Húnavaka - 01.05.2003, Page 154
152
H UNAVAKA
Sigurður Örn Þorbjarnarson
frá Geitaskarði
Fœddur 27. október 1916 -Dáinn 15. mars 2002
Sigurður var fæddur að Heiði í Gönguskörðum. Foreldrar hans voru
hjónin, Sigríður Arnadóttir frá Geitaskarði og Þorbjörn Björnsson frá
Veðramóti. Sigríður og Þorbjörn eignuðust sex börn í þessari aldursröð:
Arna Asgrím, þá Sigurð Örn, Brynjólf, hann er látinn, Stefán Heiðar,
hann dó ungur, Hildi Sólveigu og Þorbjörgu sem var yngst.
Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum að Heiði til tíu ára aldurs en
þá kaupir faðir hans jörðina Geitaskarð í
Langadal og fjölskyldan sest að búi þar.
Sigurður lagði stund á nám við Mennta-
skólann á Akureyri. Hann hóf nám við
Bændaskólann á Hvanneyri, í efri deild, en
hvarf frá námi.
Arið 1944 kvæntist hann Valgerði Agústs-
dóttur frá Hofi í Vatnsdal. Þau eignuðust
fimm börn í þessari röð: Agúst, Sigríði Heiðu,
Ingunni Asdísi, Þorbjörn og Hildi Sólveigu
sem er yngst.
Að Geitaskarði bjuggu Sigurður og Valgerð-
ur í rúma tvo áratugi. Þau hættu búskap árið
1976 og tóku sonurinn Agúst og tengdadóttir-
in Asgerður við jörðinni.
Sigurður og Valgerður fluttu til Blönduóss á Mýrarbraut 27. A Blöndu-
ósi vann Sigurður nokkur ár á skrifstofu hjá Kaupfélagi Húnvetninga og
síðar við Héraðsbókasafnið. Einnig sá hann í mörg ár um bókasafn Hér-
aðshælisins á Blönduósi.
Ahugamál hans voru bókmenndr, ljóð, tónlist og söngur. Hann söng í
áratugi með kirkjukór Holtastaðakirkju. Hann var mikill náttúruunnandi
og náttúruskoðari. Félagsmál voru honum hugleikin og kom hann mik-
ið við sögu félagsmála í sveit sinni og héraði. Hann sat lengi í hrepps-
nefnd Engihlíðarhrepps og sýslunefnd A-Hún. sem fulltrúi sinnar sveitar.
Hann var formaður skólanefndar Kvennaskólans á Blönduósi á annan
áratug og sat í fýrstu skólanefnd Húnavallaskóla. Hann átd um nokkurra
ára skeið sæti í stjórn Sölufélags A-Hún. og kom einnig að fjölmörgum
öðrum þáttum félagsmála.
Sigurður lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þar sem hann liafði dval-
ið um nokkurra vikna skeið. Utför hans var gerð frá Blönduósskirkju 23. mars.
1 Sr. Sveinbjörn Einarsson.