Húnavaka - 01.05.2003, Page 23
HUNAVAKA
21
annan hátt. Ég hef notið
vinsælda og virðingar
sein tónlistarmaður og
fyrir það er ég þakklát-
ur.“
Trúin
„Já, ég er trúaður mað-
ur,“ segir Hallbjörn að-
spurður. „Ég tala við jesú
á hverjum einasta degi,
stundum oft á dag.
Svona rétt eins og ég tala
við þig. Móðir mín ól
okkur systkinin upp í
trúnni og faðir minn var
líka mikill trúmaður.“
Breytti slysið engu í
þinni trú?
Jú,“ segir Hallbjörn, þungur á svip. „Eg afneitaði Jesú eftir slysið.
Fannst hann hafa yfirgefið mig. Ég gat ekki skilið hvað ég hefði gert til að
verðskulda svona meðferð. Ég skal segja þér að í mörg ár var ég með-
hjálpari á Skagaströnd. Eftir slysið mætti ég í nokkrar guðþjónustur en
svo hætti ég. Við áttum ekki samleið í nokkur ár, ég ogJesú.“
Og hvað ...?
„Þegar ég hafði náð mér að mestu eftir slysið fór ég að hugsa um hlut-
ina á annan hátt og þá sá ég það hvaðjesú hefði í raun og veru gert fyr-
ir mig. Ég hugsaði mikið um þetta. Og smám saman sættist ég við liann
og velgengni mín var ekki á enda. Hann hafði aldrei yfirgefið mig, ég yf-
irgaf hann.
Dag einn kom maður inn í gamla Kán uýbæ. Þangaö kom margt fólk
til að spjalla við mig eins og gengur og gerist. Þessi maður fer að liæla
mér fyrir eitthvað og þá segi ég:
Elsku vinur, ég er bara svona klikkaður.
Þá segir hann: Já, Hallbjörn minn, ég skal segja þér að ef heimurinn
hefði ekki átt svona klikkaða menn eins og þig, þá færum við á mis við
svo margt sem við höfum í dag, það eru þeir sem gera svo margt gott.
Þetta þótti mér nú vel sagt og ekki móðgaðist ég neitt við hann, ég
starði á manninn og sagði síðan, þakka þér kærlega fyrir, og hef aldrei
leitt hugann að þessu fyrr en núna. Ég læt bara verkin tala. Þakka Jesú
fyrir að hann gaf mér þennan svakalega kjark sem ég bý að enn þann
dag í dag.“
9.000 manns sóttu hátíðina án
Gætum við Johnsen aðstoðað, herra, við erum fagmenn.
Tveir þjóbpekktir menn bjóða biskupi aöstoð sína
við Kristnihátíð 2000. Teikning eftir Sigmund.