Húnavaka - 01.05.2003, Page 44
42
HUNAVAKA
ið unnið að lagningu á undanfarin ár; Skagastrandarveg, Svínvetninga-
braut að Svínavami, Vatnsdalsveg að Asi og Svartárdalsveg að Bergsstöð-
um.
Áiið 1924 komu tveir menn úr Reykjavík með fyrstu bílana í Húna-
vatnssýslu og settust að á Blönduósi. Þetta voru gamlir fólksflutningabíl-
ar. Við vegagerðina í sýslunni voru fyrstu bifreiðarnar teknar í notkun
árið 1927. betta voru eins og hálfs tonns flutningabílar en aðra vörubíla
var þá ekki hægt að fá. Samt voru þetta merk tímamót því að vélaöldin
var þá hafm þótt í smáum stíl væri í fyrstu.
Hér að framan hefur verið farið nokkrum orðum um fyrstu ár upp-
byggingar þjóðvega og brúa um sýsluna. Þá var tæknin ekki komin til
sögunnar en í lok þessa tímabils var hún að halda innreið sína meðal
annars með tilkomu bílanna. Samgöngur fóru ört batnandi og vegir
urðu beuá og greiðfærari. Þessi fj’rsta vegagerð í Húnaþingi er merkur og
sögulegur þáttur í samgöngumálum héraðsins.
HEIMILDIR:
Greinar Steingríms Davíðssonar, Nokkrir staksteinar \ ið þjóðbrautina, í Verkstjór-
anum árið 1967 og Staksteinar við veginn, í Verkstjóranum 1975. Einnig grein
Björns Bergmanns, Á Skagfirðingavegi, í Húnavöku 1966.
Drukknaði í Blöndu
Vetur góður frájólum. Kom ís um vorið. Einn maður drukknaði í Blöndu. I H erárdal
í Húnavatnsþingi brann veturgamalt barn í grautarkatli og dó litlu síðar. Hrapaði
ein kona fyrir björg á Skagaströnd norður, lá þar 3 dægur, dó þegar menn komti til
og ætluðu hana heim að færa. Þann tíma var hennar maður uppi yfir henni á einni
hillu; Hún hafði átt að vera við festarhæl en hrapaði ofan. Hann kornst hvergi þau
dægur þar til menn komu og hjálpuðu honum. Þann 10. júní voru skruggur mjög
ntiklar fyrir norðan land í landsuðurátt. Gengu jarðskjálftar alltíðum, nálega nótt og
dag, um haustið fram að jólum. Hvarf ein stúlka frá Eiðsstöðum í Blöndudal, 30 ára
að aldri. Hún fannst ári síðar dauð fram á fjalli þar.
Sást ein cometa fyrir norðan land um veturinn fyrir jólaföstuinngang, nær í
mánuð. Undan henni gekk fyrst, þá hún sást, svo sem einn langur stafur en þá síðar
móti því hún hvarf, kvíslaðist sú rák og var að sjá sem vöndur.
Skarðsárannáll 1618.