Húnavaka - 01.05.2003, Síða 9
y
Fyrir tœpri hálfri öld lét Þórarinn Björnsson skólameistari Menntaskólans á Akur-
eyri eftirfarandi ord falla í rœðu. „Eg fullyrði, að pað sé lífsnauðsyn íslenskri
menningu og íslenskum manndómi, að byggðir landsins varðveitist. Þó að oss sé
gjörla Ijóst, að Reykjavik hefur miklu hlutverki að gegna, sem hér verður ekki skil-
greint, og vér unnum henni góðs í hvívetna, vitum vér eigi að síður, að pað verð-
ur Islendingum óbœtanlegt sálartjón, ef landsbyggðin fer í auðn. Þar á íslensk
menning rœtur sínar og ef moldartaugarnar slitna mun krónan láta á sjá. Vel sé
pví hverjum peim, sem styður útbyggðir pessa lands. “
Skoðanir pessa merka manns hafa oft orðið mér umhugsunarefni pegar umrœð-
an um dreifbýlið hefur hnigið íþá átt að pað væri frekar baggi á pjóðinni en eðli-
legur páttur í nýlingu landsins og lífsmunstri pjóðarinnar sem hún œtti að vera
stolt af. Þrátt fyrir miklar breytingar og vaxandi möguleika á mörgum sviðum á
byggðin víða við alvarleg vandamál áð elja. Samt er pað svo að ekki þýðir að
horfa bara á vandamálin og mikla þau fyrir sér heldur spyrja hvaða möguleika
við höfum á nýjum og breyttum tímum. Einhvers staðar stendur. „Allar framfar-
ir eru að þakka bjartsýnismanninum, hann sér alltaf til sólar. “
Fyrir hálfri öld hefði ekki þótt líklegt að farið væri að rœkta korn á söndum
Blöndu. Þá hafði hún öldum saman, iðulega í flóðum, ruðst yfir eyrarnar og
sandana með jakaburði ogjafnvel svo að grasi grónar eyrar liuldust leir ogsandi.
Eftir að Blanda var virkjuð breyttust aðstœður ogframsýnir bœndur hafa kunn-
að að notfœra sér þær.
Eg minnist á þelta vegna þess að íslenskir vísindamenn, Björn L. Orvar og
Einar Mántylá, doktorar í plöntusameindalíffrœði, hafa verið með merkilegar
rannsóknir sem miða að því að framleiða prótein úr erjðabreyttu byggi. Þeir flullu
til landsins, Björn frá Kanada ogEinarfrá Svípjóð, og hófu störf hjá Rannsókn-
arstofnun landbúnaðarins oglðntœknistofnun. Þeirvoru frumkvöðlar áð stofn-
un ORF líflœkni hf. sem virðist vera lífvænlegt fyrirtœki því áð mikil eftirspurn er
eftirpróteini sem t.d. er notað sem virkt efni í lyfjagerð. Lyf sem innihalda prótein
hafa verið íþróun undanfarin ár og líkur á að rannsóknum fleygi fram. ORF líf-
tcelini hyggst íframtíðinni nýta erfðabreytt íslenskt bygg til aðframleiða prótein, til
dœmis bóluefni, próteinlyf afurðir fyrir læknisfrœðirannsóknir, líftœkni og iðn-
aðarensím. Aður hefur sams konar prótein verið fengið úr dýrafrumum sem er
ákaflega kostnáðarsöm framleiðsla og nokkrum annmörkum háð.
ORF líftœkni hefur nú fengið leyfi Umhverfisstofnunar til tilraunaræktunar á
erfðabreyttu byggi undir berum himni í sumar.
Vísindamennirnir hafa bent á að hér á landi sé nœgt land til að rœkta byggið
á en sú ræktun gengur ekki á því landi sem þegar er notað til ræktunar heldur
þarf að brjóta nýtt land. Eftir 10-12 ár reikna þeir með að rækta þurfi bygg á sex