Húnavaka - 01.05.2003, Blaðsíða 165
n U N A V A K A
163
Tóti átti við sjúkdóm að etja, sem því miður herjar á allt of marga í
okkar samtíð, þar sem var þunglyndið. Tód bar þennan sjúkdóm með
æðruleysi og tók á honum af skilningi og reyndi efdr föngum að gera sitt
besta til að halda honum í skefjum. Veikindin gerðu það að verkum að
stundum virkaði hann dulur en það breytti engu um það að hann vildi
öllum vel, var traustur vinur vina sinna og afar bóngóður maður.
Þórarinn drukknaði 14. júní og var útför hans gerð frá Hólaneskirkju
22. júní.
Sr. Magnús Magnússon.
Sigþrúður Friðriksdóttir,
Gili
Fædd 28. nóvember 1903 - Dáin 16. júní 2002
Sigþrúður Friðriksdóttir, eða Dúfa eins og hún var gjarnan kölluð, var
fædd í Valadal á Skörðum við upphaf 20. aldarinnar. Hún var dóttir hjón-
anna, Friðriks Stefánssonar og konu hans, Guðríðar Pétursdóttur. Dúfa
var næstelst Jjriggja systkina en elstur var Stefán, sem er ládnn, og yngst
er Helga, sem nú dvelst á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Einnig
átti Dúfa einn fósturbróður, Friðrik Sigurðsson, sem nú er látinn.
Eiginmaður Dúfu var Björn Jónsson, fæddur 1904 og dáinn 1991. Þau
gengu í hjónaband 1927 en Björn hafði kom-
ið sem ungur maður í Valadal til vinnu-
mennsku 1921. Þau Dúfa og Björn eignuðust
tvö börn, Friðrik, senr er bóndi á Gili, fæddur
1928, kvæntur Erlu Hafsteinsdóttur, ogjó-
hönnu, húsfreyju á Blönduósi, fædda 1940,
gifta Sigfúsi Guðmundssyni. Auk þess ólust
upp hjá Dúfu og Birni þau Sigurjón Sæ-
mundsson, hálíbróðir Björns, og Sigrún Stef-
ánsdóttir, bróðurdótdr Dúfu, en hún ólst upp
hjá þeim dl sex ára aldurs.
Dúfa ólst upp við öll venjuleg sveitastörf
[reirrar tíðar. Þrátt fyrir að á uppvaxtarárum
hennar hafi oft komið harðir vetur og hörð
ár, m.a. á árabilinu 1915-1920, þá hefur hún eflaust alist upp við betri
kjör en almennt gerðist á þeim tíma því faðir hennar var talinn nokkuð
vel stæður og auk þess ágætur fjáraflamaður.
Þegar uppvaxtarárunum sleppti og Dúfa og Björn höfðu gengið í heil-
agt hjónaband þá fluttu þau að Valabjörgum á Skörðum. Þar byggðu þau
allt upp frá grunni og hefur það án efa verið mikið átak fyrir ung hjón