Húnavaka - 01.05.2003, Síða 108
106
HUNAVAKA
eður vegir þaktir með járnstöngum, yfir hverjar aka má miklu þyngri
byrði í einu en á öðrum vegum. Dampvagnar, sem ekki flytjast áfram af
hestum heldur ai' dampa eður gufu sem í þeint er höfð, voru og í
Englandi uppfundnir. I Frakklandi eru og uppfundin skip sem með
dömpum llytjast fram án segls og ára.
Prófessor Robertson frá Hamborg með samferðamanni, Hvest, gjörðu
í júlí merkilega loftreisu liátt uppi yíir skýjum, 3000 franska faðma12 frá
jörðu. Því nær þeir komn sólinni þess kaldara var loftið og á hana gátu
þeir starað án augnaraunar. Svefnsýki varð kuldanum samfara. Blóðið sté
þeini til höfuðs, Robertson grét blóði og höfuð hans þrútnaði. Þeir urðu
að kalla hátt hvor í annars eyru og heyrðu þó varla hvor til annars. Tvo
fugla tóku Jaeir með sér. Dó annar af of þunnu lofti en hinn missti flugið.
Þeir merktu að segulsteinninn missti styrk sinn svo hátt í lofti, að skýja-
hvolfið er ekki hærra en 2000 faðma frá jörðu o.s.frv. A fimm klukku-
stundum höfðu þeir farið yfir 12 þýskar mílur eða nær Javí 2 V2
þingmannaleið.13 Þar sem þeir komti niður hélt fólk þeir væru illir loft-
andar og hljóp ært á flótta.
I Arabía uppkom nýr spámaður, Abdul Wechab, sem með óvægu liði
er hann hafði leilt til sinnar trúar, leitaðist við að kollsteypa þeirn á
Tyrkjalöndum og miklum hluta Suðurálfunnar drottnandi mahómetísku
trúarbrögðum, predikaði að allir þeirra áhangendur væru guðs og
manna óvinir sem afmást ættu með eldi og sverði. Að Tyrkja keisarinn
sé upphlaups- og villumaður, hvar á mót hann sé af guði sendur til að
hreinsa |já sönnu trú frá öllum mannlegum tilsetningum eftir fyrstu stipt-
un og innsetningu vitringsins Mahómets. Hann inntók þá svokölluðu
helgu staði, Mecca og Medina, og eyðilagði Mahómets gröf, ruplaði Jjað-
an fáheyrðum auðæfum af gulli og dýrgripum. Hans áhangendur [tóku]
staðinn Carbella og rændu úr þarverandi musteri við gröf spámannsins
Hússeins, meðal annarra dýrinda af gulli og eðalsteini, ljósahjálmi af silfri
er vó 62.400 drakma eður sex vættir14 og 15 merkur. Seint á þessu ári
hafði Abdul þessi saman dregið 200.000 hermanna útbúna einungis með
spjótum og lensum og hótaði að leggja undir sig Egyptaland en Jjað
hindraðist vegna ósigurs er hann beið mót Sýrlands landshöfðingja.
Magt Tyrkja fór mjög lmignandi í öllum áttum á þessu ári. Megnt upp-
hlaup í Kína um árslokin.
TILVÍSANIR
1 Átt mun við tímánn milli Jónsmessu og Þingmaríumessu, þ.e. síðustu vikuna í
júní.
2 Það er 29. september.
3 Rentukammer var eins konar fjármála- og atvinnumálaráðuneyti unt jressar
mundir.
4 Þetta voru peningar sent söfnuðust á sínum tíma vegna móðuharðindanna og
var eins konar viðlagasjóður.