Húnavaka - 01.05.2003, Page 136
134
HUNAVAKA
engu skipta enda muni hann lítið geta bætt úr vandræðum sínum þótt
einhver væru. Hinn segir að oft sé það í koti karls sem kóngs sé ekki í
ranni enda hafi hann ekki þurft að spyrja þó að hann hafi gert það.
Segir hann nú kóngi allt sem þeim drottningu hafði farið á milli en
kóngur hlustar á höggdofa af undrun. Síðan tekur karl upp stöngul einn,
vafinn silki, og rekur hann sundur. Var innan í gylltur fugl. Segir hann
kóngi að hann skuli fá drottningu sinni þessa gersemi. Þurfi hún ekki
annað en láta fuglinn á tiltekna staðinn og segja. „Stikktu mig Bassi“ og
rnundi hann þá taka til starfa. En þegar henni sé nóg boðið skuli hún
segja. „Slepptu mér Bassi“ og rnuni hann þá kyrrast. Kóngur tók við
gripnum og er þess ekki getið að karl mælti til neinna launa fyrir.
Snýr kóngur aftur heim til hallar, kallar á drottningu, fær henni Bassa
og segir henni fyrir um alla meðferð hans. Drottning verður nú alls hug-
ar fegin og biður hann vera velkominn heim aftur, konung sinn. Að þ\'í
búnu heldur kóngur af stað nteð her sinn og kveðjast þau drottning með
miklum kærleikum.
Daginn eftir sendir drottning allt fólk burt úr höllinni, sumt til veiða,
en sumt á hnotskóg og er ekki eftir heima hjá henni nema fóstra hennar,
gömul og aflóga. Segir drottning við hana að hún ætli að ganga til svefn-
stofu sinnar og taka sér miðdegishvíld og tekur kerlingu strangan vara
fyrir að raska ró sinni. Kerling heitir góðu um það. Gengur drottning í
svefnhús sitt, rekur Bassa reifarnar og hagræðir honum kirfdega. Hefur
hún síðan alla |)á meðferð sem kóngur hafði sagt henni fyrir og þykir
henni nú vel fara, lengi vel. En þegar henni finnst nóg leikið, getur hún
með engu móti munað hvað hún ætti að segja til þess að stilla Bassa.
Hafði hún gleymt þ\'í í gleði sinni að gefa nógu nánar gætur að orðum
kóngs. Getur hún ekki annað en endurtekið í sífellu. „Stikktu mig Bassi“
en Bassi herti svo sóknina að drottning veltist niður á gólf og engdist
þar sundur og sarnan með háhljóðum. Þetta heyrir kerling, fóstra henn-
ar, og skilur nú að drottning muni vera stödd í nokkrum nauðum. Knýr
hún á svefnherbergishurðina en hún var harðlæst og of að drottningu
sorfíð til þess að hún gæti opnað dyrnar. Eftir langa mæðu getur kerling
brotiö lásinn frá dyrunum með öxi og ætlar hún að stumra yflr drottn-
ingu og hjúkra henni. Drottning getur þá stunið upp með veikum burð-
um. „Segðu nú fóstra mín. Stikktu mig Bassi.“ Kerling étur þetta eftir
henni þó að hún viti ekki sitt rjúkandi ráð. En þá urðu þau umskipti að
Bassi þaut af þessu klaustrinu á hitt. Varð kerlingu svo bilt við þessa send-
ingu að hún hrökklaðist út úr svefnstofunni og veltist út úr höllinni. Lá
hún þar ósjálfbjarga í hlaðvarpanum og gat ekki annað en æpt í sífellu
sönui orðin.
Meðan á þessu stóð kom munkur ríðandi um garð á grárri meri.
Staldraði hann við og horfði á kerlu og þótti atferli hennar svo hlægilegt
að hann fór að herma eftir henni. „Stikktu mig Bassi“ en um leið og
hann hafði sleppt orðunum hvarf Bassi frá kerlingu og af því hann gat