Húnavaka - 01.05.2003, Page 121
H U N A V A K A
119
inu haustið 1947. Daginn eftir heldur stjórnin fund á Sauðárkróki. Þar
var ákveðið að halda fundi, helst í öllum hreppum á svæðinu, til þess enn
á ný að kynna sér vilja manna í þessu máli með tilliti til þeirrar andstöðu
sem enn væri frá stjórnvöldum.
Fundir voru svo haldnir í flestum hreppum og sýndu þeir að ljáreig-
endur \’oru yfírleitt einhuga um að halda áfram við niðurskurðinn þrátt
fyrir andstöðu stjórnvaldanna. A þessa fundi mættum við Hafsteinn, ým-
ist báðir eða annar hvor. Svo vildi til að þrátt fyrir ítrekaðar eftirgrennsl-
anir nefndra manna við samnefndarmann þeirra, Magnús á
Vindheimum, færðist hann undan að halda fund þar í hreppi með fjár-
eigendum um hin nýju viðhorf málsins. Það er ekki fyrr en 14. október á
hreppaskilum um haustið að fundur er haldinn að Lýtingsstöðum að af-
stöðnum fjárskilum. Magnús setti fundinn, gat um tilefni hans og jafn-
framt að hann hefði ekki talið fært né rétt að hafa fundinn fyrr enda þótt
framkvæmdanefndin hefði spurst fyrir um möguleika að halda fund í
hreppnum. Hafsteinn skýrði frá hvernig þessum málum væri komið,
búið nær að fullskera í Húnavatnssýslu og töluvert í Skagafirði en þó virt-
ist komið nokkurt hik á marga. Nú riði á að hika ekki heldur fullskera
svo að málið næði fullnaðarsigri, bæði vegna sóttvarnarráðstafana og
bótagreiðslna svo og innflutnings larnba að ári liðnu. Miklar umræður
urðu um málið og voru skiptar skoðanir en vegna fámennis á fundinum
þótti ekki fært að gjöra neina ályktun.
Það er ekki fyrr en um miðjan október að ráðuneytið loks neyðist til að
úttala sig um ákvörðun um fjárskipti. Þá sendir það frá sér tilkynningu
um að niðurskurður skuli fara fram á svæðinu haustið 1948. Málurn er þá
svo komið að flestir Húnvetningar eru búnir að alskera, einn hreppur
alveg nema ein kerling með örfáar kindur. I Skagafirði er mjög mikið
búið og allmargir alveg orðnir sauðlausir.
Ekki verður sannað en er þó vitað mál að þessi tregða stjórnvalda, um
niðurskurð haustið 1947, stafaði af því að Borgfirðingar og Mýramenn
sóttu mjög fast að vera á undan Húnvetningum og Skagfirðingum. Sauð-
fjársjúkdómanefnd taldi það hentara enda þótt Hegranesið væri orðið
sauðlaust og garnaveikin ógnaði að austan. Afstaða ráðherrans, jiing-
manns Mýramanna, verður þá ljósari og eins hik stjórnvalda að ákveða
niðurskurðinn hjá okkur 1948. Hefðu þau skýrt frá því vorið 1947 hefði
ekki komið til neins verulegs uppistands hér.
Haldið var áfram margvíslegri viðleitni um að þoka niðurskurðinum
áfram í von um að svo mikið yrði að gjört í þá átt að stjórnvöld sæju sér
ekki annað fært en láta hreinsa þar sem eftir kynni að vera. Samt varð
lítið um frekari niðurskurð og stjórnvöld alls ófáanleg til þess að breyta
afstöðu sinni. Þegar svo var kontið blasti við hið válegasta ástand á svæð-
inu. Mikill hluti fjáreigenda var alveg sauðlaus og ekki réttur né líkindi til
að þeir fengju lömb fyrr en eftir t\'ö ár. Það var ári eftir að þeir skæru
niður sem enn voru með kindareyting og einnig voru þeir sviptir rétti til