Húnavaka - 01.05.2003, Page 144
Mannalát árið 2001
Sigurbjörg Sigríður Guðmimdsdóttir,
Öxl
Fædd 28. september 1929 -Dáin 9. ágúst 2001
Sigurbjörg var fædd á Refsteinsstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldr-
ar hennar voru Guðmundur Pétursson, bóndi á Refsteinsstöðum og Sig-
urlaug Jakobína Sigurvaldadóttir er ættuð var frá Gauksmýri.
Guðmundur var sonur hins kunna atbafnamanns Péturs Kristófersson-
ar á Stóruborg.
Systkini hennar voru átta og eru sjö þeirra á lífi: Þrúður Elísabet, bú-
sett í Reykjavík, Olöf María, húsmóðir í Reykjavík, Vilhjálmur, fyrrum
bóndi á Gauksmýri og Hraunum í Fljótum,
síðar búsettur á Hvammstanga, Pétur, bóndi á
Hraunum, Sigurvaldi, pípulagningamaður í
Kópavogi, Steinunn Jósefína, búsett í Reykja-
vík, Jón Unnsteinn, látinn og Fríða Klara
Marta, húsmóðir í Kópavogi.
Ttæggja ára að aldri var Sigurbjörg tekin í
fóstur af hjónunum Jóni Jónssyni og Sigríði
Björnsdóttur er bjuggu í Oxl. Var faðir Sigur-
bjargar og Sigríður bræðrabörn. Var heimili
fósturforeldra hennar annálað myndarheim-
ili. Einnig ólu þau upp frá 10 ára aldri, Magn-
ús Snæland Sveinsson frá Torfalæk, en hann
er verktaki og búsettur í Reykjavík.
Búskaparsaga hjónanna í Oxl \'ar löng og merk þótt eigi væri um stór-
búskap að ræða, þau voru samhent og Jón var jafnan talinn með bestu
fjárræktarmönnum á sinni tíð. Allt var í föstu formi og sniðum, úti sem
inni ríkti reglusemi og snyrdmennska. Þetta var hinn ytri þáttur í lífi fóst-
urforeldra Sigurbjargar en hið innra fór svo frarn hin liljóða önn hug-
ans og hversdagsannanna.
Ung að árum, veturinn 1947 - 1948 sótd Sigurbjörg nám í Kvennaskól-