Húnavaka - 01.05.2003, Qupperneq 89
JOHANNA HELGA HALLDORSDOTTIR, Brandsstödum:
Spákonan og blómvöndurinn
Þaö er allt svo flnt, vellyktandi og snyrtilegt í vagninum mínum. Eg kveiki
á reykelsum, nokkrum kertaljósum og sit í þögn, tengi mig við þá sem
leiðbeina mér við tarotlesturinn. Finn að það verða nokkuð margir sem
koma til mín í kvöld, bæði konur og karlar, það eru yfirleitt fleiri en kom-
ast að. Eg gef hverjum og einum 15-20 mínútur og það er ekki langur
tími fyrir tarodestur. Best væri að hafa klukkutíma á mann. Það get ég
gert þegar ég hætti í sirkusnum. Meðan ég vinn með þessum hópi verð-
ur þetta svona.
Eg er þeim frekar dýrmæt, þau fá 70 prósent af tekjunum mínum og
tarodestur er dýr. Kostar s\’ipað og hálf vikulaun verkamanns s\'o að stúlk-
urnar vita að þær eru elskaðar mikið þegar ungu mennirnir bjóða þeim
dl mín. I staðinn fyrir þessi 70 prósent fæ ég tvískiptan húsvagn með
einkaplássi inn af vinnustofunni, mat í mötuneydnu og svolítið af fötum
og skarti. Einn umsjónarmaðurinn hjálpar mér stundum að þrífa, hann
er eins konar lífvörður meðan ég vinn. Honum finnst gaman að fylgjast
með og truflar aldrei. Stundum er hann uppnuminn eftir skemmdlegt
og spennandi kvöld í tarotvagninum. Þá kemur hann með mér inn í það
helgasta þegar síðasd gesturinn er farinn, hljóðlátur, öruggur og viljugur.
Eg heyri í þögn minni, brölt í dýrum, einstaka svipusmelli, sópuð gólf.
Svo bætast við fleiri hljóð og ég heyri að trúðarnir tveir eru að gera usla
á svæðinu. „Það er að koma fólk,“ segir minn hljóðlád umsjónarmaður.
„Það er margt á svæðinu í kvöld.“ Eg brosi - flnn að ég er tílbúin í hvað
sem er. „Takk Pedruzio.“
Fyrst koma t\'ær ungar konur, varla af barnsaldri, fá að vera báðar í
einu. Feimnar, spenntar, mæla mig út og glápa á síða svarta hárið mitt,
brúnu húðina og armböndin, festarnar, eyrnahringina. Svörtu augun og
rauðan munninn sem talar um fortíð, nútíð og framtíð. „Þú ert miklu
minni en ég hélt“ hvíslar önnur. Eg hlæ, stend upp og sný mér í hring,
faðma þær að skilnaði og óska velgengni í lífinu.
Næst kemur nýtrúlofuð kona, svo fullorðin kona, sölumaður, auðmað-
ur, önnur nýtrúlofuð stúlka, hestamaður og t\'eir ungir menn á eftir hon-
um. Enn er röð úd fýrir og ég bið Pedruzio að láta vita að fjórir í viðbót
komist að í kvöld. Hann gerir það og segir hinum að koma aftur á morg-
un - ég ætla að byrja fyrr næsta kvöld.
Þegar ég er búin fínnst mér góðu dagsverki lokið, er alsæl og hlakka til