Húnavaka - 01.05.2003, Page 53
HUNAVAKA
51
í bréfinu var formlegt heimboð til Ray Kopal og systur hans: - Vera svo
elskulegur („sahr Petur and company") að koma í te daginn eftir - klukk-
an þrjú.
Torkennilegar man nverur
Ekki var alveg ljóst hvað kærastan hans Edda gerði þegar hún hvarf. Yms-
ir héldu því fram að hún stundaði nektardans í Bombay eðajafnvel eitt-
hvað enn verra en hefði Edda svona spari til að hvíla sig með á
ólifnaðnum.
En hún Claudia reyndist hin hressasta kona í viðkynningu, nokkuð
grófgerð og jarðbundin kona, minnti helst á íslenska lífsreynda sveita-
stelpu. Hún var viðkunnanleg og góður hestamaður, li\’að sem leið öllum
vangaveltum um líferni hennar. Hún bauð, óumbeðin, okkur Mána
frænda í útreiðartúr, lánaði okkur sinn hvorn hestinn og fór sjálf með
okkur.
Landslagið sem við riðum um var stórskemmtilegt og óvenjulegt. Við
riðum um forna stíga milli kofanna, yfir akra, eftir troðningum, gegnum
þorpin á fleygiferð svo að glumdi í strætunum og íbúarnir forðuðu sér
eins og fjandinn sjálfur væri kominn. Eg hafði það einhvern veginn á til-
fhmingunni að Claudia hefði riðið þarna oft um og væri alræmdur skelf-
ir allra fj'rír glannalega reið. - Og ekki minnkaði skelfing íbúanna þegar
hún var nú komin með, örugglega galna údendinga með sér, ofan á allt
annað.
- Og það tvo frekar en einn.- Það þóttist ég sjá greinilega þegar við
æddum um en áfram var haldið. Leiðin lá eftir drungalegum skógarstíg-
um og ntilli hárra trjáa af ókennilegri tegund var riðið á fleygiferð.
Allt í einu snarstoppuðu hestarnir, pijónuðu og urðu greinilega skelfd-
ir við umferð torkennilegra mannvera.
Við höfðum riðið fram á nokkrar konur rogandi með stór samanbund-
in knippi af trjágreinum á höfðinu. Þær slepptu byrðum sínum í skelf-
ingu þegar \ ið komum þeysandi og hurfu sem hendi væri veifað eitthvað
inn í skóginn.
Viö fórum af baki til að róa hestana og Claudia sagði að þetta væru fá-
tækar konur úr nálægu þorpi að safna eldivið sem þær seldu fyrir smá-
aura til að framfleyta fjölskyldum sínum. Eg lyfti byrði einnar konunnar
sem hún hafði misst en loftaöi henni varla. Þó var ég að minnsta kosti
helmingi stærri en konuvesalingurinn sem beið einhvers staðar í felum,
örugglega hrædd um að ég mundi stela dagsverkinu hennar.
Claudia sagði að þær væru svona hræddar því bannað væri að tína
eldivið í skóginum sem væri í einkaeign eins og allt land. Oðru hverju
væri lögreglunni sigað á Jiessa vondu Jijófa og þær settar í fangelsi.
Venjulega endaði Jtetta þannig að lögreglan hirti eldiviðinn sem þær