiptir miklu máli
fyrir SAH og framleiðendur kjöts í
héraðinu að leyfið fáist.
Alls var slátrað 1.152 hrossum
á árinu. Fjölgun er 94 hross milli
ára eða 8,88%. Folöld voru 995,
tryppi 69, fullorðin hross 88.
Meðalþyngd folalda var 69,69 kg.
Það er rúmum 4 kg léttara en
fyrra ár. Slátrun á fullorðnun
hrossum var óvenju lítil á árinu
og þarf að fara 10 ár aftur í tím-
ann til að finna svo litla slátrun.
Sala folaldakjöts var jöfn og góð
og mátti folaldakjöt teljast upp-
selt í lok maí. Erfiðara er að selja
tryppakjötið.
A árinu var slátrað 1.175 naut-
gripum. Fjölgar þeim um 102 á
milli ára sem er 9,51%. Aukningin
í kjötmagni er 15,59% og munar
þar mestu aukning um 20,45% í
ungneytakjöti. Ungkálfar voru 56,
alikálfur 1, ungneyti 763 og kýr
355. Meðalþyngd ungneyta var
203,33 kg. sem er lítið eitt lakara
en 1997. Vel hefur gengið að selja
nautgripakjötið, þó varð að grípa
til þess að úrbeina talsverðan
fjölda ungneyta og kúa í lok ársins
en þá er gjarnan rólegra yfir söl-
unni.
Slátrað var 841 svíni, fækkar
þeim um 250 á milli ára eða
22,91%. Þetta er annað árið í röð
sem svínaslátrun dregst umtalsvert
saman. Grísir voru á árinu 795,
gyltur 41, og geltir 5. Meðalþungi
grísa var 64,82 kg sem er á líku róli
og 1997. Sala svínakjöts gekk vel.
Sú breyting varð á starfsemi
Kjötvinnslu að hætt var sölu unn-
inna vara með eigin starfsmönn-
um og gerður samningur við
Kjötumboðið hf. um sölu og dreif-
ingu. Starfsemin jókst verulega á
árinu og verðmæd unninnar kjöt-
vöru jókst um rúm 40%. I árslok
störfuðu 15 starfsmenn í Kjöt-
vinnslunni og 11 hjá sláturhúsinu.
Þær breytingar urðu á stjórn
SAH að Rafn Sigurbjörnsson lét af
stjórnarsetu sl. vor. Nýr maður í
stað Rafns í stjórninni er Jóhannes
Torfason og gegnir hann starfi rit-
ara. Aðrir í stjórn eru: Ragnar
Bjarnason formaður, Jóhanna
Magnúsdóttir varaformaður, Jón
Gíslason og Birgir Gestsson með-
stjórnendur.
Ragiiar Ingi Tómasson.
MJÓLKURSAMLAG SAH.
Innlögð mjólk á árinu var
4.157.502 lítrar, sem var aukning
um 77.590 lítra frá árinu áður.
Meðalfita í innlagðri mjólk var
3,841 og meðalprótein var 3,236.
Afurðastöðvarverð ársins var
31,77. Innleggjendur voru 58.
Meðalinnlegg á hvern innleggj-