Húnavaka - 01.05.2003, Page 164
162
HUNAVAKA
áratugum. Þótt viðfangsefnin hafí stundum verið erfíð hefur hún staðið
undir þessari ábyrgð sem klettur frá upphafí en Tóti hafði farið ungur til
sjós og haft atvinnu af sjómennskunni alla þeirra búskapartíð. Hann gat
sér gott orð, sem traustur og samviskusamur sjómaður, í þau rúmu 20 ár
er hann vann á togurum Skagstrendings. Tóti var hins vegar farinn að
lýjast á sjómennskunni og farinn að hafa orð á því að minnka við sig eða
hætta, til þess að geta verið meira í faðmi fjölskyldunnar.
Þegar við lítum um öxl til æsku Tóta þá má segja að hann hafi slitið
barnsskónum að miklu leyti hjá afa sínum og ömmu á Hofí á Skaga-
strönd, þeim Hilmari Arnasyni og Aðalheiði
Magnúsdóttur. Hjá þeim dvaldi hann allt frá
tveggja ára aldri og þar til hann hóf nám í
barnaskóla á Skagaströnd en eftir það var
hann ætíð hjá afa og ömmu á sumrin allt
fram á unglingsár. A Hofi komst hann í náin
kynni við náttúruna og Hilmar afi lét ekki sitt
eftir liggja í því að leiða hann inn í og í gegn-
um allt það sem sveitalííið hafði upp á að
bjóða. Ungur að árum fór Tóti einn og
óstuddur á hesti í göngurnar og hélt þeim sið
alla tíð síðan að fara í fjárleitir ef sjómennsk-
an eða annað kom ekki í veg fyrir það.
Sá búskaparáhugi sem Tóti öðlaðist í æsku
hélst alla tíð. Eftir að Guðjón og Gunnur tóku við búsforráðum á Hofi
liélt Tód áfrarn að sækja staðinn heim og hjálpa hinum nýju ábúendum
við allt það sem viðkom venjulegum sveitastörfum og var ávallt mikil bú-
bót að fá hann í heimsókn vegna þess að þar fór duglegur maður sem
var sannkallaður víkingur dl verka.
Hestamennskufræin, sem afí á Hofí hafði sáð í sálu Tóta á unga aldri,
áttu eftir að vaxa og springa út. Hestamennskuna stundaði hann aðal-
lega á því Umabili sem tengdaforeldrar hans, þau Jónas og Erla, bjuggu í
Réttarholti á Skagaströnd en þar hafði hann komið sér upp góðri að-
stöðu fýrir hesta bæði utanhúss og innan. Auk þess að fara út í Réttar-
holt til þess að huga að hestum þá þótti Tóta ekki síður gott að fara
þangaö og hugsa um mannlega þáttinn. Setjast inn í kaffi hjá hinum
góðu vinum, sem hann átti í tengdaforeldrum sínum, og spjalla um það
sem lá á hjartanu hverju sinni. Þar leið honum alltaf vel og átti ætíð ör-
uggt skjól.
Þegar Tóti minnkaði viö sig í hestamennskunni tók við ákaflega mik-
ill áhugi á öllum þeim fræðum sem tengdust tölvum. Þar stóð metnaður
hans til þess aö vera ávallt með besta búnað á því sviði sem völ var á
hverju sinni. Auk þess sem sú reynsla og þekking, sem hann hafði aflað
sér í þessum fræðum, varð þess valdandi að vinir og félagar leituðu til
hans eftir aðstoð sem alltaf var veitt.
/