Húnavaka - 01.05.2003, Page 18
16
HUNAVAKA
plötur heitir útgáfufyrirtækið,“
segir Hallbjörn þegar talið berst
að Kántrý 3. „Á þessu eru aðeins
tvær undantekningar, Svavar
Gests gaf út fyrstu plötuna og síð-
an var það þessi plata, Kántiý 3,
hana gaf Stúdíó Bimbó út. Og svo
skal ég segja þér að ég hef alltaf
gefíð út mínar plötur á vorin. Eg
hef aldrei leiðst inn í þessa jólaös
og mun aldrei gera það.“ Hall-
björn hækkaði ósjálfrátt róminn
um leið og hann horfði hvössum
augum á viðmælanda sinn.
„Kántrý 4, Kúreki á suðurleið,
var í farvatninu og hún átti að
vera kveðjuplata mín frá Skaga-
strönd, því þegar önnur Kántrý-
hátíðin var haldin var ég svikinn
með flest öll loforð um undirbún-
Hjónin Amy Evarda Eymundsdóttir og ■ af heimamönnum, svo ég
Hallbjörn Hjartarson. reiddist Qg ákvad að flytja 5urtu
frá Skagaströnd og gera ekkert
meira fyrir Skagstrendinga.“
Ái ið 1985 fer í að klára lögin fyrir nýju plötuna, Kántrý 4, útsetja hana
og taka upp. Diddi fíðla kemur nú aftur að plötugerðinni, útsetur lögin
og stjórnar upptökunni. Allt gengur eins og í sögu þetta ár og Hallbjörn
lýkur við vinnu sína í Stúdíó Stemmu þann 17. október 1985. Daginn eft-
ir grípa örlögin inn í líf Hallbjörns með óþyrmilegri hætti en Jaau höfðu
áður gert. Hann lendir í alvarlegu bílslysi á gatnamótum Kleppsvegar
(nú Elliðaárvogs) og Holtavegar. Hann slasast mjög illa, höfuðkúpu-
brotnar, viðbein og rifbein brotna, tennur losna og allur er hann mikið
lemstraður.
Þunglyndið
„Ég ranka við mér og sé að mágur minn stendur við rúmið hjá mér og
spyr mig hvort ég viti hvar ég sé og hvað hafi gerst. Nei, ég mundi ekkert.
Vissi ekkert hvar ég var. Allt var horfíð úr huga mínum.
Þú lentir í bílslysi, segir hann, og ert á Borgarspítalanum.
A samri stundu þutu í gegnum mig ótal atvik úr lífi mínu. Mér fannst
ég standa á kletti og steypast svo fram fyrir mig ofan í stórgiýtið fyrir neð-
an og um leið hurfu allir mínir framtíðardraumar.