Húnavaka - 01.05.2003, Page 151
H U N A V A K A
149
Herbert Sigurðsson
frá Bólstaðarhlíð
Fæddur 13. janúar 1921 - Dáinn 5. febrúar 2002
Herbert var fæddur á Hvammstanga. Foreldrar hans voru Sigurður
Magnússon Skagfjörð frá Kjartansstöðum á Langholti í Skagafirði, þá sjó-
maður og bóndi í Holti á Hvammstanga og Sigurlaug Bjarnadóttir frá
Hvoli í Vestur-Húnavatnssýslu.
Fimm ára að aldri var hann tekinn í fóstur af föðursystur sinni, Elísa-
betu Magnúsdóttur og manni hennar Klemenzi Guðmundssyni í Bólstað-
arhlíð og ólst þar upp til 18 ára aldurs. Haustið 1939 fór hann í
Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði og var þar við nám vetrarlangt.
Sumarið 1939 starfaði hann við sauðfjárveikivarnir á Hveravöllum en
fór nokkru síðar í Iðnskólann í Reykjavík þar
sem hann útskrifaðist sem húsasmiður að
loknu fjögurra ára námi. Næstu árin vann
hann við húsasmíðar og m.a. við byggingu
Húnavers. Síðar snéri hann sér að smíði inn-
réttinga á eigin vegum í Reykjavík og vann
einnig við smíðar á Reykjalundi.
Þann 6. september 1946 gekk hann að eiga
eftirlifandi eiginkonu sína Ingibjörgu Gunn-
arsdóttur frá Svínvatni og stofnuðu þau heim-
ili að Oðinsgötu 21 í Reykjavík. Eignuðust þau
þijú börn, sem eru: Hanna Björg, kennari í
Reykjavík en maður hennar er Þorsteinn
Karlsson, framkvæmdastjóri. Herdís Kolbrún,
grafískur hönnuður, gift Sturlu Stefánssyni, lækni en þau eru búsett í
Bandaríkjunum og Gunnar, læknir á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, en
hann er kvæntur Margréti Arnadóttur leirkerasmið og eru þau búsett í
Reykjavík.
Herbert var meðalmaður á hæð, þrekinn og vel á sig kominn. Hann
var mjög fær iðnaðarmaður og sjálfstæður í starfi og hannaði sjálfur inn-
réttingar sínar. Hann var ljóðelskur, hagmæltur og söngelskur og hafði
yndi af músík og lék á harmóníku. Hann hafði háa og bjarta rödd og
söng um skeið með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Hann var mikill
náttúruunnandi og unni sérstaklega æskuslóðum sínum norðan heiða.
Herbert var trygglyndur, vinmargur, góður og umhyggjusamur heimil-
isfaðir með mikinn metnað fyrir börn sín. Þau hjón voru jafnan miklir
höfðingjar heim að sækja. Var heimili Jieirra síðustu æviár hans að Of-
anleiti 17 í Reykja\ ík.