Húnavaka - 01.05.2003, Síða 107
HUNAVAKA
105
og vötnum. Brúkaði hann til þess langbuxur af þykku skinni, á hverjum
var hol bunga út frá kroppnum um lendarnar, þverhandar breið, en þar
fyrir ofan voru buxurnar þétt samandregnar. A fótunum voru eins konar
sunduggar af eirplötum. I búningi þessum gekk hann á hyldjúpu vatni
jafnvel í stormi og sterkum straumum.
I svokallaðri frelsis8 maskínu - nýuppfundinni af legations sekretera9
Pelt - fór þann 12. ágúst maður nokkur, Isak Pétursson að nafni, yfir Eyr-
arsund hér um bil viku sjávar, hvar tvö höf mætast og er því ætíð straum-
hart, og var á ferðinni frá Helsingjaeyri í Danmörk til Helsingjaborgar í
Svíaríki 1 3/4 klukkustund. A leiðinni haíði hann etið, drukkið og reykt
tóbak til að sýna hve liðuglega hann gat neytt handa sinna. Maskína þessi
er þannig tilbúin, að þegar maður í henni kollsteypir sér í sjó eða vatn
stendur hann æ síðan uppréttur, jafnvel í mesta sjávargangi. Hún er sjálf
mjög sterk og vegur ekki meir en átta pund nær þurr er. Olmusulimir í
Kaupmannahöfn búa þær til. Seljast þær fátækum til nota og kosta ein-
ungis 3 rd. til að gjöra brúkun þeirra almennari sem er höfundsins ein-
asti tilgangur.
Alls kyns bein af ætum skepnum af landi og sjó voru nú til manneldis
notuð. Voru þau fyrst steytt í mylsnu, síðan möluð fínt og soðin svo úr
þeim súpa sem af læknum er álitin holl og nærandi. Hrossakjötsát tíðkað-
ist og mjög í Kaupmannahöfn á þessu tímabili, hvar Jrað var haft í stöku
gestaboðum á herraborðum og álitið með ljúfengasta kjötmat.
Alexander Rússa keisari framar æ meir og meir sæld þegna sinna með
alls konar nytsömum ráðstöfunum. Hann gaf þeim nú almennt frelsi til
fasteignakaups, frásagði sér forbrotnar búslóðir sakamanna og aftók það
straff með öllu. Fyrirbauð það útsjúgandi áhættuspil tal-lotterie kallað og
út gaf fleiri nytsamar skipanir.10
Þetta ár urðu hvergi stórir bardagar í Norðurálfum en ýmsar líkur lutu
að því að almennur friður mundi ei lengi haldast því að 18. maí sögðu
Enskir Frökkum stríð á höndur. Svo mikill þurrkur var í Frakklandi um
haustið að í einu þess umdæmi kostaði vatn handa einum hesti nær því
sléttan11 dal.
I París lifði á þessu tímabili spanskur unglingur, um t\átugs aldur er
kallast hinn Obrennanlegi, Jjví eldur vinnur ekkert á hans líkama. Hann
hefur verið Jjveginn upp úr sjóðandi olíu. Hann hefur gengið á glóandi
járnmiltum, sleikt logandi járn og látið brenna ljósum við kálfa sér uns af
reyknum svartir urðu, allt þetta að skaðlausu. Þó finnur hann vel til ef
hann er klipinn með fingrunum. Allt þetta er sannað með ótal órengd-
um vottum.
I Englandi er uppfundinn sá svonefndi frelsisbátur, allur yfirklæddur
með korktré, getur rýmt 30 manna og hvolfist ekki, jafnvel í mestu of-
viðrum. Höfundur hans, skipsdmburmaður Greathead, fékk þar fyrir af
parlamenti 25.000 rd. verðlaun.
Um Jjessar mundir komust mest á gang þær svonefndu járnbrautir,