Húnavaka - 01.05.2003, Page 101
INGIBJORG EYSTEINSDOTTIR, Beinakeldu:
Myrkfælni
Eitt síðsnmarkvöld, fyrir mörgum tugum ára og mikið tekið að skyggja,
var níu ára gömul vikastelpa að sækja kýrnar. Þær áttu að vera á túninu
en sáust ekki frá bænum í þetta sinn. Hún þurfti því að labba út í rökkrið
og leita að kúnum, dauðbrædd því að hún var mjög myrkfælin. Allt í
kringum sig heyrði hún dularfull hljóð og sá varhugaverða skugga en
varð að harka af sér. Fullorðna fólkið sagði að engir draugar væru til og
hún ætti ekki að vera með þessa vitleysu. Einnig að hún mætti ekki
hlaupa á flótta þótt hún teldi sig sjá draug því að þá gæti hún orðið brjál-
uð.
Eftir langa skelfingargöngu fann hún kýrnar liggjandi makindalegar
úti í túnfæti. Rak hún þær af stað heim og hafði af þeirra nærveru and-
legan styrk þar sem þær röltu í rólegheitum meðfram breiðum skurði.
Allt í einu næstum stoppaði hjartað í brjósti hennar er hún sá hroðalegt
andlit við skurðbakkann á móti, grátt með ógurleg augu sem fylgdu
henni eftir. Hún reyndi að horfa bara á kýrnar og ganga sem allra næst
þeini en hvorki hljóða né blaupa. Hún fann að draugurinn fylgdí henni,
heyrði fótatak hans nálgast og var nærri búin að tapa glórunni. I fjósið
komst hún með kýrnar og batt þær á básana í myrkrinu því að ekki voru
rafljósin í þá daga. Hún komst síðan inn í bæ og lét á engu bera.
Löngu seinna átti hún leið á björtum degi meðfram fyrrnefndum
skurði, sá hún þá draugsa sem var stór grár steinn með sprungum og
mosaþembum og hékk enn í skurðbakkanum. Dofnaði aðeins draug-
hræðslan við þetta.
Nokkrum árum síðar var önnur stelpa í sama starfi á bænum. Var hún
eitt dimmt haustkvöld að binda kýrnar á básana en sá þá stóran svartan
púka í jötunni. Hann var með horn og eitt hræðilegt auga, stórt og illi-
legt, sem horfði á hana. Fleygði hún þá hlekkjunum og hljóp öskrandi út
úr fjósinu og inn í bæinn svo að fólkinu varð illt við. Sagðist hún aldrei
framar fara inn í fjósið. Það væri draugur þar. Fór nú mjaltafólk út í fjós,
batt kýrnar og mjólkaði þær án þess að verða vart við neitt óvenjulegt.
Daginn eftir, þá bjart var orðið, bað bóndi stúlku þessa að korna með
sér út í fjós og sýna sér hvar hún sá drauginn. Gerði hún það með hálfum
hug og ríghélt í hönd bónda er hún leiddi hann að jötunni og sagði:
„Sko, þarna er hann.“ Hún varð samt dálídð skrýtin á svipinn þegar hún