Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1999, Side 138

Húnavaka - 01.05.1999, Side 138
136 IIUN A V A K A áttaði mig á að ég var kominn á grjótmel. Ég gekk um melinn til að vita hvort ég þekkti þar stein eða þúfu en rakst þá á kross á melhólnum og vissi þá hvar ég var staddur. Ég var glaður yfír þessu láni mínu að ég var á réttri leið. Hóll þessi er einn af mörgum hólum frernst í brunanum en hólarnir heita Sæmundarhólar. Þessi hóll, sem af mörgum var nefndur Krosshóll, átti sér sorgarsögu sem ég heyrði foreldra mína segja. Sagan var af ung- um manni, Jóni Sigfússyni, 16 ára gömlum. Hann lagði af stað frá Eyhild- arholti í Skagafirði og ætlaði vestur að Kjalarlandi á Skagaströnd til að hitta móður sína og vera hjá henni um jólin. Þetta var 12. desember 1885. Hann lenti í stórhríð og villtist. Sennilega hefur engin leit verið hafín því það vissu engir um afdrif hans fyrr en 25. júlí um sumarið. Þá fannst hann í laut skammt frá þessum hól. Maðurinn sem fann hann hét Olafur Olafsson þá ungur maður. Móðir mín var alin upp á Keldulandi hjá hjónunum þar, Ólafi og Guðríði, sem voru foreldrar Olafs sem fann Jón heitinn. Sá Olafur átti tvo syni, Olaf sem bjó í Kambakoti og víðar og Jón sem kenndur var við Álfhól. Ég þekkti þessa bræður vel. Ég ákvað strax er ég vissi að ég var á réttri leið og þekkti staðinn að láta þar fyrirberast þar til birti af degi. Ég var frekar léttklæddur á göng- unni en var með föt í pokanum. Ég fór í skjólgóða peysu, setti á mig mik- inn ullartrefil, skinnhúfu og vettlinga og svo í aðalflíkina rnína. Það var víð og mikil mussa, sniðin eins og sjóstakkur, með háan kraga og gerð úr þykkum flókadúk. Þetta voru mjög hlýjar flíkur og náðu ofan undir hné. Þessa flíkur voru kallaðar doppur og voru mikið notaðar í þurra- kuldum og frostum. Þegar ég var komlnn í þessi föt var ég vel búinn. Ég tók skíðin og staf- ' ina og stakk þeint niður á endann í þá stefnu sem halda skyldi er ég legði af stað. Veðrið var sami norðaustan kaldinn en skóf meira að mér fannst. Það var ekki neinn geigur í mér. Ég var viss um að ég hefði verið leiddur af æðri máttarvöldum á þennan stað og var mjög rólegur. Ég tók strax upp þá aðferð, sem notuð var þegar staðið var yfir fé á vetrum, að ganga um gólf sem kallað var og berja sér til hita, ganga og ganga og raula vísu eða syngja af öllum kröftum. Þarna gekk ég fram og aftur í sömu slóðinni í snjónum sunnan undir hólnum. Stundum fór ég upp á hólinn og gekk þar og sparkaði niður fótunum til að ná hita í þá. Það var ekki mikið frost en það var erfitt að halda sér vakandi. Um tíma sótti á mig svo mikill svefn að ég gekk um sofandi og vaknaði um leið og ég datt beint á andlitið í snjóinn. Þá langaði mig til að Hggja í snjónum og sofa en það þorði ég ekki og reif mig á fætur aftur. Ég vissi að það hafa margir sofnað sínum hinsta svefni í henni Skagaheiði. Þegar fólk varð úti var venja að setja kross á hól eða hæð næst þeim stað þar sem hinn látni fannst. Löng var nóttin og bæði köld og dimm. En hún leið þótt löng væri. Ég
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.