Húnavaka - 01.05.2003, Page 150
148
HUNAVAKA
Ingibjörg andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og útför
hennar var gerð frá Blönduósskirkju 19. janúar.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Árný Guðlaug Sigurðardóttir,
Kúskerpi
Fcedd 15. október 1907 - Dáin 17. janúar 2002
Árný Guðlaug var fædd að Hvammi á Laxárdal í A-Hún. Foreldrar henn-
ar voru Elísabet Jónsdóttir og Sigurður Semingsson bændur í Hvammi.
Þau hjón eignuðust tíu börn í þessari röð: Ingvar var elstur, liann dó í
bernsku, Kristján, Jón, Þorbjörgu, Þorstein, Maríu, Guðmund, Svein-
björgu, Ingibjörgu sem er ein efdrlifandi af systkinunum og Guðlaugu
sem var yngst. Systkinin áttu líka eina fóstur-
systur, Sveinbjörgu Agústsdóttur, hún er látin.
Þegar Guðlaug var tólf ára missti hún móð-
ur sína. Guðlaug fór snemma að sjá sér far-
borða nteð vinnu á ýmsum bæjum, fyrst í
Bólstaðarhlíð og síðan á búum eldri bræðra
sinna. Síðar vann hún fyrir sér sem vinnu-
kona eða húshjálp á Akureyri. Einnig var hún
í vinnu hjá Ola Tynes á Siglufírði þegar síldar-
ævintýrið stóð sem hæst.
Eftir skólaskyldu stundaði hún nám við
Kvennaskólann á Blönduósi, veturinn 1929-
1930.
Arið 1935 giftist Guðlaug Garðari Stefáns-
syni frá Illugastöðum á Laxárdal. Þau hófu búskap á lllugastöðum með
foreldrum Garðars en keyptu árið 1939 jörðina Kúskerpi í Engihlíðar-
hreppi og bjuggu þar í fímmtíu ár. Þá fluttu þau til Blönduóss að Ægis-
braut 11. Garðar andaðist 14. mars 1999. Guðlaug hélt áfram heimili að
Ægisbraut meðan heilsan leyíði.
Guðlaug og Garðar eignuðust fjórar dætur í þessari aldursröð: Æs-
gerði Elísabetu, Ingibjörgu Arnýju, Þorbjörgu Aðalheiði og Stefaníu
Önnu sem er yngst. Auk þess ólu þau upp elsta barnabarnið, Garðar
Arna.
Guðlaug andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi eftir nokkurra
mánaða dvöl þar. Utför hennar var gerð frá Blönduósskirkju 25. janúar
og jarðsett var í Höskuldsstaðakirkjugarði.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.