Húnavaka - 01.05.2003, Síða 49
HUNAVAKA
47
Hún átti arabíska gæðinga
Einn af merkilegri og furðulegri kunningjum móður minnar þarna upp-
frá var listmálarinn hann Eddi. Eddi var af einkennilegum uppruna en
gaf sig út fyrir að vera Breti og bjó úti í skógi ásamt Claudiu kærustu
sinni. Claudia var rnikil hestakona, átti arabíska gæðinga sem hún beitti
á þetta litla landsvæði er fj'lgdi kofanum þeirra. Þessi kona talaði ítölsku
þegar hún reiddist, sem var nokkuð oft, en enginn vissi hvaðan hana
hafði eiginlega borið að.
Annars var hún sögð dularfull kona sent hvarf úr byggðarlaginu endr-
um og eins, svona mánuð í einu. Eddi ráfaði þá um eymdarlegur og um-
komulaus.
Það var á einu slíku tímabili sem Eddi hitti móðir mína í boði heima
hjá Ray Kopal og Mónu, systur hans, og móðir mín réð hann, í einhverju
góðmennskukasti, til þess að kenna teikningu í skólanum sem hún rak
fj'rir holdsveikar stúlkur í Madras og sendi hann þangað.
Börnin voru styrkt til náms
Ray Kopal og Mónu, systur hans, hafði móðir mín kynnst í veislu hjá ræð-
ismanninum í Madras og notaði kunningsskapinn við jrau til þess að
komast í samband við belgíska nunnureglu sem starfaði í Jrcssu fjallahér-
aði. Móðir mín fékk fólk á Islandi til að styrkja örsnauðar fjölskyldur en
einkum þó börn þeirra til náms, í gegnurn jressa nunnureglu. Nunnurn-
ar höfðu líka eftirlit með því að fjármunirnir frá Islandi færu til þess sem
til var ætlast. Ekkert annað.
Hún hafði þá trú að einungis með menntun væri hægt að forða ein-
hverjum af þessum 80 milljónum barna í Indlandi, sem lifðu ótrúlegu
eymdarlífí, frá þeirri vesöld sem biði þeirra. Senda þau eins og vaxtar-
brodda nýs tíma inn í framtíðina þar sem eitthvert þeirra gæti svo aftur
bjargað fleirum og síðan koll af kolli. Eða, sem betra var, þau gætu
kannski breytt |tessu þjóðfélagi til nútímahátta þar sem mannsæmandi
líf væri sjálfsagður hlutur.
Hún notaði sér fólk, alls staðar sem hún kom í Indlandi til að ná þessu
markmiði, eins og hugsjónamenn gjarnan gera.
Henni var útskúfað
Móna, sysdrin, var bara ósköp venjuleg, feitlagin indversk kona að sjá
og var dóttir seinasta furstans í Kodai Kanal. Hún var ung látin giftast