Húnavaka - 01.05.2003, Side 105
H U N A V A K A
103
ur-Múlasýslum reynt til að afstýra með bónarbréfum til betur megandi
manna. Fólk var og hér og víðar stórskuldugt orðið í kaupstöðum. Þó
tóku skuldirnar yfir á Suðurlandi og bágindi manna á milli, þar fískiríið
brást, og lán fékkst ei lengur hjá kaupmönnum. Islands sdftamtmaður,
Ólafur Stefánsson, gaf því landsins eymdarástand til kynna því kónglega
rentukammer kollegio,3 er strax af því heyrðu, gjörði samning við kaup-
mann nokkurn, að senda hingað um haustið 1802 skip hlaðið með mat-
vörur, hvað þó ei fékkst utan með 2000 rd. skipleigu og 100 rd. þóknun
til skipherra vegna hættu við siglingu hingað á þeim tíma og voru hon-
um þessir peningar efdrlátnir af Islands kollektu4 peningum. En ferð sú
gekk seint og illa. Skipið komst skaddað með illan leik í Noreg, lagði það-
an um vorið 1803, hreppti langa údvist, mótbyr, storma og leka svo varð
að pumpa í sjó miklu af korninu og komst stórkostlega skemmt í Reykja-
vík seint í apríl. Af Islands kollektu peningum lét og kóngur þetta ár lána
1000 rd. nauðstöddum hér í landi. Þó gengu víðast um land, hvar harð-
rétti var, fólks á milli blóðsótt, kreppusótt og skyrbjúgur5 og fleira, eink-
um í Strandasýslu, hvar mest var lifað á físki og hákarli með lýsi og
blávatni því að málnyta brást sumar og vetur en feitmed ófáanlegt. Kaup-
höndlun var og víðast bág þessi árin.
SLYSFARIR
Mörg kaupskip strönduðu þetta ár, eitt dlheyrandi kaupmanni Schram
á Skagaströnd eftir að það áður eftir 17 vikna sjóhrakning hafði orðið að
lileypa inn á Berufjörð. Annað kaupskip, sama kaupmanni dlheyrandi,
fórst í Spanska sjónum með dýrmætum farmi á héðan siglingu. Þriðja,
að nafni Falken, frá Akureyri tilheyrandi kaupmanni Lynge, sem efdr sjö
vikna hafvillu steytti á skeri og sökk á 10 faðma djúpi við Noreg, tveimur
matrósum varð bjargað. Fjórða hét Glychstæd, eign kaupmanns Kyhns,
braut í spón við Hornstranda óbyggðir á útsiglingu frá Akureyri, tyndust
þar skipverjar allir og með þeim sá almennt saknaði höndlunar faktor,
valmennið Einar Asmundsson Hjaltested.6 Fimmta skipið sleit upp af
Arnarstapahöfn búið dl siglingar og sU'andaði, varð þó mönnum og góssi
bjargað.
Guðmundur bóndi á Akri í Húnavatnssýslu varð úti skammt frá bæ
sínum. Tala þeirra er á öllu landi hafa af hastarlegum tilfellum dáið:
Drukknaðir 44 (auk þeirra á kaupskipunum). Orðnir úd í óveðri og hel-
frosnir 17. Hrapaðir úr klettum tveir; úr kaupskipsmastri einn. Af gá-
lausri skott’opna meðferð einn. Slasaður á ljá til ólífís einn, kafnaður í
reyk einn, í laug einn og orðinn undir skriðu einn.
Yfír höfuð dóu alls 2352. Á þessu ári fæddust ekta 1405, óekta 133, til
samans 1538, hvar á meðal 12 tvíburapör. Voru því 814 fleiri dauðir en
fæddir. Meðal dauðra ektahjón ein í Isafjarðarsýslu, hvort þeirra 89 ára,
höfðu verið í hjónabandi 63 ár. Hann lifði henni lengur sjö vikur og einn
dag.