Húnavaka - 01.05.2003, Side 163
H U N A V A K A
161
Þegar jarðræktartímabilið hófst í sveitum fór hann að vinna á jarðýtum
á sumrin. Fyrst hjá Búnaðarfélagi S\’ínavatnsh repps í allmörg ár og síðan
hjá Búnaðarsambandi Austur-Húnavatnssýslu.
Þegar stundir gáfust frá akstri og vélavinnu tók Stefán að sér að smíða
og mála innanhúss hjá fólki í héraðinu. Hann var útsjónarsamur, verk-
laginn, ljúfur í viðmóti og samviskusamur. Hann var því eftirsóttur til
vinnu og þótti handbragð hans sýna best hvernig að verki var staðið,
hvort sem það var að vinna við túnasléttun eða lagfæra innanhúss.
Stefán var rnikill bókaunnandi, las mikið og var fróður um marga
hluti. Hann safnaði bókum, blöðum og tímaritum sem hann lét binda í
vandað band. Bókasafn hans mun hafa talið um 8000 bindi og talsvert
af því bækur sem eru nú nær ófáanlegar.
Ævistarf Stefáns var að stórum hluta að þjóna öðrum og það gerði
hann af mikilli umhyggju og samviskusemi og var jafnan reiðubúinn að
rétta öðrum hjálparhönd án þess að ætlast til launa að kveldi.
Stefán kvæntist ekki og átti ekki afkomendur. Síðustu árin átti hann
heima á Syðri-Löngumýri og naut Jrar góðrar umönnunar.
Tilhögun útfarar, sem fór fram í kyrrþey, hafði Stefán sagt fyrir um.
Hann var jarðsettur frá Svínavatnskirkju 21. júní af séra Hjálmari Jóns-
syni.
Ingvar Þorleifsson.
Þórarinn Eiðsson,
Skagaströnd
Fceddur 18. júlí 1962 - Dáinn 14. júní 2002
Þórarinn Eiðsson, eða Tóti eins og hann var gjarnan kallaður, fæddist á
Blönduósi. Hann var sonur hjónanna, Eiðs Hilmarssonar, sem er fæddur
1937, og Selnm Þórarinsdóttur, sem var fædd 1942 og dáin 1990. Sólveig
einkasystir Tóta er fædd 1964. A milli þeirra systkinanna var ætíð ein-
stakur kærleikur og voru þau afar samrýnd alla tíð.
Þegar Tóti var tæplega tvítugur hóf hann sambúð með Dóru Kristínu
Jónasdóttur, sem er fædd 1964, en þau gengu í hjónaband 1993. Foreldr-
ar Dóru eru Jónas Jónasson, fæddur 1945 og Erla L. Theodórsdóttir,
fædd 1946. Fljótlega eftir að Selma, móðir Tóta, lést keyptu þau Tóti og
Dóra einbýlishúsið að Sunnuvegi 7, af föður Tóta, og þar höfðu þau í
sameiningu kornið sér upp fallegu og hlýlegu heimili ásamt börnunum
þremur, þeirn: Kolbrúnu Freyju, sem er fædd 1983, Eiði Bjarka, sem er
fæddur 1986 og Ólínu Selmu, sem er fædd 1993.
Abyrgðin á heimilishaldinu hefur í gegnum tíðina hvílt mikið á herð-
um Dóru vegna langrar útiveru Tóta á sjónum á undanförnum tveimur