Húnavaka - 01.05.2003, Page 155
HUNAVAKA
153
Þorbjörg Þorsteinsdóttir
frá Auðkúlu
Fædd 9. janúar 1914 -Dáin 3. apríl 2002
Þorbjörg var fædd á Geithömrum í Svínavatnshreppi. Foreldrar hennar
voru hjónin á Geithömrum, Þorsteinn Þorsteinsson og Halldóra Björns-
dóttir, bæði húnvetnskrar ættar.
Þorbjörg ólst upp í foreldrahúsum ásamt bræðrum sínum fjórum. Þeir
voru: Björn Leví, Þorsteinn, Guðmundur Bergmann ogjakob Björgv'in
sem einn þeirra er á lífí. Hálfbróðir hennar, samfeðra, var Jón A. Þor-
steinsson.
Þorbjörg stundaði þeirrar tíðar skyldunám og fór síðar á Kvennaskól-
ann á Blönduósi, veturinn 1934-1935 og lagði sérstaka stund á vefnaðar-
nám. Þetta nefni ég vegna þess að hannyrðir
hennar voru listaverk og hún alla ævi að full-
numa sig í þeirri grein íslensks handverks.
Nú vil ég víkja sögunni aftur að fæðingar-
degi Þorbjargar. Þann sama dag fæddist ann-
að barn í Svínadal. Drengur sem hlaut nafnið
Jónmundur, sonur Eiríks og Ingiríðar í Ljóts-
hólum. Strax var haft á orði í sveitinni að
þarna gætu verið fædd framtíðarhjón. Það
væri alveg upplagt, börnin jafngömul, alin
upp við líkar aðstæður og hann að hálfu ætt-
aður úr Biskupstungum. A uppvaxtarárum
létu börnin sér fátt um fínnast. Var jafnvel
talið að þeim þætti þetta ekkert sérstaklega
spennandi umræða.
Samt fór það nú svo að þau felldu saman hugi og gengu í hjónaband
30. mars árið 1940. Bjuggu þau fyrst á Ljótshólum þar sem hann hafði
tekið við búi eftir lát föður síns. Arið 1952 fluttu þau að Auðkúlu, reistu
þar nýbýli og bjuggu snyrtilegu búi. Þau urðu um leið eins konar kirkju-
bændur á gamlan góðan máta. Gestrisin rausnarhjón í miðri sveit - já,
um þjóðbraut þvera - það var vissulega sannmæli um Auðkúlu.
Jónmundur og Þorbjörg eignuðust þrjú börn. Þau eru: Eiríkur Ingi
kvæntur Birnujónsdóttur, Halldóra Elísabet, var gift Asbirni Þórjóhann-
essyni, er nú í sambúð með Pétri Guðlaugssyni og Þorsteinn Björgvdn
kvæntur Rögnu G. Jóhannsdóttur.
Mínar myndir byrja þar sem ég er á leið frá Akureyri að Auðkúlu sum-
arið 1974 með séra Birgi Snæbjörnssyni. Þennan dag var verið að end-
urvígja Auðkúlukirkju. A leiðinni þangað sagði séra Birgir mér frá