Húnavaka - 01.05.2003, Síða 114
112
H U N A V A K A
Ýmislegt var spjallað meðan verið var að spila utan um kálfínn. Ekki
man ég nú neitt af því nema að pabbi sagði við Sigurjón: „Þið kjósið alltaf
Pétur Ottesen á þing.“ Þá svaraði Sigurjón og kvað fast að orðunum:
„Þeir kjósa hann meðan hann lifir og kannski eitthvað lengur.“ Það var
auðheyrt að hann var enginn aðdáandi Péturs né kjósandi.
Síðan var lagt af stað, fara varð varlega á meðan kálfurinn var að venj-
ast ferðinni, því að slagsíða kom á bílinn þegar hann hreyfði sig. í Norð-
urárdalnum lagðist kálfurinn og lá norður í MiðQörð. Það var rnikill
munur að aka meðan hann lá. Ekki voru neinir hliðarspeglar úti á bíln-
um, aðeins baksýnisspegill inni. Þar sem kálfurinn skyggði algjörlega á
afturrúðurnar var erfitt að fjlgjast nteð umferð sem á eftir kom og vegur-
inn bauð ekki upp á framúrakstur nerna vikið væri. Þetta kom ekki veru-
lega að sök enda umferðin ekki mikil. Einn bílstjóri, sem hefur sennilega
verið búinn að dóla eitthvað á eftir okkur, snarstoppaði þó þegar hann
komst fram fyrir, rauk út úr bílnum og kont æðandi til okkar. Hann ætl-
aði sýnilega að hundskamma mig en þegar hann sá þónokkuð stóran
nautshaus á milli okkar varð ekkert úr skömmum og hann snéri hið
bráðasta frá og ók áfram.
Það var gaman að sjá svipinn á sumum sem við mættum þegar þeir sáu
nautshaus rétt innan við bílrúðuna. Ekkert var áð á leiðinni og var farið
með kálfmn að Fremstagili. Mikið urðum við þrír fegnir þegar þangað
var náð enda komið langt fram á kvöld og ferðin að sunnan gengið slysa-
laust. Kálfurinn var skírður Ljómi og var þarfanaut í Engihlíðarhreppi
næstu árin á eftir við góðan orðstír.
Rautt skegg neðan við kjálkana
Fiskur veiddist í Svínavatni í Húnavatnssýslu haustið 1854. Höfuð hans var stutt og
digurt, tennur rauðar, munnur víður, höfuðlitur dökkur með hvítum bletti fyrir aftan
augun og á blettinum rauðar dröfnur. Augun græn og mjög smá, lítið rautt skegg
neðan við kjálkana, búkurinn stuttur og digur, liryggurinn svartur og hárlaus, hlið-
arnar með þrem köflum, dökkum og tvéimur gráleitum eður sem menn kalla brand-
gráum, og þessir síðarnefndu loðnir og loðnan viðlíka og á nýgotnum kettling. Tveir
uggar voru á baki, rauðir og aftan t'iö höfuðið á litlum kafla rauð liár, líktust faxi.
Kviðurinn rauðleitur með fjórum eins litum uggum. Sporðurinn tiltakalega stór eftir
öðrum vexti fisksins, dökkur að ofan en rauður á miðju og dökk rönd á honum að
neðan og fyrir enda var sporðurinn rauður.
Nordn 1855.