Húnavaka - 01.05.2003, Page 11
SIGURÐUR SIGURÐARSON, Blönduósi:
Kúrekinn, kóngurinn og
kántrývæðingin
Viðtal við Hallbjörn Hjartarson, tónlistarmann,
Skagaströnd
Þeir eru margir Húnvetningarnir sem gera gariiinn frœgan. Skörulegir menn
og konur vekja athygli, þeirra er getib í jjölmiblum og um þá er rætt manna á
mebal. Svo er um þingniennina, hæbi núverandi og Jyrrverandi, þá sem setib
hafa í háum embættum eba haft meb höndum merkileg störf; stórbóndann, ráb-
herrann, þingmanninn, sýslumanninn, fréttaritarann. Og uþþruninn Ijómar,
hann er Húnvetningur; frá Löngumýri, Höllustöbum, Akri, Blönduósi, úr
Vatnsdal. Vart mun þó á nokkurn mann hallab þó fullyrt sé ab einn mábur sé
óumdeilanlega þekktastur núlifandi Húnvetninga en þab er Hallbjörn Hjartar-
son, ýmist nefndur kúrekinn eba kántrýkóngurinn. Maburinn sem fært liefur
kántrýtónlist til vegs, sá sem gerbi Skagaströnd landsfræga. Allir landsmenn
virbast þekkja Kántrýbæ og Kántrýútvarþib og svo er þab Kántrýhátíbin sem er
ein vinsælasta útihátíb á landinu. Henni kom Hallbjörn á fót og einn af há-
punktum hátíbarinnar er þegar hann stígurfram á svibib vib glymjandi fagnab-
arlæti og syngur lögin sín. Sjálfur er Hallbjörn hógvær mabur, einlægur í tali og
síst má á honum sjá ab frœgbin hafi stigib honum til höfubs. Hann er tónlistar-
maburinn sem einskis krefst annars en sannmælis.
„Eg skal segja þér hvernig fæðingu mína bar að. Eg fæddist 5. júní 1935
í gamla spítalanum á Blönduósi," segir Hallbjörn. „Þannig var að móðir
mín hafði verið eitthvað lasin síðustu daga meðgöngunnar og þegar ég
fæddist var ég talinn dáinn, andvana fæddur. Þá var farið með „líkið“ út
í líkhúsið sem var við liliö spítalans og það lagt þar til. Nokkru síðar átti
hjúkrunarkona leið út í líkhús og gengur að litla kroppnum því að barn-
ið þótti fallegt. Og sem hún stendur þarna og virðir það fyrir sér þá sér
hún að einn fingur annarrar handar kippist lítið eitt við. Hún hikar ekki
heldur þrífur barnið og hleypur inn í spítalann og lætur kalt vatn renna
í bala og setur barnið í.“
Hvers vegna kalt vatn? Þetta eru nokkuð harkaleg viðbrögð.