Húnavaka - 01.05.2003, Page 112
110
HUNAVAKA
strendinga var ort svo um Ingvar og kjötið af Toppi: „Á Öldurstað gamli
Börsson býr og brytjar í matinn fimmtugar kýr.“
Sumarið 1954 ák\-að nautgriparæktarfélagið að kaupa nautkálf sunnan
af Akranesi. Það mun hafa verið Sigurjón bóndi á Þaravöllum í Innri-
Akraneshreppi sem átti kálfinn. Þá kom upp vandamál hvernig ætti að
koma honum norður. Faðir minn, Þorsteinn Sigurðsson í Enni, var um
þessar mundir formaður nautgriparæktarfélagsins og kom það þ\'í í hans
lilut að sjá um flutninginn. Eitthvað tafðist að hentug ferð félli, því stakk
ég upp á að ég sækti kálfinn en ég átti þá lítinn sendiferðabíl. Ekki leist
pabba of vel á jraö. Nokkru seinna þurftí pabbi að fara tíl Reykjavíkur og
var talað svo um áður en hann fór að hugsast gæti að hann færi með Lax-
fossi upp á Akranes á heimleiðinni og ég kæmi suður, sækti hann og
kálfinn.
Svo var jrað eitt kvöldið þegar ég kom inn frá heyskap að pabbi hafði
lningt og sagst fara með skipinu morguninn eftir. Það væri best að ég
kæmi suður en hann hafði gleymt að láta vita hvað bærinn hét sem kálf-
urinn var á og við heirna vissum Jaað ekki. Símstöðinni var lokað um
kvöldmatarleytið og þar af leiðandi ekki hægt að hringja suður í pabba
og fá upplýsingar. Sá ég ekki annað ráð vænlegra en fara snemma af stað
um morguninn eftir og vera kominn á bryggjuna á Akranesi þegar skip-
ið kæmi þangað. Eg vissi að það færi frá Reykjavík klukkan átta og yrði
komið að á Akranesi um níuleytið.
Morguninn eftír lagði ég af stað klukkan að ganga sex og ætlaði mér
rúma joijá klukkutíma í ferðina á Akranes. Þá voru vegirnir allt öðruvísi
en í dag, ekkert bundið slitlag en nóg af holum. Bíllinn var heldur ekki
mjög kraftmikill, enda bara tveggja strokka og ekki hægt að aka honum
nijög hratt.
Þegar ég var kominn niður aö Blöndubrú fór bíllinn að hökta og leist
mér ekki á blikuna. Hann hökti þó áfram yfir brúna og inn á bíla-
þvottaplan sem var þar sem sýsluskrifstofan er núna. Þar drap liann á sér
og fór ekki aftur í gang. Þegar ég athugaði hvað gæti veriö að, sást auðvit-
að ekkert við lauslega yfirsýn, helst fór mig að gruna kveikjuna. Eg tók
kveikjulokið af og kom þá í ljós að þar var meinið. Inni í kveikjunni voru
tveir hálfmánar úr blýi með götum í báðum endum og gormar á milli
þeirra festir í götin, snérust þeir með kveikjunni og leituðu hvor frá öðr-
um þegar hraðinn jókst. Sá ég að annar gormurinn hafði rifið út úr gat-
inu á öðrum hálfmánanum.
Nú var ekki gott til gerðar. Eg hafði enga möguleika á að laga þetta
þarna á staðnum svo að ég tók kveikjuna úr í heilu lagi og labbaði nteð
hana heim að Enni. Þar tókst mér að gera sæmilega við skemmdina, vakti
Ævar bróður minn og fórum viö niður eftír á „Villysnum". Eg kom kveikj-
unni á sinn stað og létÆvar draga mig til og frá á jeppanum meðan ég
var að stílla kveikjuna. Það tókst vonum framar en allt tók sinn tíma og
klukkan var rétt um níu þegar ég komst aftur af stað, nákvæmlega á sama