Húnavaka - 01.05.1999, Blaðsíða 138
136
IIUN A V A K A
áttaði mig á að ég var kominn á grjótmel. Ég gekk um melinn til að vita
hvort ég þekkti þar stein eða þúfu en rakst þá á kross á melhólnum og
vissi þá hvar ég var staddur. Ég var glaður yfír þessu láni mínu að ég var á
réttri leið.
Hóll þessi er einn af mörgum hólum frernst í brunanum en hólarnir
heita Sæmundarhólar. Þessi hóll, sem af mörgum var nefndur Krosshóll,
átti sér sorgarsögu sem ég heyrði foreldra mína segja. Sagan var af ung-
um manni, Jóni Sigfússyni, 16 ára gömlum. Hann lagði af stað frá Eyhild-
arholti í Skagafirði og ætlaði vestur að Kjalarlandi á Skagaströnd til að
hitta móður sína og vera hjá henni um jólin. Þetta var 12. desember
1885. Hann lenti í stórhríð og villtist. Sennilega hefur engin leit verið
hafín því það vissu engir um afdrif hans fyrr en 25. júlí um sumarið. Þá
fannst hann í laut skammt frá þessum hól. Maðurinn sem fann hann hét
Olafur Olafsson þá ungur maður. Móðir mín var alin upp á Keldulandi
hjá hjónunum þar, Ólafi og Guðríði, sem voru foreldrar Olafs sem fann
Jón heitinn. Sá Olafur átti tvo syni, Olaf sem bjó í Kambakoti og víðar
og Jón sem kenndur var við Álfhól. Ég þekkti þessa bræður vel.
Ég ákvað strax er ég vissi að ég var á réttri leið og þekkti staðinn að
láta þar fyrirberast þar til birti af degi. Ég var frekar léttklæddur á göng-
unni en var með föt í pokanum. Ég fór í skjólgóða peysu, setti á mig mik-
inn ullartrefil, skinnhúfu og vettlinga og svo í aðalflíkina rnína. Það var
víð og mikil mussa, sniðin eins og sjóstakkur, með háan kraga og gerð
úr þykkum flókadúk. Þetta voru mjög hlýjar flíkur og náðu ofan undir
hné. Þessa flíkur voru kallaðar doppur og voru mikið notaðar í þurra-
kuldum og frostum.
Þegar ég var komlnn í þessi föt var ég vel búinn. Ég tók skíðin og staf- '
ina og stakk þeint niður á endann í þá stefnu sem halda skyldi er ég legði
af stað. Veðrið var sami norðaustan kaldinn en skóf meira að mér fannst.
Það var ekki neinn geigur í mér. Ég var viss um að ég hefði verið leiddur
af æðri máttarvöldum á þennan stað og var mjög rólegur. Ég tók strax
upp þá aðferð, sem notuð var þegar staðið var yfir fé á vetrum, að ganga
um gólf sem kallað var og berja sér til hita, ganga og ganga og raula vísu
eða syngja af öllum kröftum. Þarna gekk ég fram og aftur í sömu slóðinni
í snjónum sunnan undir hólnum. Stundum fór ég upp á hólinn og gekk
þar og sparkaði niður fótunum til að ná hita í þá. Það var ekki mikið
frost en það var erfitt að halda sér vakandi.
Um tíma sótti á mig svo mikill svefn að ég gekk um sofandi og vaknaði
um leið og ég datt beint á andlitið í snjóinn. Þá langaði mig til að Hggja
í snjónum og sofa en það þorði ég ekki og reif mig á fætur aftur. Ég vissi
að það hafa margir sofnað sínum hinsta svefni í henni Skagaheiði. Þegar
fólk varð úti var venja að setja kross á hól eða hæð næst þeim stað þar
sem hinn látni fannst.
Löng var nóttin og bæði köld og dimm. En hún leið þótt löng væri. Ég