Húnavaka - 01.05.2003, Síða 152
150
HÚNAVAKA
Allt frá árinu 1991 gekk Herbert eigi heill til skógar en hann lést á
Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.
Utför hans var gerð frá Fossvogskapellu 15. febrúar.
Si'ra Arni Sigurðsson.
Sigurbjörn Sigurðsson,
Blönduósi
Fæddur 23. ágiist 1912 - Dáinn 20. febrúar 2002
SigUrbjörn var fæddur að Brúará í Bjarnarfirði á Ströndum. Foreldrar
hans voru Sigurður Stefánsson sjómaður og bóndi á Brúará og kona
hans, Sigríður Jónsdóttir. Börn þeirra hjóna urðu þrettán í þessari röð:
Róselía Guðrún, Halldór Jón, Guðríður, Sigríður, Elías Svavar, Benedikt,
Stefán Björn, Gestur, Ingi Einar, Guðbjörn,
Elínbjörg og Kristbjörg Róselía. Sigurbjörn
var yngstur systkinanna sem nú eru öll látin.
Sigurbjörn ólst upp í foreldrahúsum til níu
ára aldurs, þá fluttí hann til elstu systur sinnar,
Róselíu Guðrúnar og Guðmundar Meldals, að
Þröm í Svínavatnshreppi.
Ungur fór hann aftur vestur á Strandir að
vinna fyrir sér, bæði til sjós og lands. Tvítugur
kom hann aftur í Húnavatnssýslu að Þröm til
systur sinnar. Hann var í kaupavinnu á ýmsum
bæjunt en snéri ekki aftur vestur á Strandir til
að búa þar. Hann vann á þungavinnuvélum
og keypti sér vörubíl sem hann notaði í vega-
vinnu og til mjólkurflutninga í sýslunni.
Seinna hóf hann störf í Mjólkursamlaginu á Blönduósi. Þar hætti hann
störfum 76 ára.
Sigurbjörn kvæntist Matthildi Margrétí Arnadóttur frá Aðalvík á Horn-
ströndum 30. desentber 1954. Fyrst bjuggu þau í Svínavatnshreppi en
síðan á Blönduósi. Þar byggðu þau sér hús að Mýrarbraut 9. Þau fluttu
suður tíl Hafnarfjarðar en festu ekki rætur þar og komu aftur norður til
Blönduóss. Þar byggðu þau hús að Hólabraut 7 og þar var heimili þeirra
síðan.
Hann og Margrét eignuðust sjö börn sem eru í þessari aldursröð: Ingi
Einar, Erna Hallfríður, Baldur Bragi, hann lést af slysförum, Sigurður
Agnar, Kolbrún Harpa, Dóra og yngst er Erla. Fósturdóttir þeirra er
Signý Magnúsdóttir.