Húnavaka - 01.05.2003, Page 149
H U N A V A K A
147
Þorbjörgu gekk vel að læra og hlaut skyldunám sitt í farskóla sveitar-
innar eins ogjafnaldrar hennar. Það varð svo seinna hennar lilutverk að
hjálpa ungdómnum á Sveinsstöðum með heimanámið.
Þorbjörg bjó á Sveinsstöðum nær alla ævi en dvaldi um skeið fyrir
sunnan á endurhæflngarstöðinni að Reykjalundi. Arið 1981 fékk hún
íbúð í Hnitbjörgum á Blönduósi. Þar var hún til ársins 1993 er hún fór á
dvalardeild Héraðshælisins á Blönduósi. Seinna fór hún á sjúkradeildina
og andaðist þar. Þorbjörg giftist ekki né eignaðist afkomendur. Utför
hennar var gerð frá Þingeyrakirkju 19. janúar.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Ingibjörg Sigfúsdóttir
frá Forsæludal
Fcedd 24. janúar 1909 - Dáin 10. janúar 2002
Ingibjörg fæddist að bænum Forsæludal og var elsta barn hjónanna, Sig-
fúsar Jónassonar bókbindara og bónda í Forsæludal og Sigríðar Olafs-
dóttur. Þau eignuðust átta börn í þessari röð: Ingibjörgu, þá Benedikt
sem er ládnn, Jónas, hann er látinn, Sigríði, Sigfús sem lést á árinu, Ólaf,
hann er látinn, Guðrúnu og yngst er Indíana.
Ingibjörg ólst upp hjá fjölskyldu sinni í
dalnum fallega. Arið 1932 hóf hún búskap á
Kambhóli í Fitjárdal með heitmanni sínum,
Jóhanni Teitssyni, sem fæddur var að Ægis-
síðu á Vatnsnesi en ólst upp í Víðidalstungu.
Ingibjörg ogjóhann bjuggu á Kambhóli í þrjú
ár og eitt ár eftir það í Víðidalstungu. Arið
1936 keyptu þau jörðina Refsteinsstaði í Víði-
dal og bjuggu þar í hálfan fjórða áratug.
Þeim varð ekki barna auðið en fengu til sín
vikugamlan dreng, Þóri Heiðmar Jóhannsson,
sem þau gerðu að kjörsyni sínum. Hann býr á
Blönduósi.
Ingibjörg og Jóhann seldu Refsteinsstaði árið 1970, hættu þá búskap
og fluttu að Flögu í Vatnsdal til systur Ingibjargar, Guðrúnar og manns
hennar, ívars Níelssonar. Þar bjuggu þau og einnig um tíma á Húnabraut
30 á Blönduósi, allt þar til þau fluttu á dvalardeild Héraðshælisins á
Blönduósi árið 1989. jóhann andaðist árið 1996.
Ingibjörg hafði ánægju af bókum og ljóðum. Hún var vel hagmælt þó
að hún hefði það ekki mikið í frammi. Kjörsonurinn og fjölskylda hans
voru henni afar kær og hún vildi fylgjast vel með þeim.