Húnavaka - 01.05.2003, Page 145
HUNAVAKA
143
anum á Blönduósi. Þann 7. apríl 1951 gekk hún að eiga Svavar Jónsson
bifreiðastjóra frá Lambanesreykjum í Fljótum. Hófu þau búskap sinn í
Oxl vorið 1953 í sambýli við fósturforeldra Sigurbjargar og ríkti jafnan
glaðværð og gestrisni á heimili þeirra. Þau hjón eignuðust fimm börn, en
þau eru: Jón Reynir, vélaviðgerðamaður, búsettur í Garðabæ, en sambýl-
iskona hans er Rannveig Halldórsdóttir, Sigríður Bára, nuddkona í Oxl,
en maður hennar er Oskar Sigurvin Pechar, Asdís, sjúkraliði í Svíþjóð,
Guðmundur Jakob, bóndi í Oxl, kvæntur Önnu Margréti Arnardóttur
og Dröfn, mattæknir búsett í Reykjavík, sambýlismaður hennar er Toríi
Gunnarsson. Einnig ólu þau upp dótturson sinn Svavar Guðjón Eyjólfs-
son, en hann er búsettur í Reykjavík.
Sigurbjörg tók virkan jrátt í störfum Kvenfélags Sveinsstaðahrepps.
Einnig söng hún um árabil í Kirkjukór Þingeyrakirkju. Auk venjulegra
bústarfa vann hún margháttuð störf utan heimilis m.a. um fjögurra ára
skeið á saumastofu Pólarprjóns í Skólahúsinu við Sveinsstaði. Við físk-
vinnu í Vestmannaeyjum veturinn 1983 og ári síðar í Blönduvirkjun og
síðan af og til á meðan á virkjunarframkvæmdum stóð. Árið 1992 vann
hún á Öldrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Öll þessi störf leysti hún af
stakri eljusemi og skyldurækni, enda efdrsótt til hinna ýmsu starfa.
Undanfarin sjö ár átti hún við erfiðan sjúkdóm að stríða sem hún tók
með dæmafáu æðruleysi. Sigurbjörg var góð kona og gegn, er jafnan
kom fram af mikilli hógværð og ládeysi. Hún var mjög vönduð til orðs og
æðis og var vinsæl meðal samsveitunga sinna.
Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og fór útför hennar
fram frá Þingeyrakirkju 18. ágúst.
Síra A rni Sigurðsson.
Vegna mistaka birtist þessi giein ekki á síðasta ári og biðjumst við velvirðing-
ar á því.
Rilstjórn.