Húnavaka - 01.05.2003, Page 120
118
HUNAVAKA
Úr Undirfellsrétt. Jóhnnn Gudmundsson, Skólahúsinu, Vigfús Magnússon,
Skinnastobum, Leifur Sveinbjörnsson Hnausum, Olafur Magnússon,
Sveinsstöbum, Jón Reynir Svavarsson, Oxl, Hreinn Magnússon, Leysingja-
stöiöum, Jón Bjarnason, Haga ogMagnús Ólafsson, Sveinsstöbum.
yrði áfram með málið á þeim grundvelli sem lagður var á fundinum 13.
júlí þar sem hann setti að 75% væri lágmarksþátttaka.
Þessum málsúrslitum varvísað til stjórnvalda og jafnframt gjörðar ráð-
stafanir lil þess að láta alla fjáreigendur á svæðinu vita um þessa niður-
stöðu. Þeir Hafsteinn og Bjarni fóru til Reykjavíkur til þess að fylgja þessu
máli eftir en fengu þungar viðtökur. Marka mátti þó að stjórnvöldum
leist ekki meir en svo á blikuna og höfðu beig af þessum samtökum ef
ekki væri hægt að koma þeim fyrir kattarnef. Síðar á sumrinu var haft
el’tir Jóni alþm. á Reynistað að landbúnaðarráðherra, Bjarni Asgeirsson,
hefði svarað því til að vitanlega vildi hann þessi samtök feig. Ef svo ólík-
lega færi að af svo miklum niðurskurði yrði sem áformað væri Jvá yrði
honum, sem ráðherra, ekki fært annað en skipa þeim sem eftir yrðu að
skera niður )>á um haustið svo að svæðið yrði lneinlega sauðlaust. Enda
væri það vitað ntál, sem allir máttu skilja, að ef samtökin ekki biluðu yrði
stjórnvöldum ekki stætt á öðru.
Nú hófst hinn harðasti slagur í málinu. Blaðaskrif og margvíslegur
áróður frá beggja hálfu. Ekki var hægt að fá jrað fram hjá Sauðfjársjúk-
dómanefnd hvort hún ætlaöi sér að láta allsheijar niðurskurð fara fram á
svæðinu árið 1948. Það er gefið mál að ef vissa hefði verið fyrir því að
það væri ætlunin, hefðum við ekki treyst okkur til að halda því til streitu
að skera niður haustið 1947.
Þann 6. september 1947 barst skeyti frá landbúnaðarráðherra og fjár-
málaráðherra þar sem Jaeir tilkynna að þeir leyfi ekki niðurskurð á svæð-