Húnavaka - 01.05.2003, Page 161
HU N AVA K A
159
Baldur á tvær systur, Jónínu og hálfsysturina, Elísabetu Þórunni Sigur-
geirsdóttur. Einnig á hann þrjú fóstursystkini: Guðmundjóhann, Ólöfu
Rögnu og Rristófer Skúla, börn Sigurgeirs Sverrissonar. Sigurgeir lést
árið 1995.
Arið 1999 fékk Baldur fyrst aðkenningu
heilablæðingar, þess sjúkdóms sem hann átti
við að stríða allt þar til hann andaðist. Baldur
vissi að hann hafði sama sjúkdóm og amma
hans, faðir og föðurbróðir dóu úr langt fyrir
aldur fram. Þeirri vitneskju tók hann skynsam-
lega, aldrei bar á uppgjöf, hann kvartaði ekki
en var alltaf bjartsýnn, þrautseigur og dugleg-
ur.
Baldur var hógA'ær og hafði sig ekki mikið í
frammi. Fjölskyldan var honum kær. Ahuga-
mál hans voru íþrótdr, tölvur og tónlist.
Hann andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á
Blönduósi. Þar bafði hann dvalið um tíma vegna sjúkdóms síns. Utför
hans var gerð frá Blönduósskirkju 31. maí.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Svala Albertsdóttir,
Blönduósi
Fcedd 23. desember 1967 - Dáin 30. maí 2002
Svala var fædd í Reykjavík, dóttir Alberts Stefánssonar frá Reykjavík og
Bryndísar Jóhannsdóttur frá Drangsnesi á Ströndum. Svala átti finnn
hálfsystkini. Barn Alberts og Guðrúnar Sóleyj-
ar Karlsdóttur var Sigríður Jóna, sem er látin.
Björn, Ragnar og Alda eru börn Alberts og
Vigdísar Björnsdóttur konu hans. Systir Svölu
sem er sammæðra henni er Súsanna Jóns-
dótdr.
Fyrstu fjögur ár ævi sinnar ólst Svala upp í
Re)’kja\'ík en eftir það á Drangsnesi í fóstri hjá
móðursystur sinni, Svandísi Jóhannsdóttur og
manni hennar, Hauki Torfasyni. Þar var hún
til 16 ára aldurs. Eftir stutta veru í Reykjavík
kom hún til Blönduóss. Þar vann hún hjá
Rækjuvinnslunni Særúnu árin 1985-1994.
Hún giftist Þorleifi Páli Ólafssyni árið 2002,