Húnavaka - 01.05.2003, Page 148
146
IIUNAVAKA
minni húsum. Hann rak um tíma matvöruverslun í félagi við Guðlaug
Guðmundsson kaupmann. Einnig stofnaði hann og rak byggingarfyrir-
tækið A-Veggi.
Olafur sinnti töluvert félagsmálum, hann var ritari Múrarameistarafé-
lags Reykjavíkur 1969-1976, sat í stjórn Meistarasambands bygginga-
manna 1960-1962 og gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir ýrnsa aðila.
Ólafur var félagi í Hestamannafélaginu Fáki og mikill áhugamaður
um hestamennsku, átti hesta og fór gjarnan í langar hestaferðir.
Nokkru fyrir 1960 keypti Olafur Hamrakot, eyðibýli í Torfalækjar-
hreppi, skammt frá æskustöðvunum. Þar byggði hann lítið sumarhús úr
steini rétt norðan og vestan við brúna yflr Fremri-Laxá. Þangað kom
hann oft á hverju sumri, stundaði veiðiskap og brá sér á hestbak. Hann
var áhugamaður um að rækta ána og stóð að því til margra ára með ná-
grönnum sínum að sleppa laxaseiðum í hana.
Það var ánægjulegt að fá Olaf í heimsókn. Hann naut þess að fý'lgjast
með í heimahögunum, var fróður, skemmtilegur og um margtvar spjall-
að.
Utför Olafs fór fram frá Háteigskirkju í Reykjavík 14. janúar.
Stefán A.Jónsson.
Þorbjörg Helga Magnúsdóttir
frá Sveinsstöðum
Fcedd 5. janúar 1921 - Dáin 4. janúar 2002
Þorbjörg var fædd á Sveinsstöðum í Þingi. Foreldrar hennar voru Jónsína
Jónsdóttir frá Hrísakoti á Vatnsnesi og Magn-
ús Jónsson bóndi og hreppstjóri á Sveinsstöð-
um.
Hjónin, Jónsína og Magnús, eignuðust sex
börn: Marsibil Gyðu sem andaðist ung, Jón,
hann varð fréttastjóri Ríkisútvarpsins til dán-
ardægurs, Elísabetu sem varð húsmæðrakenn-
ari og síðar húsfreyja í Reykjavík, Ólaf bónda
á Sveinsstöðum, Baldur bónda á Hólabaki og
Þorbjörgu Helgu sem var yngst. Elísabet er
ein eftirlifandi systkinanna.
Þorbjörg ólst upp í faðmi foreldra og systk-
ina að Sveinsstöðum. Þar sinnti hún ýmissi
vinnu og húsverkum eftir getu en frá ung-
lingsárum átti hún við veikindi að stríða, flogaveiki sem setti mark sitt á
líf hennar.
\