Húnavaka - 01.05.2003, Page 73
HUNAVAKA
71
Það er að lokum af Auðbjörginni að segja að hún lenti líka í villum en
komst í var nokkuð innan við Eyjareyna og kastaði þar akkerum og sigldi
síðan daginn ei'tir heilu og höldnu í höfn.
HELSTU HEIMILDIR:
Bókin „Þrautgóðir á raunastund" bls 140 - Ritröð nr. 4.
Guðmundur Jóhannesson, Hákon Magnússon, Jörgen Berndsen,
Kristinn Jóhannsson og Skafti Jónasson.
Líkir hangikjöti við kaðalspotta
Árið 1638 hafði nýlega komið út bók á pólsku um Island. Höfundurinn, Daníel
Streyc, var prentsmiðjueigandi í Póllandi. Hann segir frá Islandsför sinni snemma á
öldinni og hnýtir þar aftan við nokkurn lýsingu á landi og þjóð.
Þar segir að hann ásamt förunautum hafi komið að Skálholti til Odds biskups Ein-
arssonar. Voru þeir þar í fjórar nætur og fengu steikt og soðið kjöt og afbragðsgóðan
lax. Allt var þetta þó saltlaust en salt var borið á borð handa gestunum. Hangikjöt
brögðuðu þeir og líkir Streyc því við kaðalspotta. Lítið var um brauð en gnægð af
öli, Hamborgarbjór og Líbikubjór.
Fyrir brottför gerði biskup þeim veislu og voru þá bornar inn könnur fimm er í
varvín, öl, hunang, brennivín og mjólk. Var öllu þessu blandað saman en þann drykk
gátu gestirnir ekki drukkið. Að skilnaði gaf biskup þeim tuttugu álnir vaðmáls og tvo
spæni úr horni og hvalbeini og fékk þeim hesta, fý'lgdarmann og nesti til ferðar að
Bessastöðum.
Streyc segir íslendinga smáa vexti og undrist þeir stærð útlendinga, þótt ekki séu
þeir nema meðalmenn. Eigi að síður séu þeir sterkir og fimir og svo heilnæmt sé
loftslagið á íslandi að sumir verði þar hundrað og fimmtíu og jafnvel tvö hundruð
ára. Ekki telur hann þá vinnugefna enda þurfi þeir aldrei að vinna neina stritvinnu.
Þeir fáist mest við skepnuhirðingu og fiskveiðarnar séu fremur hressing en teljandi
fyrirhöfn. Kringum ísland eru margar eyjar og er Wespene þeirra merkust. Þar eru
fiskiernir og getur engin kona orðið léttari. Fyrir því er farið með allar þungaðar
konur til meginlandsins þegar að því er komið að þær ali börn sín.
Margt annað segir Streyc af íslandi og íslendingum og sumt ærið fjarstæðukennt
en kveðst þó margt fella undan: „Ef ég ætti að segja frá öllu því, sem Islendingar hafa
sagt mér, myndi enginn trúa, af því menn eru vanalega svo gerðir, að þeir dæma allt
eftir því, sem þeir sjá og reyna í landi sínu.“