Húnavaka - 01.05.2003, Side 91
11 ÚNAVAKA
89
Ég brosi út í annað og Pedruzio segir: „Viltu ekki fara að hvíla þig,
svæðið er autt og komin nótt?“ ,Jú kæri Pedruzio" segi ég og teygi mig til
lians. Hann lyftir mér upp og fer með mig inn í minn helgireit. A meðan
við njótumst spyr hann: „Ertu ástfangin Natashja?" „Nei,“ segi ég alsæl,
„en það er maður ástfanginn af mér“. Um leið og hann hefur klætt sig er
bankað. Hann brosir til mín og lætur sig hverfa út að framan, passar að
loka vel á eftir sér, hljóðlaus eins og köttur. Aftur er bankað og ég ákveð
að fara nakin til dyra í þetta skiptið. „Bianco, viltu koma inn............“
Frábærlega hreinlíft
Árið 1638 kom út rit um furður Islands sem Gísli Oddsson biskup í Skálholti skrifaði.
Dómkirkjuprestur hans, Ketill Jörundsson, þýddi það á latneska tungu. Var það ætl-
un biskups að útlendir menn gætu fengið þar fræðslu um land og þjóð. Frá mörgu er
rétt og fróðlega sagt en eftirfarandi kafli, um konur, hljómar dálítið skringilega.
Ekki er laust við að undrun sæti að til er hjá oss kvenfólk sem er svo frábærlega
hreinlíft, að í landinu er fjöldi guðhræddra meyja sem aldrei hafa tekið í mál að gift-
ast, heldur staðráðið að vera nteyjar af tómri siðsemi. En svo eru aðrar svo afar
fijósamar, að þær verða vanfærar í hrumri elli, allt til fimmtugs og sumar yfir sextugt.
Enn er á lífi hefðarkona sem hefur fætt 23 börn og voru það stundum tvíburar og
þríburar.
Galdrabrennur 1669
Áður en Jón Leifsson var brenndur, lýsti hann |)\ í að hann hefði lært galdur af Er-
lendi nokkrum E)jólfssvni. Var Erlendur þessi gripinn en hann neitaði því þverlega
að hann hefði kennt galdur. Kvaðst hann ekkert slíkt hafa átt saman viðjón að sælda,
nema hvað hann hefði fengið honum í hendur eitt teikn, svonefndan ausukross.
Þegar s\'o treglega gekk að knýja Erlend til viðurkcnningar var hann fluttur norð-
ur að Þingeyrum og fenginn í hendur Þorleifi lögmanni Kortssyni sem allir galdra-
menn óttuðust nú mest. Tókst honum að kreista þájátningu út úr Erlendi, að hann
hefði margvísleg óhæfuverk framið með fjölkynngi og galdrabrögðum. Kvað lögmað-
urinn síðan upp yfir honum dauðadóm og lét brenna hann í Nesskógi í Vesturhópi
um haustið upp á væntanlega staðfestingu Oxarárþings að sumri.